Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 9. janúar 2025 07:32 Tekið er skýrt fram í Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins, æðstu löggjöf þess, að þeim sem sitja í framkvæmdastjórn sambandsins sé með öllu óheimilt að ganga erinda heimaríkja sinna. Með öðrum orðum geta þeir ekki í nokkrum skilningi þess orðs talizt fulltrúar heimalanda sinna og hagsmuna þeirra. Hvert ríki Evrópusambandsins kemur með tillögu að einum einstaklingi í framkvæmdastjórnina þegar hún er skipuð sem þarf síðan að hljóta samþykki viðeigandi stofnana sambandsins. Aðkoma ríkjanna er ekki önnur í þeim efnum. Með öðrum orðum eru þeir ekki annað en embættismenn Evrópusambandsins. Mjög langur vegur er þannig frá því að skipan framkvæmdastjórnarinnar sé til marks um áhrif fámennari ríkja innan Evrópusambandsins. Jafnvel þó svo væri sitja þar 27 einstaklingar og hver með afmarkaðan málaflokk. Við hefðum þá sitthvað um einn málaflokk að segja innan hennar en væntanlega ekkert um hina. Hið sama á við um forseta þings Evrópusambandsins. Þeir einstaklingar sem gegna því embætti gera það ekki sem fulltrúar heimalanda sinna og hagsmuna þeirra heldur þeirra þingflokka sem þeir tilheyra í þinginu. Rétt eins og til dæmis á Alþingi. Hvort viðkomandi komi frá fjölmennu eða fámennu ríki skiptir ekki máli. Framkvæmdastjórnin starfar einkum innan þess ramma sem ráðherraráð Evrópusambandsins setur en í ráðinu, sem er jafnan talið valdamesta stofnun sambandsins og hvar fulltrúar ríkjanna eiga sæti ólíkt stjórninni, fer vægi þeirra fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra sem vitanlega kemur sér verst fyrir fámenn ríki. Væri Ísland innan Evrópusambandsins yrði vægi landsins í ráðherraráðinu einungis um 0,08% eða á við það að hafa aðeins 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Finna má til að mynda hins ágætustu reiknivél á vefsíðu ráðsins sem hægt er að nota til þess að sjá vægi hvers ríkis sambandsins innan þess í þessum efnum. Hafa má í huga að þau ríki innan Evrópusambandsins sem gjarnan er vísað til sem smáríkja eða lítilla ríkja eru í flestum tilfellum milljónaþjóðir og þannig margfalt fjölmennari en við Íslendingar. Raunar yrði Ísland fámennasta ríkið innan sambandsins ef til inngöngu landsins kæmi og allajafna með vægi í samræmi við það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Tekið er skýrt fram í Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins, æðstu löggjöf þess, að þeim sem sitja í framkvæmdastjórn sambandsins sé með öllu óheimilt að ganga erinda heimaríkja sinna. Með öðrum orðum geta þeir ekki í nokkrum skilningi þess orðs talizt fulltrúar heimalanda sinna og hagsmuna þeirra. Hvert ríki Evrópusambandsins kemur með tillögu að einum einstaklingi í framkvæmdastjórnina þegar hún er skipuð sem þarf síðan að hljóta samþykki viðeigandi stofnana sambandsins. Aðkoma ríkjanna er ekki önnur í þeim efnum. Með öðrum orðum eru þeir ekki annað en embættismenn Evrópusambandsins. Mjög langur vegur er þannig frá því að skipan framkvæmdastjórnarinnar sé til marks um áhrif fámennari ríkja innan Evrópusambandsins. Jafnvel þó svo væri sitja þar 27 einstaklingar og hver með afmarkaðan málaflokk. Við hefðum þá sitthvað um einn málaflokk að segja innan hennar en væntanlega ekkert um hina. Hið sama á við um forseta þings Evrópusambandsins. Þeir einstaklingar sem gegna því embætti gera það ekki sem fulltrúar heimalanda sinna og hagsmuna þeirra heldur þeirra þingflokka sem þeir tilheyra í þinginu. Rétt eins og til dæmis á Alþingi. Hvort viðkomandi komi frá fjölmennu eða fámennu ríki skiptir ekki máli. Framkvæmdastjórnin starfar einkum innan þess ramma sem ráðherraráð Evrópusambandsins setur en í ráðinu, sem er jafnan talið valdamesta stofnun sambandsins og hvar fulltrúar ríkjanna eiga sæti ólíkt stjórninni, fer vægi þeirra fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra sem vitanlega kemur sér verst fyrir fámenn ríki. Væri Ísland innan Evrópusambandsins yrði vægi landsins í ráðherraráðinu einungis um 0,08% eða á við það að hafa aðeins 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Finna má til að mynda hins ágætustu reiknivél á vefsíðu ráðsins sem hægt er að nota til þess að sjá vægi hvers ríkis sambandsins innan þess í þessum efnum. Hafa má í huga að þau ríki innan Evrópusambandsins sem gjarnan er vísað til sem smáríkja eða lítilla ríkja eru í flestum tilfellum milljónaþjóðir og þannig margfalt fjölmennari en við Íslendingar. Raunar yrði Ísland fámennasta ríkið innan sambandsins ef til inngöngu landsins kæmi og allajafna með vægi í samræmi við það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun