Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar 15. janúar 2025 11:02 Heyrst hefur að Ísland sé land tækifæranna. Því nýti ég tækifærið og opna vefverslun með með skaðlegan varning sem ég ætla að selja beint til almennings, þótt lögin í landinu banni það. En þetta eru bara asnaleg lög. Glæsilegt úrval verður í feiknastórum sýningarsal miðsvæðis - svo það fari ekki framhjá neinum. En engar áhyggjur. Ég túlka það sem svo að hér séu engin lög brotin, því það er enginn búðarkassi! Vefsíðan er hýst í útlöndum og því fer kaupmennskan öll fram “erlendis”. Lagerinn er reyndar allur á staðnum og sérþjálfað vélmenni sem sér um að finna á núll-einni vímugjafa sem þú getur verslað í símanum þínum. Á staðnum er starfsmaður sem getur hjálpað. Burt með þennan áhyggusvip, þú ert ekki að taka þátt í lögbroti, vegna þess að ÉG SEGI ÞAÐ. Hjá okkur er opið allan sólarhringinn og líka hátíðisdaga. Hafðu ekki áhyggjur. Löggan getur ekkert gert. Því LÖGFRÆÐINGURINN MINN SEGIR ÞAÐ. Nú er ég stór kerling og langt komin með að byggja stórveldi. Allir helstu fréttamiðlar ryðja brautina fyrir mig. RÚV (sem þú styrkir, lesandi góður), Vísir, Morgunblaðið og allir hinir taka reglulega við mig drottningarviðtöl svo bisnessinn minn fari örugglega ekki framhjá neinum. Öll þessi umfjöllun ruglar líka almenning, því ég held því staðfastlega fram að rekstur minn sé löglegur og enginn fjölmiðlamaður hreyfir eina einustu mótbáru. Vittu til, fólk fer smám saman að trúa því. Lögmálið er að segja það bara nógu oft, þá verður minn draumheimur að veruleika allra. Þú veist líklega hvert ég er að fara, en þetta leikrit sem áður er lýst hefur í raun gerst - bara með öðrum aðila í aðalhlutverkinu. Reiknað hefur verið að hér á landi látist ríflega 140 manns árlega af völdum áfengisneyslu, þar af meirihluti vegna krabbameins, þá aðallega brjósta- og ristilkrabbamein. Síðan eru yfir 200 sjúkdómsgreiningar tengdar áfengisneyslu. Í síðastliðinni viku varaði landlæknir Bandaríkjanna við áfengi og hvatti þingið til að samþykkja reglur um að merkja áfengi sem krabbameinsvaldandi, líkt og sígarettur. Ástæðan er sú að líkt og sígarettur er áfengi sannreyndur krabbameinsvaldur. Á því leikur enginn vafi. Það skýtur skökku við að þurfa að horfa endurtekið upp á einstaklinga taka lögin í sínar hendur og selja áfengi með beinni smásölu gegnum alnetið. Skilgreining á hugtakingu smásala er sala til neytenda. Ef seljandi er staðsettur á Íslandi, hefur söluvöru sína á lager á Íslandi og afhendir hana á Íslandi, þá er það hrein og klár smásala á Íslandi, sem er ólögleg samkvæmt áfengislögum því ÁTVR hefur einkarétt á smásölu áfengis. Það þarf enga lögfræðigráðu til að átta sig á því. Áfengisneysla ber með sér gríðarlegan samfélagslegan kostnað og eru mikilvægustu forvarnaraðgerðirnar að takmarka aðgengi og halda verði háu. Nú þegar hafa óprúttnir söluaðilar unnið gegn hvoru tveggja. Sumir hafa haldið því fram að þessi sala þrífist hér í skjóli lagalegrar óvissu. Merkilegt hvernig þessi óvissa kom upp nýlega á meðan lögin hafa í engu breyst. Ef túlkun laganna þvælist nú fyrir (læsi okkar fer versnandi samkvæmt könnunum) þá geta stjórnvöld hæglega skerpt á þeim með einu dagsverki. Þau breyttu mörgum lögum í upphafi kórónuveirufaraldursins þannig að við vitum að þetta er vel gerlegt ef viljinn er fyrir hendi. Þessi samanburður er góður því faraldurinn kostaði okkur jafn mörg mannslíf eins og áfengisneysla á ársgrundvelli. Stjórnvöld hafa því sýnt að þau geta breytt lögum í almannaþágu og forðað okkur frá þessum nýju kóngum vímuefnaheimsins, sem krókinn ætla að maka á kostnað lýðheilsu landsmanna. Höfundur er læknir og lýðheilsufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Áfengi og tóbak Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Heyrst hefur að Ísland sé land tækifæranna. Því nýti ég tækifærið og opna vefverslun með með skaðlegan varning sem ég ætla að selja beint til almennings, þótt lögin í landinu banni það. En þetta eru bara asnaleg lög. Glæsilegt úrval verður í feiknastórum sýningarsal miðsvæðis - svo það fari ekki framhjá neinum. En engar áhyggjur. Ég túlka það sem svo að hér séu engin lög brotin, því það er enginn búðarkassi! Vefsíðan er hýst í útlöndum og því fer kaupmennskan öll fram “erlendis”. Lagerinn er reyndar allur á staðnum og sérþjálfað vélmenni sem sér um að finna á núll-einni vímugjafa sem þú getur verslað í símanum þínum. Á staðnum er starfsmaður sem getur hjálpað. Burt með þennan áhyggusvip, þú ert ekki að taka þátt í lögbroti, vegna þess að ÉG SEGI ÞAÐ. Hjá okkur er opið allan sólarhringinn og líka hátíðisdaga. Hafðu ekki áhyggjur. Löggan getur ekkert gert. Því LÖGFRÆÐINGURINN MINN SEGIR ÞAÐ. Nú er ég stór kerling og langt komin með að byggja stórveldi. Allir helstu fréttamiðlar ryðja brautina fyrir mig. RÚV (sem þú styrkir, lesandi góður), Vísir, Morgunblaðið og allir hinir taka reglulega við mig drottningarviðtöl svo bisnessinn minn fari örugglega ekki framhjá neinum. Öll þessi umfjöllun ruglar líka almenning, því ég held því staðfastlega fram að rekstur minn sé löglegur og enginn fjölmiðlamaður hreyfir eina einustu mótbáru. Vittu til, fólk fer smám saman að trúa því. Lögmálið er að segja það bara nógu oft, þá verður minn draumheimur að veruleika allra. Þú veist líklega hvert ég er að fara, en þetta leikrit sem áður er lýst hefur í raun gerst - bara með öðrum aðila í aðalhlutverkinu. Reiknað hefur verið að hér á landi látist ríflega 140 manns árlega af völdum áfengisneyslu, þar af meirihluti vegna krabbameins, þá aðallega brjósta- og ristilkrabbamein. Síðan eru yfir 200 sjúkdómsgreiningar tengdar áfengisneyslu. Í síðastliðinni viku varaði landlæknir Bandaríkjanna við áfengi og hvatti þingið til að samþykkja reglur um að merkja áfengi sem krabbameinsvaldandi, líkt og sígarettur. Ástæðan er sú að líkt og sígarettur er áfengi sannreyndur krabbameinsvaldur. Á því leikur enginn vafi. Það skýtur skökku við að þurfa að horfa endurtekið upp á einstaklinga taka lögin í sínar hendur og selja áfengi með beinni smásölu gegnum alnetið. Skilgreining á hugtakingu smásala er sala til neytenda. Ef seljandi er staðsettur á Íslandi, hefur söluvöru sína á lager á Íslandi og afhendir hana á Íslandi, þá er það hrein og klár smásala á Íslandi, sem er ólögleg samkvæmt áfengislögum því ÁTVR hefur einkarétt á smásölu áfengis. Það þarf enga lögfræðigráðu til að átta sig á því. Áfengisneysla ber með sér gríðarlegan samfélagslegan kostnað og eru mikilvægustu forvarnaraðgerðirnar að takmarka aðgengi og halda verði háu. Nú þegar hafa óprúttnir söluaðilar unnið gegn hvoru tveggja. Sumir hafa haldið því fram að þessi sala þrífist hér í skjóli lagalegrar óvissu. Merkilegt hvernig þessi óvissa kom upp nýlega á meðan lögin hafa í engu breyst. Ef túlkun laganna þvælist nú fyrir (læsi okkar fer versnandi samkvæmt könnunum) þá geta stjórnvöld hæglega skerpt á þeim með einu dagsverki. Þau breyttu mörgum lögum í upphafi kórónuveirufaraldursins þannig að við vitum að þetta er vel gerlegt ef viljinn er fyrir hendi. Þessi samanburður er góður því faraldurinn kostaði okkur jafn mörg mannslíf eins og áfengisneysla á ársgrundvelli. Stjórnvöld hafa því sýnt að þau geta breytt lögum í almannaþágu og forðað okkur frá þessum nýju kóngum vímuefnaheimsins, sem krókinn ætla að maka á kostnað lýðheilsu landsmanna. Höfundur er læknir og lýðheilsufræðingur.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun