Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Kjartan Kjartansson skrifar 20. janúar 2025 09:18 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, náði kjöri sem jöfnunarþingmaður í alþingiskosningunum. Verði talið aftur í Suðvesturkjördæmi gætu hæglega orðið breytingar á jöfnunarþingmönnum. Vísir/Vilhelm Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins sem náði kjöri til Alþingis, hefur beðist tímabundinnar lausnar í borginni. Sem jöfnunarþingmaður segist hún ekki ætla að biðjast endanlegrar lausnar sem borgarfulltrúi fyrr en úrslit þingkosninganna hafa verið staðfest og þingsæti hennar sé öruggt. Beiðnir Kolbrúnar og Dags B. Eggertssonar um lausnar frá störfum sem borgarfulltrúar voru lagðar fram í forsætisnefnd borgarinnar á föstudag. Dagur óskaði lausnar út kjörtímabilið og vísaði til þess að hann teldi hvorki raunhæft né rétt að hann sinnti störfum kjörins fulltrúa í borgarstjórn og á þingi samtímis. Kolbrún baðst hins vegar aðeins tímabundinnar lausnar frá 21. janúar til 18. febrúar. Í bréfi hennar til borgarstjórnar segir að í ljósi þess að undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga hafi verið skipuð en ekki skilað niðurstöðu óski hún eftir tímabundnu leyfi. Nokkrar kærur hafa komið fram vegna alþingiskosninganna sem fóru fram 30. nóvember. Píratar í Suðvesturkjördæmi krefjast ógildingar kosninganna vegna framkvæmdar þeirra og Framsóknarflokkurinn fór fram á endurtalningu atkvæða þar. Undirbúningsnefndin sem tók til starfa í síðustu viku hefur víðtækar heimildir og getur meðal annars farið fram á endurtalningu atkvæða. Ákvæði hún að láta endurtalningu fara fram gæti það haft áhrif á skiptingu svonefndra jöfnunarþingmanna á milli kjördæma. Ólíkt Kolbrúnu er Dagur B. Eggertsson kjördæmakjörinn þingmaður. Hann á sæti í undirbúningsnefndinni fyrir rannsókn kosninganna.Vísir/Einar Biðst fullrar lausnar þegar úrslitin hafa verið staðfest Kolbrún náði kjöri sem jöfnunarþingmaður í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hún segist ekki örugg með þingsæti sitt fyrr en undirbúningsnefndin hefur lokið sínum störfum. Rannsókn á kosningu þingmanna og gildi kosninga fer fram á þingsetningarfundi sem er fyrirhugaður 4. febrúar. „Ég þarf að sjá hvað nefndin gerir. Það þarf að lýsa kosningarnar gildar og löglegar áður en ég er örugg með mitt sæti. Ég byrja bara á að sjá hvað kemur út úr þessu,“ segir hún. Í lausnarbréfi Kolbrúnar segir að gert sé ráð fyrir að hún óski lausnar til loka kjörtímabilsins um leið og niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir, kosningarnar hafi verið lýstar löglegar og þing verið sett. „Ef að það verður til dæmis ákveðið að endurtelja, sem gæti gerst, er ég bara ein af þessum jöfnunarþingmönnum sem geta bara dottið út,“ segir Kolbrún sem naut ráðgjafar lögfræðinga borgarinnar. Dagur, sem er kjördæmakjörinn og þarf ekki að óttast að endurtalning atkvæða ógni þingsæti hans, á sæti í undirbúningsnefndinni hefur örlög Kolbrúnar í hendi sér. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Borgarstjórn Reykjavík Flokkur fólksins Tengdar fréttir Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Nýkjörið Alþingi Íslendinga kemur saman þann 4. febrúar næstkomandi. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. 17. janúar 2025 12:32 Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40 Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Umsögn landskjörstjórnar um framkvæmd alþingiskosninga verður afhent undribúningsnefnd Alþingis og birt opinberlega síðar í dag. Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga kemur saman til fyrsta fundar síðdegis en nefndin hefur víðtækar heimildir til að rannsaka framkomin álitaefni og getur meðal annars farið fram á endurtalningu. Verðandi forseti Alþingis telur ólíklegt að kosningarnar verði ógiltar. 15. janúar 2025 12:30 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Beiðnir Kolbrúnar og Dags B. Eggertssonar um lausnar frá störfum sem borgarfulltrúar voru lagðar fram í forsætisnefnd borgarinnar á föstudag. Dagur óskaði lausnar út kjörtímabilið og vísaði til þess að hann teldi hvorki raunhæft né rétt að hann sinnti störfum kjörins fulltrúa í borgarstjórn og á þingi samtímis. Kolbrún baðst hins vegar aðeins tímabundinnar lausnar frá 21. janúar til 18. febrúar. Í bréfi hennar til borgarstjórnar segir að í ljósi þess að undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga hafi verið skipuð en ekki skilað niðurstöðu óski hún eftir tímabundnu leyfi. Nokkrar kærur hafa komið fram vegna alþingiskosninganna sem fóru fram 30. nóvember. Píratar í Suðvesturkjördæmi krefjast ógildingar kosninganna vegna framkvæmdar þeirra og Framsóknarflokkurinn fór fram á endurtalningu atkvæða þar. Undirbúningsnefndin sem tók til starfa í síðustu viku hefur víðtækar heimildir og getur meðal annars farið fram á endurtalningu atkvæða. Ákvæði hún að láta endurtalningu fara fram gæti það haft áhrif á skiptingu svonefndra jöfnunarþingmanna á milli kjördæma. Ólíkt Kolbrúnu er Dagur B. Eggertsson kjördæmakjörinn þingmaður. Hann á sæti í undirbúningsnefndinni fyrir rannsókn kosninganna.Vísir/Einar Biðst fullrar lausnar þegar úrslitin hafa verið staðfest Kolbrún náði kjöri sem jöfnunarþingmaður í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hún segist ekki örugg með þingsæti sitt fyrr en undirbúningsnefndin hefur lokið sínum störfum. Rannsókn á kosningu þingmanna og gildi kosninga fer fram á þingsetningarfundi sem er fyrirhugaður 4. febrúar. „Ég þarf að sjá hvað nefndin gerir. Það þarf að lýsa kosningarnar gildar og löglegar áður en ég er örugg með mitt sæti. Ég byrja bara á að sjá hvað kemur út úr þessu,“ segir hún. Í lausnarbréfi Kolbrúnar segir að gert sé ráð fyrir að hún óski lausnar til loka kjörtímabilsins um leið og niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir, kosningarnar hafi verið lýstar löglegar og þing verið sett. „Ef að það verður til dæmis ákveðið að endurtelja, sem gæti gerst, er ég bara ein af þessum jöfnunarþingmönnum sem geta bara dottið út,“ segir Kolbrún sem naut ráðgjafar lögfræðinga borgarinnar. Dagur, sem er kjördæmakjörinn og þarf ekki að óttast að endurtalning atkvæða ógni þingsæti hans, á sæti í undirbúningsnefndinni hefur örlög Kolbrúnar í hendi sér.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Borgarstjórn Reykjavík Flokkur fólksins Tengdar fréttir Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Nýkjörið Alþingi Íslendinga kemur saman þann 4. febrúar næstkomandi. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. 17. janúar 2025 12:32 Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40 Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Umsögn landskjörstjórnar um framkvæmd alþingiskosninga verður afhent undribúningsnefnd Alþingis og birt opinberlega síðar í dag. Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga kemur saman til fyrsta fundar síðdegis en nefndin hefur víðtækar heimildir til að rannsaka framkomin álitaefni og getur meðal annars farið fram á endurtalningu. Verðandi forseti Alþingis telur ólíklegt að kosningarnar verði ógiltar. 15. janúar 2025 12:30 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Nýkjörið Alþingi Íslendinga kemur saman þann 4. febrúar næstkomandi. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. 17. janúar 2025 12:32
Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40
Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Umsögn landskjörstjórnar um framkvæmd alþingiskosninga verður afhent undribúningsnefnd Alþingis og birt opinberlega síðar í dag. Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga kemur saman til fyrsta fundar síðdegis en nefndin hefur víðtækar heimildir til að rannsaka framkomin álitaefni og getur meðal annars farið fram á endurtalningu. Verðandi forseti Alþingis telur ólíklegt að kosningarnar verði ógiltar. 15. janúar 2025 12:30