Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. janúar 2025 16:27 Vergara og Hamilton nutu félagsskapar hvors annars á veitingastað í New York á þriðjudag. Getty Vel fór á með leikkonunni Sofiu Vergara og ökuþórnum Lewis Hamilton á stefnumóti í New York á þriðjudag. Papparassar náðu ljósmyndum af hinni 52 ára Vergara skælbrosa framan í hinn fertuga Hamilton áður en þau snæddu saman með vinum ökuþórsins. Þau sátu síðan hlið við hlið á veitingastaðnum og herma sjónarvottar að Vergar hafi varla snert á mat sínum, svo djúpt sokkin var hún í samræðurnar. Þau yfirgáfu staðinn en héldu áfram samtölum sínum af mikill innlifun áður en Vergara var keyrð á brott á svörtum jeppa. Sofia Vergara and Lewis Hamilton Flirt After Two-Hour Lunch Date in NYC | Click to read more 👇 https://t.co/4MuSLyPz6r— TMZ (@TMZ) January 15, 2025 Skurðlæknir og ökuþór; söngkona og leikkona Síðast var Vergara orðuð við skurðlækninn Justin Saliman en ástarsamband þeirra varð opinber í október 2023. Í apríl í fyrra sagðist Vergara vera ástfangin af Saliman beint eftir að hann skar hana upp á hné og nokkrum mánuðum síðar, í ágúst, sagðist hún njóta lífsins með lækninum. Nú virðist sem Saliman og Vergara séu ekki lengur saman en ástarsamband þeirra hófst nokkrum mánuðum eftir að Vergara skildi við Joe Manganiello, eiginmann sinn til sjö ára. Hamilton var lengi í sambandi með söngkonunni Nicole Scherzinger en hefur verið einhleypur undanfarin ár. Hann var síðast orðaður við ástarsamband með hinni 47 ára Shakiru en það virðist ekki hafa verið alvarlegt. Hvorki Hamilton né Vergara hafa svarað fyrirspurnum fjölmiðla um málið en það eru nokkrir mánuðir síðan Vergara greindi frá því að hún væri „eiginlega einhleyp“. TMZ hefur hins vegar eftir heimildamönnum sínum að þau séu einungis vinir og ekkert meira en það. Ástin og lífið Frægir á ferð Hollywood Akstursíþróttir Bandaríkin Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira
Papparassar náðu ljósmyndum af hinni 52 ára Vergara skælbrosa framan í hinn fertuga Hamilton áður en þau snæddu saman með vinum ökuþórsins. Þau sátu síðan hlið við hlið á veitingastaðnum og herma sjónarvottar að Vergar hafi varla snert á mat sínum, svo djúpt sokkin var hún í samræðurnar. Þau yfirgáfu staðinn en héldu áfram samtölum sínum af mikill innlifun áður en Vergara var keyrð á brott á svörtum jeppa. Sofia Vergara and Lewis Hamilton Flirt After Two-Hour Lunch Date in NYC | Click to read more 👇 https://t.co/4MuSLyPz6r— TMZ (@TMZ) January 15, 2025 Skurðlæknir og ökuþór; söngkona og leikkona Síðast var Vergara orðuð við skurðlækninn Justin Saliman en ástarsamband þeirra varð opinber í október 2023. Í apríl í fyrra sagðist Vergara vera ástfangin af Saliman beint eftir að hann skar hana upp á hné og nokkrum mánuðum síðar, í ágúst, sagðist hún njóta lífsins með lækninum. Nú virðist sem Saliman og Vergara séu ekki lengur saman en ástarsamband þeirra hófst nokkrum mánuðum eftir að Vergara skildi við Joe Manganiello, eiginmann sinn til sjö ára. Hamilton var lengi í sambandi með söngkonunni Nicole Scherzinger en hefur verið einhleypur undanfarin ár. Hann var síðast orðaður við ástarsamband með hinni 47 ára Shakiru en það virðist ekki hafa verið alvarlegt. Hvorki Hamilton né Vergara hafa svarað fyrirspurnum fjölmiðla um málið en það eru nokkrir mánuðir síðan Vergara greindi frá því að hún væri „eiginlega einhleyp“. TMZ hefur hins vegar eftir heimildamönnum sínum að þau séu einungis vinir og ekkert meira en það.
Ástin og lífið Frægir á ferð Hollywood Akstursíþróttir Bandaríkin Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira