TikTok bann í Bandaríkjunum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. janúar 2025 10:03 Bannið var samþykkt af Hæstarétti Bandaríkjanna föstudag síðastliðinn og tók gildi á miðnætti. EPA-EFE/ERIK S. LESSER TikTok bann tók formlega gildi í Bandaríkjunum í gærkvöld og milljónir notenda komast nú ekki inn á forritið. Verðandi forseti Bandaríkjanna íhugar að blanda sér í málið. Bannið hefur áhrif á 170 milljón notendur sem búsettir eru í Bandaríkjunum en truflanir í virkni forritsins gerðu vart við sig í gærkvöldi. Lögin tóku gildi á miðnætti og eiga að þvinga kínverska eigendur TikTok, sem er í eigu fyrirtækisins ByteDance, að selja starfsemina til Bandaríkjanna eða einfaldlega loka miðlinum þarlendis. Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti þessi lög á föstudag síðastliðinn. Ástæðan sé að tenging TikTok við Kína og aðgangur þeirra að gögnum Bandaríkjamanna ógni þjóðaröryggi þeirra. Þessi melding birtist á skjám bandarískra notenda þegar bannið tók gildi á miðnætti.SKJÁSKOT Þegar bannið tók formlega gildi birtist melding á skjám notendanna þar sem stóð „fyrirgefðu, Tiktok er ekki í boði núna.“ Fyrir neðan er útskýrt að löggjöf sem bannar samfélagsmiðlaforritið sé í gildi í Bandaríkjunum. Það þýði að ekki sé hægt að nota TikTok. Þá er vísað í Donald Trump sem tekur við embætti sem forseti Bandaríkjanna á morgun. „Við erum heppin að Trump forseti hefur gefið í skyn að hann vilji vinna með okkur að lausn til að endurvekja TikTok þegar hann hefur tekið við embættinu. Endilega fylgist með!“ Donald Trump studdi áður bannið á miðlinum en snerist hugur fyrir tæplega ári síðan. Þá sagði hann í viðtali í gær að hann verulegar líkur væru á því að banninu yrði frestað um níutíu daga. Hann hafi þó ekki tekið endanlega ákvörðun. Ef að fresta eigi banninu um þrjá mánuði þarf að vera sönnun fyrir því að sala á TikTok til bandarísks fyrirtækis sé í vinnslu. Þá hafi Joe Biden, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, sagt að hann myndi ekki framfylgja banninu né afhafast eitthvað í málinu. Málið sé því á herðum Trump. „Ef ég ákveð að gera það, mun ég líklegast tilkynna það á mánudaginn,“ sagði Trump í samtali við fréttastofu NBC á laugardag. Margir hafa lýst áhuga á því að kaupa forritið, svo sem Youtube-stjarnan MrBeast og Shark Tank athafnamaðurinn Kevin O'Leary. Samkvæmt Forbes íhuguðu kínversk yfirvöld að selja milljarðamæringnum Elon Musk samfélagsmiðilinn vegna náins sambands hans við Donald Trump. Hefðu ekki þurft að loka á forritið samstundis Eigendur ByteDance hefðu hins vegar ekki þurft að loka algjörlega á forritið. Samkvæmt lögunum þurfa App Store og Google Play að fjarlægja forritin svo nýir notendur geti ekki náð í forritið. Þá væri ekki hægt að framkvæma neinar uppfærslur á forritinu. Þeir sem væru þá nú þegar með forritið í snjalltækinu sínu gætu haldið áfram að nota það, þar til skortur á uppfærslum myndi hafa veruleg áhrif á upplifun notenda og forritið yrði í raun ónothæft. App Store og Google Play hafa fjarlægt forritið samkvæmt umfjöllun bandaríska fjölmiðilsins CNN. Eigendur ByteDance ákváðu frekar að loka á alla notkun samfélagsmiðilsins í landinu. Bandarískir áhrifavaldar hafa nýtt síðustu daga í að auglýsa aðganga sína á öðrum samfélagsmiðlum, svo sem Instagram og Youtube. Einhverjir hafa fært sig yfir á kínverska samfélgasmiðilinn RedNote. TikTok Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Sjá meira
Bannið hefur áhrif á 170 milljón notendur sem búsettir eru í Bandaríkjunum en truflanir í virkni forritsins gerðu vart við sig í gærkvöldi. Lögin tóku gildi á miðnætti og eiga að þvinga kínverska eigendur TikTok, sem er í eigu fyrirtækisins ByteDance, að selja starfsemina til Bandaríkjanna eða einfaldlega loka miðlinum þarlendis. Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti þessi lög á föstudag síðastliðinn. Ástæðan sé að tenging TikTok við Kína og aðgangur þeirra að gögnum Bandaríkjamanna ógni þjóðaröryggi þeirra. Þessi melding birtist á skjám bandarískra notenda þegar bannið tók gildi á miðnætti.SKJÁSKOT Þegar bannið tók formlega gildi birtist melding á skjám notendanna þar sem stóð „fyrirgefðu, Tiktok er ekki í boði núna.“ Fyrir neðan er útskýrt að löggjöf sem bannar samfélagsmiðlaforritið sé í gildi í Bandaríkjunum. Það þýði að ekki sé hægt að nota TikTok. Þá er vísað í Donald Trump sem tekur við embætti sem forseti Bandaríkjanna á morgun. „Við erum heppin að Trump forseti hefur gefið í skyn að hann vilji vinna með okkur að lausn til að endurvekja TikTok þegar hann hefur tekið við embættinu. Endilega fylgist með!“ Donald Trump studdi áður bannið á miðlinum en snerist hugur fyrir tæplega ári síðan. Þá sagði hann í viðtali í gær að hann verulegar líkur væru á því að banninu yrði frestað um níutíu daga. Hann hafi þó ekki tekið endanlega ákvörðun. Ef að fresta eigi banninu um þrjá mánuði þarf að vera sönnun fyrir því að sala á TikTok til bandarísks fyrirtækis sé í vinnslu. Þá hafi Joe Biden, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, sagt að hann myndi ekki framfylgja banninu né afhafast eitthvað í málinu. Málið sé því á herðum Trump. „Ef ég ákveð að gera það, mun ég líklegast tilkynna það á mánudaginn,“ sagði Trump í samtali við fréttastofu NBC á laugardag. Margir hafa lýst áhuga á því að kaupa forritið, svo sem Youtube-stjarnan MrBeast og Shark Tank athafnamaðurinn Kevin O'Leary. Samkvæmt Forbes íhuguðu kínversk yfirvöld að selja milljarðamæringnum Elon Musk samfélagsmiðilinn vegna náins sambands hans við Donald Trump. Hefðu ekki þurft að loka á forritið samstundis Eigendur ByteDance hefðu hins vegar ekki þurft að loka algjörlega á forritið. Samkvæmt lögunum þurfa App Store og Google Play að fjarlægja forritin svo nýir notendur geti ekki náð í forritið. Þá væri ekki hægt að framkvæma neinar uppfærslur á forritinu. Þeir sem væru þá nú þegar með forritið í snjalltækinu sínu gætu haldið áfram að nota það, þar til skortur á uppfærslum myndi hafa veruleg áhrif á upplifun notenda og forritið yrði í raun ónothæft. App Store og Google Play hafa fjarlægt forritið samkvæmt umfjöllun bandaríska fjölmiðilsins CNN. Eigendur ByteDance ákváðu frekar að loka á alla notkun samfélagsmiðilsins í landinu. Bandarískir áhrifavaldar hafa nýtt síðustu daga í að auglýsa aðganga sína á öðrum samfélagsmiðlum, svo sem Instagram og Youtube. Einhverjir hafa fært sig yfir á kínverska samfélgasmiðilinn RedNote.
TikTok Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Sjá meira