Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar 17. janúar 2025 07:30 Alþjóðastofnanir mæla með skimunum fyrir brjóstakrabbameinum hjá konum. Á Íslandi stendur hún konum á aldursbilinu 40 – 74 ára til boða. Regluleg þátttaka kvenna í brjóstaskimunum getur lækkað dánartíðni þeirra af völdum brjóstakrabbameina um allt að 40%. Með skimun er hægt að greina meinin snemma, áður en þau valda einkennum. Það getur gert mögulegt að beita minna íþyngjandi meðferð með minni aukaverkunum, minni skerðingu á lífsgæðum og auknum möguleikum á endurkomu til vinnu, svo eitthvað sé nefnt. Mein sem greinast svo snemma, í skimun, eru líka ólíklegri til að taka sig upp en þau mein sem greinast utan skimunar. Mikið vantar upp á að þátttaka kvenna í brjóstaskimunum hér á landi sé nægilega góð. Á árinu 2023 var hún ekki nema 56% meðan alþjóðleg viðmið kveða á um a.m.k. 75%. Ástæðan er ekki sú að konur vilji ekki nýta sér skimunina heldur miklu frekar sú að konum er ekki gert nægilega auðvelt að taka þátt. Komugjald kom í veg fyrir þátttöku hjá ákveðnum hópi kvenna þar til í október sl. þegar það var lækkað niður í 500 krónur. Krabbameinsfélagið og Íslandsbanki hafa nú tekið höndum saman um að ryðja úr vegi stærstu hindruninni sem eftir stendur. Með kaupum á nýju bókunarkerfi fyrir Brjóstamiðstöð Landspítala, sérhæfðri, stafrænni lausn, verður hægt að senda konum bókun með boði í skimun. Bókuninni geta þær svo sjálfar breytt rafrænt, með auðveldum hætti. Við vitum að þetta mun auka þátttöku kvenna í brjóstaskimunum. Krabbameinsfélagið styður verkefnið með Íslandsbanka sem aðalstyrktaraðila en leitar eftir stuðningi fleiri fyrirtækja. Íslandsbanki leggur krónu á móti hverri krónu sem safnast. Málefnið varðar okkur öll. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum. Að meðaltali greinast 266 konur á hverju ári. Konurnar eru tiltölulega ungar, meðalaldurinn er ekki nema 61 ár. Margar eru í blóma lífsins, konur sem hafa stóru hlutverki að gegna í samfélaginu, hvort sem er á vinnumarkaði eða meðal fjölskyldu og vina. Þrátt fyrir miklar framfarir í meðferð missum við á hverju ári að meðaltali 50 konur úr brjóstakrabbameini og því miður þarf fjöldi annarra að takast á við miklar aukaverkanir og lífsgæðaskerðingu vegna sjúkdómsins og meðferðarinnar. Framtíðarsýn Krabbameinsfélagsins er að færri fái krabbamein, fleiri lifi af og lifi sem bestu lífi í kjölfar krabbameins. Við viljum lengri tíma fyrir fleiri, góðan tíma. Með stefnu Krabbameinsfélagsins til ársins 2030 setti félagið sér það markmið að bæta árangur varðandi krabbamein þannig að 80% fólks sem fær krabbamein sé á lífi fimm árum síðar. Til að það náist þarf margt að koma til, meðal annars að krabbamein greinist snemma sem við viljum að verði raunin í þremur af hverjum fjórum tilvikum. Það eykur batahorfur og gerir minna íþyngjandi meðferð mögulega. Stóraukin þátttaka í skimunum er einn liður í að þetta markmið náist. Konur á Íslandi vilja hugsa vel um heilsuna. Regluleg þátttaka í krabbameinsskimunum er hluti þess. Enginn getur verið öruggur um að fá ekki krabbamein og brjóstaskimun veitir því miður ekki tryggingu gegn því. Því vill félagið líka ítreka nauðsyn þess að konur þreifi brjóst sín reglulega. Saman getum við bjargað mannslífum. Við treystum á ykkar stuðning, því lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Alþjóðastofnanir mæla með skimunum fyrir brjóstakrabbameinum hjá konum. Á Íslandi stendur hún konum á aldursbilinu 40 – 74 ára til boða. Regluleg þátttaka kvenna í brjóstaskimunum getur lækkað dánartíðni þeirra af völdum brjóstakrabbameina um allt að 40%. Með skimun er hægt að greina meinin snemma, áður en þau valda einkennum. Það getur gert mögulegt að beita minna íþyngjandi meðferð með minni aukaverkunum, minni skerðingu á lífsgæðum og auknum möguleikum á endurkomu til vinnu, svo eitthvað sé nefnt. Mein sem greinast svo snemma, í skimun, eru líka ólíklegri til að taka sig upp en þau mein sem greinast utan skimunar. Mikið vantar upp á að þátttaka kvenna í brjóstaskimunum hér á landi sé nægilega góð. Á árinu 2023 var hún ekki nema 56% meðan alþjóðleg viðmið kveða á um a.m.k. 75%. Ástæðan er ekki sú að konur vilji ekki nýta sér skimunina heldur miklu frekar sú að konum er ekki gert nægilega auðvelt að taka þátt. Komugjald kom í veg fyrir þátttöku hjá ákveðnum hópi kvenna þar til í október sl. þegar það var lækkað niður í 500 krónur. Krabbameinsfélagið og Íslandsbanki hafa nú tekið höndum saman um að ryðja úr vegi stærstu hindruninni sem eftir stendur. Með kaupum á nýju bókunarkerfi fyrir Brjóstamiðstöð Landspítala, sérhæfðri, stafrænni lausn, verður hægt að senda konum bókun með boði í skimun. Bókuninni geta þær svo sjálfar breytt rafrænt, með auðveldum hætti. Við vitum að þetta mun auka þátttöku kvenna í brjóstaskimunum. Krabbameinsfélagið styður verkefnið með Íslandsbanka sem aðalstyrktaraðila en leitar eftir stuðningi fleiri fyrirtækja. Íslandsbanki leggur krónu á móti hverri krónu sem safnast. Málefnið varðar okkur öll. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum. Að meðaltali greinast 266 konur á hverju ári. Konurnar eru tiltölulega ungar, meðalaldurinn er ekki nema 61 ár. Margar eru í blóma lífsins, konur sem hafa stóru hlutverki að gegna í samfélaginu, hvort sem er á vinnumarkaði eða meðal fjölskyldu og vina. Þrátt fyrir miklar framfarir í meðferð missum við á hverju ári að meðaltali 50 konur úr brjóstakrabbameini og því miður þarf fjöldi annarra að takast á við miklar aukaverkanir og lífsgæðaskerðingu vegna sjúkdómsins og meðferðarinnar. Framtíðarsýn Krabbameinsfélagsins er að færri fái krabbamein, fleiri lifi af og lifi sem bestu lífi í kjölfar krabbameins. Við viljum lengri tíma fyrir fleiri, góðan tíma. Með stefnu Krabbameinsfélagsins til ársins 2030 setti félagið sér það markmið að bæta árangur varðandi krabbamein þannig að 80% fólks sem fær krabbamein sé á lífi fimm árum síðar. Til að það náist þarf margt að koma til, meðal annars að krabbamein greinist snemma sem við viljum að verði raunin í þremur af hverjum fjórum tilvikum. Það eykur batahorfur og gerir minna íþyngjandi meðferð mögulega. Stóraukin þátttaka í skimunum er einn liður í að þetta markmið náist. Konur á Íslandi vilja hugsa vel um heilsuna. Regluleg þátttaka í krabbameinsskimunum er hluti þess. Enginn getur verið öruggur um að fá ekki krabbamein og brjóstaskimun veitir því miður ekki tryggingu gegn því. Því vill félagið líka ítreka nauðsyn þess að konur þreifi brjóst sín reglulega. Saman getum við bjargað mannslífum. Við treystum á ykkar stuðning, því lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun