Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2025 13:37 Flugvél framboðs Trumps í Nuuk. AP/Emil Stach Námumálaráðherra Grænlands segir að orðræða Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um kaup eða yfirtöku á Grænlandi gæti haft hræðileg áhrif á fjárfestingar á Grænlandi. Naaja Nathanielsen segir Trump geta skaðað ímynd Grænlands sem stöðugt og auðlindaríkt lýðræðisríki. Hún sagði ummæli Trumps þar sem hann neitaði að útiloka það að beita hervaldi til að ná yfirráðum á Grænlandi vera sérstaklega hættuleg og að þau gætu valdið gífurlegum skaða á námuvinnslu í Grænlandi, þar sem fjárfestum væri sérstaklega illa Þetta segir ráðherrann í samtali við Financial Times (áskriftarvefur) og en annar heimildarmaður miðilsins segir að forsvarsmenn námufélaga sem hefðu starfsemi á Grænlandi til skoðunar hefðu farið fram á vilyrði fyrir því að leyfi þeirra til námuvinnslu yrðu ekki felld úr gildi, verði Grænland hernumið af Bandaríkjunum. Grænlendingar hafa reynt að ná til námufélaga heimsins að undanförnu og reynt að teikna Grænland upp sem stöðugt ríki sem er auðugt ýmsum góðmálmum og svokölluðum sjaldgæfum málmum, þar sem Kínverjar eru alfarið ráðandi á heimsvísu. Sjá einnig: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Nathanielsen segist ekki telja að Trump ætli sér að gera innrás í Grænland. Þess í stað heyri hún hann segja að nýta eigi náttúruauðlindir Grænlands. „Þar erum við alfarið sammála honum,“ segir hún. Nathanielsen segir einnig að hún telji forsvarsmenn námufélaga í Grænlandi ekki áhyggjufulla. Þess í stað séu þeir ráðvilltir. „Allir eru að bíða með öndina í hálsinum eftir því að sjá hver raunveruleg skilaboðin eru? Hvar endar þetta allt saman?“ Segir skort á fjárfestingu í námuvinnslu Hún segir að yfirráð Kínverja á sviði sjaldgæfra málma, sem eru gífurlega mikilvægir við framleiðslu nútímatækja eins og síma, skjáa og sömuleiðis hergagna, séu orðin öllum ljós. Ráðamenn á Vesturlöndum hafi áttað sig á þörfinni á því að finna fleiri leiðir til að verða sér út um þessa málma. Þetta hefur þó ekki skilað sér í auknum fjárfestingum sem þarf til að finna þessa málma og sækja þá í jörðu. Það sagði Nathanielsen vera mikil mistök hjá ráðamönnum á Vesturlöndum. „Ég held að allir séu sofandi og þeir þurfa að vakna.“ Sjaldgæfir málmar svokallaðir finnast víðsvegar í skorpu jarðarinnar en þeir finnast sjaldan í æðum eða á takmörkuðum svæðum og eru þessi stað oftar en ekki dreifðir í bergi, þó meira af þeim finnist iðulega í tilteknu bergi. Það getur því reynst erfitt að sækja þá í jörðina og vinnsla þeirra er sömuleiðis erfið og hefur slæm áhrif á umhverfið. Kínverjar eru með gífurlegt forskot á heimsvísu þegar kemur að greftri og vinnslu sjaldgæfra málma en vinnslan hefur dregist verulega saman í Bandaríkjunum á undanförnum áratugum. Sérfræðingar telja Kína með allt að níutíu prósenta markaðshlutdeild á þessu sviði, heilt yfir, en í tilteknum málmum eru Kínverjar nánast þeir einu sem vinna þá. Vilja fleiri námur Aukin námuvinnsla á Grænlandi og tekjur af henni eru lykilatriði í ætlunum margra Grænlendinga varðandi sjálfstæði frá Danmörku. Tekjurnar gætu auðveldað Grænlendingum verulega að standa á eigin fótum, án fjárhagslegrar aðstoðar frá Danmörku. Í frétt FT segir að mörg stór námufélög hafi fengið starfsleyfi á Grænlandi en engin umfangsmikil námuvinnsla sé komin í gang og það hafi valdið embættismönnum vonbrigðum. Þá segir miðillinn að hik forsvarsmanna þessara félaga megi að miklu leyti rekja til fjarlægðar Grænlands, skorts á innviðum eins og vegum og þess hve erfitt sé að stunda námuvinnslu allan ársins hring. Grænland Donald Trump Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar segir nauðsynlegt að tryggja aukna greiningargetu og þekkingu á Íslandi á alþjóðakerfinu og áhrif breytinga þar á á Ísland sem smáríki. Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir Ísland verða að ræða það hvaða áhrif það hefur á Ísland verði samið um vopnahlé í Úkraínu. 12. janúar 2025 13:39 „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Formaður landstjórnar Grænlands segir aukinn áhuga Bandaríkjanna á landinu jákvæðan. Bandaríkin væru meðal nánustu bandaþjóða en sagði skýrt að Grænlendingar hefðu ekki áhuga á að gerast Bandaríkjamenn. 10. janúar 2025 23:00 Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Starfsmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru sagðir hafa greitt heimilislausu og jaðarsettu fólki í Nuuk fyrir það að þykjast vera stuðningsmenn Trumps, þegar sonur hann heimsótti borgina fyrr í vikunni. Fólkið mun hafa fengið máltíð á veitingastað í staðinn fyrir að birtast á myndböndum Trump yngri. 10. janúar 2025 13:44 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Sjá meira
Hún sagði ummæli Trumps þar sem hann neitaði að útiloka það að beita hervaldi til að ná yfirráðum á Grænlandi vera sérstaklega hættuleg og að þau gætu valdið gífurlegum skaða á námuvinnslu í Grænlandi, þar sem fjárfestum væri sérstaklega illa Þetta segir ráðherrann í samtali við Financial Times (áskriftarvefur) og en annar heimildarmaður miðilsins segir að forsvarsmenn námufélaga sem hefðu starfsemi á Grænlandi til skoðunar hefðu farið fram á vilyrði fyrir því að leyfi þeirra til námuvinnslu yrðu ekki felld úr gildi, verði Grænland hernumið af Bandaríkjunum. Grænlendingar hafa reynt að ná til námufélaga heimsins að undanförnu og reynt að teikna Grænland upp sem stöðugt ríki sem er auðugt ýmsum góðmálmum og svokölluðum sjaldgæfum málmum, þar sem Kínverjar eru alfarið ráðandi á heimsvísu. Sjá einnig: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Nathanielsen segist ekki telja að Trump ætli sér að gera innrás í Grænland. Þess í stað heyri hún hann segja að nýta eigi náttúruauðlindir Grænlands. „Þar erum við alfarið sammála honum,“ segir hún. Nathanielsen segir einnig að hún telji forsvarsmenn námufélaga í Grænlandi ekki áhyggjufulla. Þess í stað séu þeir ráðvilltir. „Allir eru að bíða með öndina í hálsinum eftir því að sjá hver raunveruleg skilaboðin eru? Hvar endar þetta allt saman?“ Segir skort á fjárfestingu í námuvinnslu Hún segir að yfirráð Kínverja á sviði sjaldgæfra málma, sem eru gífurlega mikilvægir við framleiðslu nútímatækja eins og síma, skjáa og sömuleiðis hergagna, séu orðin öllum ljós. Ráðamenn á Vesturlöndum hafi áttað sig á þörfinni á því að finna fleiri leiðir til að verða sér út um þessa málma. Þetta hefur þó ekki skilað sér í auknum fjárfestingum sem þarf til að finna þessa málma og sækja þá í jörðu. Það sagði Nathanielsen vera mikil mistök hjá ráðamönnum á Vesturlöndum. „Ég held að allir séu sofandi og þeir þurfa að vakna.“ Sjaldgæfir málmar svokallaðir finnast víðsvegar í skorpu jarðarinnar en þeir finnast sjaldan í æðum eða á takmörkuðum svæðum og eru þessi stað oftar en ekki dreifðir í bergi, þó meira af þeim finnist iðulega í tilteknu bergi. Það getur því reynst erfitt að sækja þá í jörðina og vinnsla þeirra er sömuleiðis erfið og hefur slæm áhrif á umhverfið. Kínverjar eru með gífurlegt forskot á heimsvísu þegar kemur að greftri og vinnslu sjaldgæfra málma en vinnslan hefur dregist verulega saman í Bandaríkjunum á undanförnum áratugum. Sérfræðingar telja Kína með allt að níutíu prósenta markaðshlutdeild á þessu sviði, heilt yfir, en í tilteknum málmum eru Kínverjar nánast þeir einu sem vinna þá. Vilja fleiri námur Aukin námuvinnsla á Grænlandi og tekjur af henni eru lykilatriði í ætlunum margra Grænlendinga varðandi sjálfstæði frá Danmörku. Tekjurnar gætu auðveldað Grænlendingum verulega að standa á eigin fótum, án fjárhagslegrar aðstoðar frá Danmörku. Í frétt FT segir að mörg stór námufélög hafi fengið starfsleyfi á Grænlandi en engin umfangsmikil námuvinnsla sé komin í gang og það hafi valdið embættismönnum vonbrigðum. Þá segir miðillinn að hik forsvarsmanna þessara félaga megi að miklu leyti rekja til fjarlægðar Grænlands, skorts á innviðum eins og vegum og þess hve erfitt sé að stunda námuvinnslu allan ársins hring.
Grænland Donald Trump Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar segir nauðsynlegt að tryggja aukna greiningargetu og þekkingu á Íslandi á alþjóðakerfinu og áhrif breytinga þar á á Ísland sem smáríki. Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir Ísland verða að ræða það hvaða áhrif það hefur á Ísland verði samið um vopnahlé í Úkraínu. 12. janúar 2025 13:39 „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Formaður landstjórnar Grænlands segir aukinn áhuga Bandaríkjanna á landinu jákvæðan. Bandaríkin væru meðal nánustu bandaþjóða en sagði skýrt að Grænlendingar hefðu ekki áhuga á að gerast Bandaríkjamenn. 10. janúar 2025 23:00 Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Starfsmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru sagðir hafa greitt heimilislausu og jaðarsettu fólki í Nuuk fyrir það að þykjast vera stuðningsmenn Trumps, þegar sonur hann heimsótti borgina fyrr í vikunni. Fólkið mun hafa fengið máltíð á veitingastað í staðinn fyrir að birtast á myndböndum Trump yngri. 10. janúar 2025 13:44 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Sjá meira
Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar segir nauðsynlegt að tryggja aukna greiningargetu og þekkingu á Íslandi á alþjóðakerfinu og áhrif breytinga þar á á Ísland sem smáríki. Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir Ísland verða að ræða það hvaða áhrif það hefur á Ísland verði samið um vopnahlé í Úkraínu. 12. janúar 2025 13:39
„Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Formaður landstjórnar Grænlands segir aukinn áhuga Bandaríkjanna á landinu jákvæðan. Bandaríkin væru meðal nánustu bandaþjóða en sagði skýrt að Grænlendingar hefðu ekki áhuga á að gerast Bandaríkjamenn. 10. janúar 2025 23:00
Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Starfsmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru sagðir hafa greitt heimilislausu og jaðarsettu fólki í Nuuk fyrir það að þykjast vera stuðningsmenn Trumps, þegar sonur hann heimsótti borgina fyrr í vikunni. Fólkið mun hafa fengið máltíð á veitingastað í staðinn fyrir að birtast á myndböndum Trump yngri. 10. janúar 2025 13:44