Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar 17. janúar 2025 08:03 Hegðun stórvelda á alþjóðavettvangi hefur djúpstæð áhrif á réttlætingar annarra ríkja til aðgerða sem stangast á við alþjóðalög. Þegar Bandaríkin taka ákvarðanir sem virðast byggja á eigin hagsmunum fremur en alþjóðlegum reglum, sendir það hættuleg skilaboð til annarra stórvelda, svo sem Rússlands og Kína, sem nýta sér fordæmin til að réttlæta eigin yfirgang. Lítil og meðalstór ríki hafa mikla hagsmuni í því að stórveldin fari að alþjóðalögum og séu ekki með yfirgang í kraft yfirburða hernaðarlega eða viðskiptalega. Donald Trump vakti mikla athygli þegar hann árið 2019 lýsti yfir áhuga sínum á að kaupa Grænland frá Danmörku. Sú hugmynd var ekki aðeins óvenjuleg heldur skapaði áhyggjur um að stórveldi gætu litið á minni ríki eða landsvæði sem skiptimynt í eigin valdapólitík. Þótt umræða Trumps hafi að mestu verið orðuð í tengslum við friðsamleg kaup, var hún tekin upp aftur nú í sambandi við endurkomu hans á forsetastól í samhengi við áætlanir sem gætu falið í sér að þvinga fram hagsmuni Bandaríkjanna, jafnvel með hervaldi. Ef slík hugmyndafræði væri framkvæmd, væri það beint brot á sjálfsákvörðunarrétti og fullveldi ríkja. Svipaða hegðun má sjá varðandi Panama-kanalinn, sem Bandaríkin tóku við af Frökkum og kláruðu byggingu kanalsins sem tekin var í notkun 1914, þar sem Trump hefur í hótunum. Þrátt fyrir að Panama hafi tekið yfir stjórn kanalsins árið 1999, hefur umræðan um hagsmuni Bandaríkjanna á svæðinu haldið áfram. Ef Bandaríkin láta til skarar skríða til að tryggja hagsmuni sína þar, væri það önnur birtingarmynd valdatöku stórvelda á kostnað fullveldis minni ríkja í nútíma. Þegar kemur að stuðningi Bandaríkjanna við Ísrael, hafa þau varið aðgerðir sem eru fordæmdar af alþjóðasamfélaginu, þar á meðal byggingu landtökubyggða og hernaðaraðgerðir gegn Palestínumönnum. Þessi afgerandi stuðningur hefur gert Ísrael kleift að fylgja stefnu sem margir telja brjóta gegn alþjóðalögum og jafnvel fela í sér þjóðarmorð. Þessi tvöfalda afstaða Bandaríkjanna – þar sem þau krefjast að farið sé að lögum en virða ekki sjálf alþjóðalög – hefur grafið undan siðferðislegu valdi þeirra á alþjóðavettvangi. Þegar Bandaríkin setja fordæmi sem þetta, veita þau Rússlandi og Kína óbeina réttlætingu fyrir eigin aðgerðum. Rússland hefur notað rök eins og “sögulegan rétt” og “verndun Rússa í Úkraínu” til að réttlæta innrásina í landið. Bandarísk hegðun í Grænlandi eða Panama getur veitt Rússlandi enn frekari tilefni til að halda því fram að stórveldi hafi rétt á að fylgja eigin hagsmunum óháð sjálfsákvörðunarrétti annarra. Sama gildir um Kína og kröfu þeirra til Taívans. Kína hefur lengi haldið því fram að Taívan sé órjúfanlegur hluti af Kína og fylgst grannt með viðbrögðum alþjóðasamfélagsins við deilum eins og í Úkraínu. Ef Bandaríkin sýna sjálf að þau eru fús til að hunsa alþjóðalög þegar þeim hentar, getur það augljóslega þjónað sem réttlæting fyrir Kína til að grípa til hernaðaraðgerða gegn Taívan. Þetta mynstur endurtekur sig í fleiri svæðum þar sem stórveldi leitast við að tryggja eigin hagsmuni á kostnað minni ríkja. Tyrkland hefur, með takmörkuðum mótmælum, ráðist inn í norðurhluta Sýrlands undir því yfirskini að verja eigin öryggi. Samhliða hefur Sádí-Arabía í samstarfi við Bandaríkin leitt hernað gegn Jemen, sem hefur valdið ómældum mannúðarhörmungum, án þess að alþjóðasamfélagið hafi gripið til nægilega harðra aðgerða. Þegar stórveldi eins og Bandaríkin, Rússland og Kína hegða sér eins og þau séu undanþegin alþjóðalögum, hefur grafast undan alþjóðakerfi sem byggir á samvinnu og reglum. Þessi hegðun veldur ekki aðeins beinum skaða, heldur einnig því að önnur ríki nýta fordæmin til að réttlæta eigin yfirgang. Þetta setur minni ríki í hættu og eykur hættuna á víðtækum átökum. Aðeins með því að krefjast ábyrgðar af öllum ríkjum, sama hversu öflug þau eru, getum við stuðlað að réttlátu og friðsamlegu alþjóðakerfi. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Hegðun stórvelda á alþjóðavettvangi hefur djúpstæð áhrif á réttlætingar annarra ríkja til aðgerða sem stangast á við alþjóðalög. Þegar Bandaríkin taka ákvarðanir sem virðast byggja á eigin hagsmunum fremur en alþjóðlegum reglum, sendir það hættuleg skilaboð til annarra stórvelda, svo sem Rússlands og Kína, sem nýta sér fordæmin til að réttlæta eigin yfirgang. Lítil og meðalstór ríki hafa mikla hagsmuni í því að stórveldin fari að alþjóðalögum og séu ekki með yfirgang í kraft yfirburða hernaðarlega eða viðskiptalega. Donald Trump vakti mikla athygli þegar hann árið 2019 lýsti yfir áhuga sínum á að kaupa Grænland frá Danmörku. Sú hugmynd var ekki aðeins óvenjuleg heldur skapaði áhyggjur um að stórveldi gætu litið á minni ríki eða landsvæði sem skiptimynt í eigin valdapólitík. Þótt umræða Trumps hafi að mestu verið orðuð í tengslum við friðsamleg kaup, var hún tekin upp aftur nú í sambandi við endurkomu hans á forsetastól í samhengi við áætlanir sem gætu falið í sér að þvinga fram hagsmuni Bandaríkjanna, jafnvel með hervaldi. Ef slík hugmyndafræði væri framkvæmd, væri það beint brot á sjálfsákvörðunarrétti og fullveldi ríkja. Svipaða hegðun má sjá varðandi Panama-kanalinn, sem Bandaríkin tóku við af Frökkum og kláruðu byggingu kanalsins sem tekin var í notkun 1914, þar sem Trump hefur í hótunum. Þrátt fyrir að Panama hafi tekið yfir stjórn kanalsins árið 1999, hefur umræðan um hagsmuni Bandaríkjanna á svæðinu haldið áfram. Ef Bandaríkin láta til skarar skríða til að tryggja hagsmuni sína þar, væri það önnur birtingarmynd valdatöku stórvelda á kostnað fullveldis minni ríkja í nútíma. Þegar kemur að stuðningi Bandaríkjanna við Ísrael, hafa þau varið aðgerðir sem eru fordæmdar af alþjóðasamfélaginu, þar á meðal byggingu landtökubyggða og hernaðaraðgerðir gegn Palestínumönnum. Þessi afgerandi stuðningur hefur gert Ísrael kleift að fylgja stefnu sem margir telja brjóta gegn alþjóðalögum og jafnvel fela í sér þjóðarmorð. Þessi tvöfalda afstaða Bandaríkjanna – þar sem þau krefjast að farið sé að lögum en virða ekki sjálf alþjóðalög – hefur grafið undan siðferðislegu valdi þeirra á alþjóðavettvangi. Þegar Bandaríkin setja fordæmi sem þetta, veita þau Rússlandi og Kína óbeina réttlætingu fyrir eigin aðgerðum. Rússland hefur notað rök eins og “sögulegan rétt” og “verndun Rússa í Úkraínu” til að réttlæta innrásina í landið. Bandarísk hegðun í Grænlandi eða Panama getur veitt Rússlandi enn frekari tilefni til að halda því fram að stórveldi hafi rétt á að fylgja eigin hagsmunum óháð sjálfsákvörðunarrétti annarra. Sama gildir um Kína og kröfu þeirra til Taívans. Kína hefur lengi haldið því fram að Taívan sé órjúfanlegur hluti af Kína og fylgst grannt með viðbrögðum alþjóðasamfélagsins við deilum eins og í Úkraínu. Ef Bandaríkin sýna sjálf að þau eru fús til að hunsa alþjóðalög þegar þeim hentar, getur það augljóslega þjónað sem réttlæting fyrir Kína til að grípa til hernaðaraðgerða gegn Taívan. Þetta mynstur endurtekur sig í fleiri svæðum þar sem stórveldi leitast við að tryggja eigin hagsmuni á kostnað minni ríkja. Tyrkland hefur, með takmörkuðum mótmælum, ráðist inn í norðurhluta Sýrlands undir því yfirskini að verja eigin öryggi. Samhliða hefur Sádí-Arabía í samstarfi við Bandaríkin leitt hernað gegn Jemen, sem hefur valdið ómældum mannúðarhörmungum, án þess að alþjóðasamfélagið hafi gripið til nægilega harðra aðgerða. Þegar stórveldi eins og Bandaríkin, Rússland og Kína hegða sér eins og þau séu undanþegin alþjóðalögum, hefur grafast undan alþjóðakerfi sem byggir á samvinnu og reglum. Þessi hegðun veldur ekki aðeins beinum skaða, heldur einnig því að önnur ríki nýta fordæmin til að réttlæta eigin yfirgang. Þetta setur minni ríki í hættu og eykur hættuna á víðtækum átökum. Aðeins með því að krefjast ábyrgðar af öllum ríkjum, sama hversu öflug þau eru, getum við stuðlað að réttlátu og friðsamlegu alþjóðakerfi. Höfundur er sósíalisti.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun