Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Árni Sæberg skrifar 15. janúar 2025 14:49 Frá fyrirhuguðu lónstæði Hvammsvirkjunar neðan við bæinn Haga. KMU Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt virkjunarleyfi Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Dómur þess efnis var kveðinn upp síðdegis. Dómurinn hefur nú verið birtur og hann má lesa hér. Dómurinn er mjög ítarlegur og telur einar 107 blaðsíður. Samandregnar niðurstöður dómsins eru þær að hafna kröfu um ógildingu leyfir Fiskistofu vegna byggingar Hvammsvirkjunar en ógilda heimild Umhverfisstofnunar til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá1, frá 9. apríl 2024, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun og ákvörðun Orkustofnunar 12. september 2024 um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa og reka raforkuverið Hvammsvirkjun. Þá voru íslenska ríkið og Landsvirkjun dæmd til að greiða stefnendum óskipt alls 3,6 milljónir króna í málskostnað. Landeigendur höfðuðu málið Þann 13. september í fyrra gaf Orkustofnun út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Samkvæmt dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur voru það þau Brynhildur Briem, Hannes Þór Sigurðsson, Jón Benjamín Jónsson, Kristjana Ragnarsdóttir, Örn Ingi Ingvarsson, Ólafur Arnar Jónsson, Renate Hannemann, Sigrún Jakobsdóttir, Úlfhéðinn Sigurmundsson og Þóra Þórarinsdóttir sem stefndu íslenska ríkinu og Landsvirkjun til ógildingar leyfisins, auk félaginu Ölhóli ehf. Leyfi áður fellt úr gildi Leyfið sem Orkustofnun gaf út í fyrra var ekki fyrsta leyfið sem Landsvirkjun fær fyrir Hvammsvirkjun. Orkustofnun gaf út slíkt leyfi árið 2022 en var fellt úr gildi af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, á þeim grundvelli að það bryti í bága við lög um stjórn vatnamála. Landsvirkjun hlaut síðar undanþágu Umhverfisstofnunar á reglum um breytingar á vatnshlotum og Orkustofnun tók umsókn um virkjunarleyfi til meðferðar á ný. Ellefu landeigendur við Þjórsá höfðuðu þá mál á hendur íslenska ríkinu og Landsvirkjun til þess að koma í veg fyrir leyfisveitingu. Orkustofnun gaf eins og áður segir út virkjanaleyfi í september í fyrra. Þá bættu landeigendur kröfu um ógildingu þess við kröfugerð sína í málinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Deilur um Hvammsvirkjun Dómsmál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Tengdar fréttir Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Stóru málin á Suðurlandi eru samgöngur og orkumál með sérstaka áherslu á að arður af orkunni verði að hluta til eftir heima í héraði. Þetta segir formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fagnar í leiðinni fjögur hundruð nýjum störfum við Hvammsvirkjun, sem hann segir að verði meira og minna skipuð erlendu vinnuafli. 1. nóvember 2024 19:44 Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. 24. október 2024 22:00 Samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október. 24. október 2024 13:56 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Dómur þess efnis var kveðinn upp síðdegis. Dómurinn hefur nú verið birtur og hann má lesa hér. Dómurinn er mjög ítarlegur og telur einar 107 blaðsíður. Samandregnar niðurstöður dómsins eru þær að hafna kröfu um ógildingu leyfir Fiskistofu vegna byggingar Hvammsvirkjunar en ógilda heimild Umhverfisstofnunar til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá1, frá 9. apríl 2024, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun og ákvörðun Orkustofnunar 12. september 2024 um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa og reka raforkuverið Hvammsvirkjun. Þá voru íslenska ríkið og Landsvirkjun dæmd til að greiða stefnendum óskipt alls 3,6 milljónir króna í málskostnað. Landeigendur höfðuðu málið Þann 13. september í fyrra gaf Orkustofnun út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Samkvæmt dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur voru það þau Brynhildur Briem, Hannes Þór Sigurðsson, Jón Benjamín Jónsson, Kristjana Ragnarsdóttir, Örn Ingi Ingvarsson, Ólafur Arnar Jónsson, Renate Hannemann, Sigrún Jakobsdóttir, Úlfhéðinn Sigurmundsson og Þóra Þórarinsdóttir sem stefndu íslenska ríkinu og Landsvirkjun til ógildingar leyfisins, auk félaginu Ölhóli ehf. Leyfi áður fellt úr gildi Leyfið sem Orkustofnun gaf út í fyrra var ekki fyrsta leyfið sem Landsvirkjun fær fyrir Hvammsvirkjun. Orkustofnun gaf út slíkt leyfi árið 2022 en var fellt úr gildi af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, á þeim grundvelli að það bryti í bága við lög um stjórn vatnamála. Landsvirkjun hlaut síðar undanþágu Umhverfisstofnunar á reglum um breytingar á vatnshlotum og Orkustofnun tók umsókn um virkjunarleyfi til meðferðar á ný. Ellefu landeigendur við Þjórsá höfðuðu þá mál á hendur íslenska ríkinu og Landsvirkjun til þess að koma í veg fyrir leyfisveitingu. Orkustofnun gaf eins og áður segir út virkjanaleyfi í september í fyrra. Þá bættu landeigendur kröfu um ógildingu þess við kröfugerð sína í málinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Deilur um Hvammsvirkjun Dómsmál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Tengdar fréttir Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Stóru málin á Suðurlandi eru samgöngur og orkumál með sérstaka áherslu á að arður af orkunni verði að hluta til eftir heima í héraði. Þetta segir formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fagnar í leiðinni fjögur hundruð nýjum störfum við Hvammsvirkjun, sem hann segir að verði meira og minna skipuð erlendu vinnuafli. 1. nóvember 2024 19:44 Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. 24. október 2024 22:00 Samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október. 24. október 2024 13:56 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Stóru málin á Suðurlandi eru samgöngur og orkumál með sérstaka áherslu á að arður af orkunni verði að hluta til eftir heima í héraði. Þetta segir formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fagnar í leiðinni fjögur hundruð nýjum störfum við Hvammsvirkjun, sem hann segir að verði meira og minna skipuð erlendu vinnuafli. 1. nóvember 2024 19:44
Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. 24. október 2024 22:00
Samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október. 24. október 2024 13:56