Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir og Árna Benediktsdóttir skrifa 17. janúar 2025 20:32 Loftgæði skipta miklu máli fyrir heilsu og vellíðan, bæði úti og inni. Á áramótum skjóta flugeldar útiloftsgæðum upp í hæstu hæðir, og nýjustu mælingar okkar hjá Verkvist sýna hvernig styrkur PM10 svifryks toppar rétt eftir miðnætti innandyra en lækkar hratt innan þriggja klukkustunda. Mælingar voru framkvæmdar innandyra með síritandi loftgæðamælum yfir áramót á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu – í Reykjavík og Kópavogi – og hæsta gildið mældist yfir 260 µg/m³, sem er margfalt yfir heilsuverndarmörkum (50 µg/m³). Þessar mælingar eru í takti við og sveiflast með mælingum Umhverfisstofnunar utandyra hjá Grensásvegi. Þrátt fyrir að mengunin sé tímabundin, geta áhrifin borist inn í byggingar okkar, sérstaklega ef gluggar eru opnir á hámarkstímum. Inniloft á alltaf upptök frá útilofti og mikilvægt að fylgjast með loftgæðum innandyra þegar mengun er í útilofti. Vert er að taka fram að huga ekki aðeins að loftsgæðum yfir áramót eða álagstímum, heldur einnig inniloftsgæðum allan ársins hring. Huga þarf að inniloftsgæðum allt árið Nýleg rannsókn hjá okkur í Verkvist sýnir að styrkur rokgjarnra lífrænna efna (VOC) á heimilum og vinnustöðum eru oft yfir heilsuverndar- eða vellíðunarmörkum stóran hluta dagsins. Þessi efni koma frá algengum vörum eins og: Hreinsivörum og þvottaefnum Ilmgjöfum og snyrtivörum Byggingarefnum og húsgögnum Þar sem flest heimili eru án virkra loftræsikerfa getur þessi mengun verið viðvarandi og haft áhrif á heilsu og vellíðan íbúa og áhrifin eru langvarandi og verður ekki endilega vart strax. Þessi rokgjörnu efni eiga því upptök innandyra og notendur geta komið í veg fyrir og takmarkað styrk þeirra með efnisvali og hegðun. Einnig þarf að hafa í huga að þessi efni loða við ryk, efniskennda hluti og bólstraða húsmuni. Lausnir og heilræði Til að bæta loftgæði innandyra þar sem við dveljum 90% af tíma okkar er hægt að fylgja þessum einföldu ráðleggingum: Þrif og hreinsun: Veljið vistvæn efni án ilmefna og rykhreinsið reglulega. Loftræsing: Lokið gluggum meðan útiloftsgæði eru slæm og loftið út þegar mengunin er liðin hjá. Regluleg loftskipti eru lykilatriði. Efnisval: Veljið vörur með lágt gildi rokgjarnra efna og forðist sterk hreinsiefni og ilmgjafa. Takmarkið teppi og yfirborð sem er erfitt að rykhreinsa. Áramótin minna okkur á mikilvægi loftgæða, en á sama tíma er þörf áminning að við þurfum að hafa loftgæði í huga allt árið. Með skynsamlegum skrefum getum við bætt bæði loftgæði og lífsgæði – innan sem utan heimilisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftgæði Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Loftgæði skipta miklu máli fyrir heilsu og vellíðan, bæði úti og inni. Á áramótum skjóta flugeldar útiloftsgæðum upp í hæstu hæðir, og nýjustu mælingar okkar hjá Verkvist sýna hvernig styrkur PM10 svifryks toppar rétt eftir miðnætti innandyra en lækkar hratt innan þriggja klukkustunda. Mælingar voru framkvæmdar innandyra með síritandi loftgæðamælum yfir áramót á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu – í Reykjavík og Kópavogi – og hæsta gildið mældist yfir 260 µg/m³, sem er margfalt yfir heilsuverndarmörkum (50 µg/m³). Þessar mælingar eru í takti við og sveiflast með mælingum Umhverfisstofnunar utandyra hjá Grensásvegi. Þrátt fyrir að mengunin sé tímabundin, geta áhrifin borist inn í byggingar okkar, sérstaklega ef gluggar eru opnir á hámarkstímum. Inniloft á alltaf upptök frá útilofti og mikilvægt að fylgjast með loftgæðum innandyra þegar mengun er í útilofti. Vert er að taka fram að huga ekki aðeins að loftsgæðum yfir áramót eða álagstímum, heldur einnig inniloftsgæðum allan ársins hring. Huga þarf að inniloftsgæðum allt árið Nýleg rannsókn hjá okkur í Verkvist sýnir að styrkur rokgjarnra lífrænna efna (VOC) á heimilum og vinnustöðum eru oft yfir heilsuverndar- eða vellíðunarmörkum stóran hluta dagsins. Þessi efni koma frá algengum vörum eins og: Hreinsivörum og þvottaefnum Ilmgjöfum og snyrtivörum Byggingarefnum og húsgögnum Þar sem flest heimili eru án virkra loftræsikerfa getur þessi mengun verið viðvarandi og haft áhrif á heilsu og vellíðan íbúa og áhrifin eru langvarandi og verður ekki endilega vart strax. Þessi rokgjörnu efni eiga því upptök innandyra og notendur geta komið í veg fyrir og takmarkað styrk þeirra með efnisvali og hegðun. Einnig þarf að hafa í huga að þessi efni loða við ryk, efniskennda hluti og bólstraða húsmuni. Lausnir og heilræði Til að bæta loftgæði innandyra þar sem við dveljum 90% af tíma okkar er hægt að fylgja þessum einföldu ráðleggingum: Þrif og hreinsun: Veljið vistvæn efni án ilmefna og rykhreinsið reglulega. Loftræsing: Lokið gluggum meðan útiloftsgæði eru slæm og loftið út þegar mengunin er liðin hjá. Regluleg loftskipti eru lykilatriði. Efnisval: Veljið vörur með lágt gildi rokgjarnra efna og forðist sterk hreinsiefni og ilmgjafa. Takmarkið teppi og yfirborð sem er erfitt að rykhreinsa. Áramótin minna okkur á mikilvægi loftgæða, en á sama tíma er þörf áminning að við þurfum að hafa loftgæði í huga allt árið. Með skynsamlegum skrefum getum við bætt bæði loftgæði og lífsgæði – innan sem utan heimilisins.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun