Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2025 12:42 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverifs-, orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur lagði línurnar fyrir fyrstu mánuðum þessa kjörtímabils á ríkisstjórnarfundi í morgun. Orkumál eru þar ofarlega á lista og hyggst orkumálaráðherra leggja fram tillögu að rammaáætlun. Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar, sem tók við keflinu í lok síðasta mánaðar voru skýrir um það að verkin verði látin tala á næstu misserum, þegar þeir gengu út af ríkisstjórnarfundi í morgun. Almenningur í forgangi Orkumál verða mikið áhersluatriði og segir Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að hann muni leggja áherslu á þrjú mál sem stefnt verði á að afgreiða á vorþinginu. Fyrst verði að liðka fyrir aukinni orkuöflun með einföldun á leyfisveitingaferlinu og þá þurfi að tryggja forgang almennings að afhendingu raforku. „Þannig að það sé algjörlega ljóst þegar er umframeftirspurn í kerfinu að almenningur, heimili og smærri fyrirtæki njóti forgangs. Þetta á í mínum huga að vera hluti af okkar samfélagssáttmála að allir hafi aðgang að öruggri orku og ódýrri orku og lögin í landinu verða að endurspegla þetta, sem þau gera ekki í dag.“ Eins ætlar hann að leggja fram þingsályktunartillögu um rammaáætlun. „Ég mun leggja til að ákveðnir kostir fari þar í nýtingarflokk og verndarflokk,“ segir Jóhann Páll. Ýmsar hugmyndir um hagræðingarmöguleika Þessi þrjú mál séu þess eðlis að mikilvægt sé að afgreiða þau sem allra fyrst. „Það er búið að skipa ofboðslega marga starfshópa og láta alls konar vinnu malla, búið að setja heilmikla fjármuni í það og skrifa ágætar skýrslur þar sem er margt sem er hægt að nýta og horfa til. Nú þarf bara að hefjast handa.“ Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir ýmsar aðgerðir til skoðunar til að hagræða í ríkisrekstri. „Það hafa til dæmis verið nefnd innkaup ríkisins, fjárstýring ríkisins, fjármögnun þess. Síðan eru þessar hugmyndir um hagræðingu einstakra verkefna og forgansröðun, sem ég er sannfærður um að við munum líka finna í þessum tillögum sem almenningur er að skila til okkar núna. Góðir punktar sem munu nýtast okkur í þeirri vinnu.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Orkumál Tengdar fréttir Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði í dag. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum. 21. desember 2024 13:42 Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Starfshópur um endurskoðun á rammaáætlun um orkumál leggur til að tímafestir verði innleiddir til þess að ekki þurfi að líða meira en 24 mánuðir frá því virkjunarhugmynd er send Orkustofnun og þar til ráðherra leggur þingsályktunartillögu fyrir þingið. 12. desember 2024 13:30 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar, sem tók við keflinu í lok síðasta mánaðar voru skýrir um það að verkin verði látin tala á næstu misserum, þegar þeir gengu út af ríkisstjórnarfundi í morgun. Almenningur í forgangi Orkumál verða mikið áhersluatriði og segir Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að hann muni leggja áherslu á þrjú mál sem stefnt verði á að afgreiða á vorþinginu. Fyrst verði að liðka fyrir aukinni orkuöflun með einföldun á leyfisveitingaferlinu og þá þurfi að tryggja forgang almennings að afhendingu raforku. „Þannig að það sé algjörlega ljóst þegar er umframeftirspurn í kerfinu að almenningur, heimili og smærri fyrirtæki njóti forgangs. Þetta á í mínum huga að vera hluti af okkar samfélagssáttmála að allir hafi aðgang að öruggri orku og ódýrri orku og lögin í landinu verða að endurspegla þetta, sem þau gera ekki í dag.“ Eins ætlar hann að leggja fram þingsályktunartillögu um rammaáætlun. „Ég mun leggja til að ákveðnir kostir fari þar í nýtingarflokk og verndarflokk,“ segir Jóhann Páll. Ýmsar hugmyndir um hagræðingarmöguleika Þessi þrjú mál séu þess eðlis að mikilvægt sé að afgreiða þau sem allra fyrst. „Það er búið að skipa ofboðslega marga starfshópa og láta alls konar vinnu malla, búið að setja heilmikla fjármuni í það og skrifa ágætar skýrslur þar sem er margt sem er hægt að nýta og horfa til. Nú þarf bara að hefjast handa.“ Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir ýmsar aðgerðir til skoðunar til að hagræða í ríkisrekstri. „Það hafa til dæmis verið nefnd innkaup ríkisins, fjárstýring ríkisins, fjármögnun þess. Síðan eru þessar hugmyndir um hagræðingu einstakra verkefna og forgansröðun, sem ég er sannfærður um að við munum líka finna í þessum tillögum sem almenningur er að skila til okkar núna. Góðir punktar sem munu nýtast okkur í þeirri vinnu.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Orkumál Tengdar fréttir Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði í dag. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum. 21. desember 2024 13:42 Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Starfshópur um endurskoðun á rammaáætlun um orkumál leggur til að tímafestir verði innleiddir til þess að ekki þurfi að líða meira en 24 mánuðir frá því virkjunarhugmynd er send Orkustofnun og þar til ráðherra leggur þingsályktunartillögu fyrir þingið. 12. desember 2024 13:30 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði í dag. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum. 21. desember 2024 13:42
Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Starfshópur um endurskoðun á rammaáætlun um orkumál leggur til að tímafestir verði innleiddir til þess að ekki þurfi að líða meira en 24 mánuðir frá því virkjunarhugmynd er send Orkustofnun og þar til ráðherra leggur þingsályktunartillögu fyrir þingið. 12. desember 2024 13:30