Þar kemur einnig fram að lögreglan hafi víðs vegar um borgina sinnt þó nokkrum málum þar sem krakkar voru að kveikja í flugeldum eða flugeldarusli. Annars vegar við Hraunvallaskóla í Hafnarfirði og í Mjóddinni í Reykjavík.
Lögreglan hafði svo einnig afskipti af ökumönnum víða um borg sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna.
Ók á mann og af vettvangi
Þá var einn ökumaður stöðvaður í bíl sem hafði verið tilkynntur stolinn. Samkvæmt dagbók lögreglu gáfu tveir menn í bílnum upp ólíkar útskýringar á því af hverju þeir væru í bílnum. Þeir voru því handteknir og voru samkvæmt lögreglu einnig með vímuefni á sér.
Þá var lögreglu einnig tilkynnt um ökumann sem ók á mann og ók síðan burt. Lögregla hafði uppi á ökumanninum sem reyndist vera ölvaður. Ökumaðurinn var vistaður í fangaklefa.