Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar 15. janúar 2025 11:02 Heyrst hefur að Ísland sé land tækifæranna. Því nýti ég tækifærið og opna vefverslun með með skaðlegan varning sem ég ætla að selja beint til almennings, þótt lögin í landinu banni það. En þetta eru bara asnaleg lög. Glæsilegt úrval verður í feiknastórum sýningarsal miðsvæðis - svo það fari ekki framhjá neinum. En engar áhyggjur. Ég túlka það sem svo að hér séu engin lög brotin, því það er enginn búðarkassi! Vefsíðan er hýst í útlöndum og því fer kaupmennskan öll fram “erlendis”. Lagerinn er reyndar allur á staðnum og sérþjálfað vélmenni sem sér um að finna á núll-einni vímugjafa sem þú getur verslað í símanum þínum. Á staðnum er starfsmaður sem getur hjálpað. Burt með þennan áhyggusvip, þú ert ekki að taka þátt í lögbroti, vegna þess að ÉG SEGI ÞAÐ. Hjá okkur er opið allan sólarhringinn og líka hátíðisdaga. Hafðu ekki áhyggjur. Löggan getur ekkert gert. Því LÖGFRÆÐINGURINN MINN SEGIR ÞAÐ. Nú er ég stór kerling og langt komin með að byggja stórveldi. Allir helstu fréttamiðlar ryðja brautina fyrir mig. RÚV (sem þú styrkir, lesandi góður), Vísir, Morgunblaðið og allir hinir taka reglulega við mig drottningarviðtöl svo bisnessinn minn fari örugglega ekki framhjá neinum. Öll þessi umfjöllun ruglar líka almenning, því ég held því staðfastlega fram að rekstur minn sé löglegur og enginn fjölmiðlamaður hreyfir eina einustu mótbáru. Vittu til, fólk fer smám saman að trúa því. Lögmálið er að segja það bara nógu oft, þá verður minn draumheimur að veruleika allra. Þú veist líklega hvert ég er að fara, en þetta leikrit sem áður er lýst hefur í raun gerst - bara með öðrum aðila í aðalhlutverkinu. Reiknað hefur verið að hér á landi látist ríflega 140 manns árlega af völdum áfengisneyslu, þar af meirihluti vegna krabbameins, þá aðallega brjósta- og ristilkrabbamein. Síðan eru yfir 200 sjúkdómsgreiningar tengdar áfengisneyslu. Í síðastliðinni viku varaði landlæknir Bandaríkjanna við áfengi og hvatti þingið til að samþykkja reglur um að merkja áfengi sem krabbameinsvaldandi, líkt og sígarettur. Ástæðan er sú að líkt og sígarettur er áfengi sannreyndur krabbameinsvaldur. Á því leikur enginn vafi. Það skýtur skökku við að þurfa að horfa endurtekið upp á einstaklinga taka lögin í sínar hendur og selja áfengi með beinni smásölu gegnum alnetið. Skilgreining á hugtakingu smásala er sala til neytenda. Ef seljandi er staðsettur á Íslandi, hefur söluvöru sína á lager á Íslandi og afhendir hana á Íslandi, þá er það hrein og klár smásala á Íslandi, sem er ólögleg samkvæmt áfengislögum því ÁTVR hefur einkarétt á smásölu áfengis. Það þarf enga lögfræðigráðu til að átta sig á því. Áfengisneysla ber með sér gríðarlegan samfélagslegan kostnað og eru mikilvægustu forvarnaraðgerðirnar að takmarka aðgengi og halda verði háu. Nú þegar hafa óprúttnir söluaðilar unnið gegn hvoru tveggja. Sumir hafa haldið því fram að þessi sala þrífist hér í skjóli lagalegrar óvissu. Merkilegt hvernig þessi óvissa kom upp nýlega á meðan lögin hafa í engu breyst. Ef túlkun laganna þvælist nú fyrir (læsi okkar fer versnandi samkvæmt könnunum) þá geta stjórnvöld hæglega skerpt á þeim með einu dagsverki. Þau breyttu mörgum lögum í upphafi kórónuveirufaraldursins þannig að við vitum að þetta er vel gerlegt ef viljinn er fyrir hendi. Þessi samanburður er góður því faraldurinn kostaði okkur jafn mörg mannslíf eins og áfengisneysla á ársgrundvelli. Stjórnvöld hafa því sýnt að þau geta breytt lögum í almannaþágu og forðað okkur frá þessum nýju kóngum vímuefnaheimsins, sem krókinn ætla að maka á kostnað lýðheilsu landsmanna. Höfundur er læknir og lýðheilsufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Áfengi og tóbak Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Heyrst hefur að Ísland sé land tækifæranna. Því nýti ég tækifærið og opna vefverslun með með skaðlegan varning sem ég ætla að selja beint til almennings, þótt lögin í landinu banni það. En þetta eru bara asnaleg lög. Glæsilegt úrval verður í feiknastórum sýningarsal miðsvæðis - svo það fari ekki framhjá neinum. En engar áhyggjur. Ég túlka það sem svo að hér séu engin lög brotin, því það er enginn búðarkassi! Vefsíðan er hýst í útlöndum og því fer kaupmennskan öll fram “erlendis”. Lagerinn er reyndar allur á staðnum og sérþjálfað vélmenni sem sér um að finna á núll-einni vímugjafa sem þú getur verslað í símanum þínum. Á staðnum er starfsmaður sem getur hjálpað. Burt með þennan áhyggusvip, þú ert ekki að taka þátt í lögbroti, vegna þess að ÉG SEGI ÞAÐ. Hjá okkur er opið allan sólarhringinn og líka hátíðisdaga. Hafðu ekki áhyggjur. Löggan getur ekkert gert. Því LÖGFRÆÐINGURINN MINN SEGIR ÞAÐ. Nú er ég stór kerling og langt komin með að byggja stórveldi. Allir helstu fréttamiðlar ryðja brautina fyrir mig. RÚV (sem þú styrkir, lesandi góður), Vísir, Morgunblaðið og allir hinir taka reglulega við mig drottningarviðtöl svo bisnessinn minn fari örugglega ekki framhjá neinum. Öll þessi umfjöllun ruglar líka almenning, því ég held því staðfastlega fram að rekstur minn sé löglegur og enginn fjölmiðlamaður hreyfir eina einustu mótbáru. Vittu til, fólk fer smám saman að trúa því. Lögmálið er að segja það bara nógu oft, þá verður minn draumheimur að veruleika allra. Þú veist líklega hvert ég er að fara, en þetta leikrit sem áður er lýst hefur í raun gerst - bara með öðrum aðila í aðalhlutverkinu. Reiknað hefur verið að hér á landi látist ríflega 140 manns árlega af völdum áfengisneyslu, þar af meirihluti vegna krabbameins, þá aðallega brjósta- og ristilkrabbamein. Síðan eru yfir 200 sjúkdómsgreiningar tengdar áfengisneyslu. Í síðastliðinni viku varaði landlæknir Bandaríkjanna við áfengi og hvatti þingið til að samþykkja reglur um að merkja áfengi sem krabbameinsvaldandi, líkt og sígarettur. Ástæðan er sú að líkt og sígarettur er áfengi sannreyndur krabbameinsvaldur. Á því leikur enginn vafi. Það skýtur skökku við að þurfa að horfa endurtekið upp á einstaklinga taka lögin í sínar hendur og selja áfengi með beinni smásölu gegnum alnetið. Skilgreining á hugtakingu smásala er sala til neytenda. Ef seljandi er staðsettur á Íslandi, hefur söluvöru sína á lager á Íslandi og afhendir hana á Íslandi, þá er það hrein og klár smásala á Íslandi, sem er ólögleg samkvæmt áfengislögum því ÁTVR hefur einkarétt á smásölu áfengis. Það þarf enga lögfræðigráðu til að átta sig á því. Áfengisneysla ber með sér gríðarlegan samfélagslegan kostnað og eru mikilvægustu forvarnaraðgerðirnar að takmarka aðgengi og halda verði háu. Nú þegar hafa óprúttnir söluaðilar unnið gegn hvoru tveggja. Sumir hafa haldið því fram að þessi sala þrífist hér í skjóli lagalegrar óvissu. Merkilegt hvernig þessi óvissa kom upp nýlega á meðan lögin hafa í engu breyst. Ef túlkun laganna þvælist nú fyrir (læsi okkar fer versnandi samkvæmt könnunum) þá geta stjórnvöld hæglega skerpt á þeim með einu dagsverki. Þau breyttu mörgum lögum í upphafi kórónuveirufaraldursins þannig að við vitum að þetta er vel gerlegt ef viljinn er fyrir hendi. Þessi samanburður er góður því faraldurinn kostaði okkur jafn mörg mannslíf eins og áfengisneysla á ársgrundvelli. Stjórnvöld hafa því sýnt að þau geta breytt lögum í almannaþágu og forðað okkur frá þessum nýju kóngum vímuefnaheimsins, sem krókinn ætla að maka á kostnað lýðheilsu landsmanna. Höfundur er læknir og lýðheilsufræðingur.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar