Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Haraldur Örn Haraldsson skrifar 10. janúar 2025 21:09 Finnur Freyr var eðlilega ósáttur eftir stórtap kvöldsins. Vísir/Pawel „Þeir bara jörðuðu okkur,” segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sem var allt annað en sáttur við sína menn eftir 28 stiga stórtap liðsins fyrir Þór í Þorlákshöfn í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Valsarar fóru til Þorlákshafnar í kvöld eftir að hafa unnið síðustu tvo leiki og það leit út fyrir bjartari tíma framundan hjá liðinu. Allt varð fyrir ekki því leikurinn endaði í 94-66 tapi í leik þar sem Vals liðið átti í raun aldrei möguleika. „Þetta var bara hrikaleg frammistaða. Við vorum allt of mjúkir og gáfum Þórsurum pláss strax í byrjun, þeir tóku þá bara af skarið strax. Við náðum aldrei að klukka þá eftir það, þannig þeir bara jörðuðu okkur,” segir Finnur Freyr. Valsarar áttu skelfilegan fyrsta leikhluta sem setti tóninn fyrir restin af leiknum. Þeir skoruðu aðeins tíu stig gegn 23 og náðu í raun aldrei að saxa á forskotið eftir það. „Mér fannst við alveg vera að koma okkur í færin sem við viljum taka. Hver ástæðan er fyrir að við skorum ekki meira, maður verðu bara að skoða það aðeins betur. Ég var bara ósáttur við frammistöðuna í heild sinni. Það vantaði áræðni á báðum endum vallarins og hugarfar, hvernig maður bregst við þegar áhlaupin komu hjá Þór. Mér fannst allt of margir í okkar liði vera langt frá sínu besta,” segir Finnur Freyr. Hefði átt að grípa inn í fyrr Finnur reyndi að grípa inn í með leikhléum í leiknum en það virtist gera voða lítið. Það kom aldrei neinn almennilegur kafli hjá liðinu þar sem þeir gerðu einhverja atlögu að því að koma til baka. „Ég hefði eiginlega átt að taka fyrsta leikhléið fyrr, það var það eina sem ég hugsaði. Svona er þetta bara í íþróttum, þú getur ekkert kveikt, eða ýtt á einhvern takka og ætlast til þess að allt fari í gang. Hugarfarið inn í leikinn var greinilega bara ekki nógu gott og menn voru ekki tilbúnir að leggja nógu mikla vinnu á sig. Í þessari deild er það bara þannig, ef þú ert ekki klár, ef þú ert ekki gíraður þá færðu það bara á kjaftinn,” segir Finnur. Það þýðir lítið fyrir Valsara að vorkenna sér of lengi því það líður fljótt að næsta leik og þá er spurning hvernig þeir rífa sig upp eftir svona útreið. „Ég er bara spenntur að sjá hvaða frammistöðu við fáum frá strákunum næst. Ég hef ekki trú á öðru en að við munum sýna leik sem er líkari því sem við stöndum fyrir. Það er okkar að sýna það að þetta var einstök léleg frammistaða ekki það sem í okkur býr,” segir Finnur. Bónus-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
Valsarar fóru til Þorlákshafnar í kvöld eftir að hafa unnið síðustu tvo leiki og það leit út fyrir bjartari tíma framundan hjá liðinu. Allt varð fyrir ekki því leikurinn endaði í 94-66 tapi í leik þar sem Vals liðið átti í raun aldrei möguleika. „Þetta var bara hrikaleg frammistaða. Við vorum allt of mjúkir og gáfum Þórsurum pláss strax í byrjun, þeir tóku þá bara af skarið strax. Við náðum aldrei að klukka þá eftir það, þannig þeir bara jörðuðu okkur,” segir Finnur Freyr. Valsarar áttu skelfilegan fyrsta leikhluta sem setti tóninn fyrir restin af leiknum. Þeir skoruðu aðeins tíu stig gegn 23 og náðu í raun aldrei að saxa á forskotið eftir það. „Mér fannst við alveg vera að koma okkur í færin sem við viljum taka. Hver ástæðan er fyrir að við skorum ekki meira, maður verðu bara að skoða það aðeins betur. Ég var bara ósáttur við frammistöðuna í heild sinni. Það vantaði áræðni á báðum endum vallarins og hugarfar, hvernig maður bregst við þegar áhlaupin komu hjá Þór. Mér fannst allt of margir í okkar liði vera langt frá sínu besta,” segir Finnur Freyr. Hefði átt að grípa inn í fyrr Finnur reyndi að grípa inn í með leikhléum í leiknum en það virtist gera voða lítið. Það kom aldrei neinn almennilegur kafli hjá liðinu þar sem þeir gerðu einhverja atlögu að því að koma til baka. „Ég hefði eiginlega átt að taka fyrsta leikhléið fyrr, það var það eina sem ég hugsaði. Svona er þetta bara í íþróttum, þú getur ekkert kveikt, eða ýtt á einhvern takka og ætlast til þess að allt fari í gang. Hugarfarið inn í leikinn var greinilega bara ekki nógu gott og menn voru ekki tilbúnir að leggja nógu mikla vinnu á sig. Í þessari deild er það bara þannig, ef þú ert ekki klár, ef þú ert ekki gíraður þá færðu það bara á kjaftinn,” segir Finnur. Það þýðir lítið fyrir Valsara að vorkenna sér of lengi því það líður fljótt að næsta leik og þá er spurning hvernig þeir rífa sig upp eftir svona útreið. „Ég er bara spenntur að sjá hvaða frammistöðu við fáum frá strákunum næst. Ég hef ekki trú á öðru en að við munum sýna leik sem er líkari því sem við stöndum fyrir. Það er okkar að sýna það að þetta var einstök léleg frammistaða ekki það sem í okkur býr,” segir Finnur.
Bónus-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira