Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. desember 2024 15:42 Hjúkrunarfræðingar hafa nú einnig undirritað stofnanasamninga við tvo af stærstu vinnuveitendum stéttarinnar á Íslandi, þeirra á meðal Landspítalann. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Til viðbótar við 3,25 til 3,5 prósenta launahækkun, sem kveðið er á um í nýjum kjarasamningum hjúkrunarfræðinga við ríki og sveitarfélög, hækka laun hjúkrunarfræðinga í gegnum breytingar á launatöflu. Breytingarnar fela í sér samræmi við launatöflur margra stétta innan BHM. Þá hefur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga undirritað stofnanasamninga við Landspítalann og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, tvo stærstu vinnuveitendur stéttarinnar á landinu. Samtöl eru einnig hafin við aðrar heilbrigðisstofnanir. Formaður Félags hjúkurnarfræðinga fagnar mjög þeim áfanga sem náðst hafi í kjaraviðræðunum, en í fyrsta sinn í rúman áratug hafi hjúkrunarfræðingar samþykkt miðlæga kjarasamninga með yfirgnæfandi meirihluta, en launataflan sem nú er stuðst við er sú sama og í kjarasamningum BHM. „Það að vera loksins komin í sömu launatöflu, það eykur þá möguleikana á samanburði á virði starfa og milli starfa,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, forðmaður félagsins í samtali við Vísi. Upp um tvo launaflokka en engin framlög í vísindasjóð Nýr kjarasamningur FÍH við ríkið var samþykktur með með 85,63% atkvæða í lok nóvember og gildir afturvirkt frá 1. apríl á þessu ári til 31. mars 2028. Samningurinn kveður meðal annars á um 3,25% hækkun launa í ár og svo um 3,5% á ári út samningstímann. Þá eigi sér stað vörpun á launatöflu félagsins sem er í samræmi við launatöflur háskólamenntaðra stétta innan BHM. „Til að enginn lækki í launum við vörpun í nýja launatöflu skulu störf raðast 2 launaflokkum ofar en röðun segir til um í stofnanasamningum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Frá 1. nóvember 2024 mun framlag í vísindasjóð hjúkrunarfræðinga skv. grein 10.4 falla niður. Vörpunin er liður í samræmingu og með þeirri aðgerð telst viljayfirlýsing fjármála- og efnahagsráðherra, dagsett 13. júní 2024 gagnvart hjúkrunarfræðingum, um seinna áfangasamkomulag um jöfnun launa og kjara á milli markaða að fullu uppfyllt,“ segir um þetta efni í nýjum kjarasamningi við ríkið. Þetta felur í sér frekari hækkun umfram þá árlegu hlutfallshækkun launa sem kveðið er á um í nýgerðum samningum. „Það er auðvitað þegar breytt er um launatöflu þá getur það falið það í sér. En það er bara eins og öll BHM félögin sem núna eru þegar í þessari launatöflu fóru í gegnum, hvenær svo sem það hefur verið og í hvaða samningum, af því það verða breytingar á grunnstrúktúrnum að þá getur það haft eitthvað að segja,“ segir Guðbjörg. Hún tjáir sig ekki frekar um hve mikla raunhækkun launa hjúkrunarfræðinga er að ræða en segir ljóst að tekið hafi verið mikilvægt skref í átt að mögulegum samanburði hjúkrunarfræðinga við aðra háskólamenntaða sérfræðinga í sambærilegum störfum. Stofnanasamningar undirritaðir fyrir jól Kjarasamningar FÍH við ríkið og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu eru tvískiptir, annars vegar miðlægir kjarasamningar sem kveða almennt á um réttindi og skyldur á borð við orlof, veikindi, vinnutíma og miðlægar launahækkanir, og hins vegar stofnanasamningar við einstaka stofnanir þar sem er að finna röðun starfa hjúkrunarfræðinga í launaflokka, mat á viðbótarmenntun, starfsreynslu og fleira. Nú hefur félagið einnig undirritað stofnanasamninga við tvo af stærstu vinnuveitendum hjúkrunarfræðinga á Íslandi að sögn Guðbjargar. „Við gerðum það fyrir jól, þá endurnýjuðum við hann bæði við Landspítala og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem er mjög stórt. Þannig að við erum búin að skrifa undir nýja stofnanasamninga nú þegar, bæði við Landspítala og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og erum í samtölum við aðrar heilbrigðisstofnanir,“ segir Guðbjörg. „Samtalið er hafið við stofnanirnar að fullum krafti eins og við töluðum um eftir að hafa undirritað samning.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Landspítalinn Heilsugæsla Heilbrigðismál Stéttarfélög Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Formaður Félags hjúkurnarfræðinga fagnar mjög þeim áfanga sem náðst hafi í kjaraviðræðunum, en í fyrsta sinn í rúman áratug hafi hjúkrunarfræðingar samþykkt miðlæga kjarasamninga með yfirgnæfandi meirihluta, en launataflan sem nú er stuðst við er sú sama og í kjarasamningum BHM. „Það að vera loksins komin í sömu launatöflu, það eykur þá möguleikana á samanburði á virði starfa og milli starfa,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, forðmaður félagsins í samtali við Vísi. Upp um tvo launaflokka en engin framlög í vísindasjóð Nýr kjarasamningur FÍH við ríkið var samþykktur með með 85,63% atkvæða í lok nóvember og gildir afturvirkt frá 1. apríl á þessu ári til 31. mars 2028. Samningurinn kveður meðal annars á um 3,25% hækkun launa í ár og svo um 3,5% á ári út samningstímann. Þá eigi sér stað vörpun á launatöflu félagsins sem er í samræmi við launatöflur háskólamenntaðra stétta innan BHM. „Til að enginn lækki í launum við vörpun í nýja launatöflu skulu störf raðast 2 launaflokkum ofar en röðun segir til um í stofnanasamningum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Frá 1. nóvember 2024 mun framlag í vísindasjóð hjúkrunarfræðinga skv. grein 10.4 falla niður. Vörpunin er liður í samræmingu og með þeirri aðgerð telst viljayfirlýsing fjármála- og efnahagsráðherra, dagsett 13. júní 2024 gagnvart hjúkrunarfræðingum, um seinna áfangasamkomulag um jöfnun launa og kjara á milli markaða að fullu uppfyllt,“ segir um þetta efni í nýjum kjarasamningi við ríkið. Þetta felur í sér frekari hækkun umfram þá árlegu hlutfallshækkun launa sem kveðið er á um í nýgerðum samningum. „Það er auðvitað þegar breytt er um launatöflu þá getur það falið það í sér. En það er bara eins og öll BHM félögin sem núna eru þegar í þessari launatöflu fóru í gegnum, hvenær svo sem það hefur verið og í hvaða samningum, af því það verða breytingar á grunnstrúktúrnum að þá getur það haft eitthvað að segja,“ segir Guðbjörg. Hún tjáir sig ekki frekar um hve mikla raunhækkun launa hjúkrunarfræðinga er að ræða en segir ljóst að tekið hafi verið mikilvægt skref í átt að mögulegum samanburði hjúkrunarfræðinga við aðra háskólamenntaða sérfræðinga í sambærilegum störfum. Stofnanasamningar undirritaðir fyrir jól Kjarasamningar FÍH við ríkið og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu eru tvískiptir, annars vegar miðlægir kjarasamningar sem kveða almennt á um réttindi og skyldur á borð við orlof, veikindi, vinnutíma og miðlægar launahækkanir, og hins vegar stofnanasamningar við einstaka stofnanir þar sem er að finna röðun starfa hjúkrunarfræðinga í launaflokka, mat á viðbótarmenntun, starfsreynslu og fleira. Nú hefur félagið einnig undirritað stofnanasamninga við tvo af stærstu vinnuveitendum hjúkrunarfræðinga á Íslandi að sögn Guðbjargar. „Við gerðum það fyrir jól, þá endurnýjuðum við hann bæði við Landspítala og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem er mjög stórt. Þannig að við erum búin að skrifa undir nýja stofnanasamninga nú þegar, bæði við Landspítala og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og erum í samtölum við aðrar heilbrigðisstofnanir,“ segir Guðbjörg. „Samtalið er hafið við stofnanirnar að fullum krafti eins og við töluðum um eftir að hafa undirritað samning.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Landspítalinn Heilsugæsla Heilbrigðismál Stéttarfélög Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira