„Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2024 08:01 Alfreð Finnbogason fagnar hér einu af fjölmörgum mörkum sínum á atvinnumannaferlinum að þessu sinni marki fyrir þýska félagið FC Augsburg. Getty/TF-Images Alfreð Finnbogason gengur sáttur frá borði eftir farsælan knattspyrnuferil. Hann er ekki á heimleið strax, í það minnsta, en mun þó starfa fyrir uppeldisfélagið Breiðablik. Alfreð hefur verið á meðal fremri atvinnumanna Íslands og hefur farið víða. Svíþjóð, Danmörk, Holland, Spánn, Grikkland og Belgía á meðal áfangastaða. Hann hafði verið án liðs um hríð þegar hann lagði skóna á hilluna fyrir um mánuði síðan en slík ákvörðun er aldrei léttvæg. Erfiðasta ákvörðunin „Fyrir íþróttamenn er þetta líklega erfiðasta ákvörðun sem maður tekur nokkurn tímann og hún er ekki tekin oft. Að ákveða að hætta því sem maður hefur stefnt að alla ævi sem er að vera atvinnumaður í fótbolta,“ sagði Alfreð í viðtali við Val Pál Eiríksson. „Á sama tíma horfi ég mjög björtum augum á framtíðina og er bara spenntur fyrir því sem koma skal. Það eru algjör forréttindi að fá að hafa verið knattspyrnumaður svona lengi. Margir þurfa að hætta vegna meiðsla eða annarra ástæðna,“ sagði Alfreð. „Ég tók þessa ákvörðun sjálfur af því að ég tel það vera best fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég geng því mjög sáttur frá borði,“ sagði Alfreð. Ekki á heimaleið Alfreð er sérstakur tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar Breiðabliks en er þó ekki á heimleið, ekki strax í það minnsta. „Eftir að ég hætti þá hef ég meiri lausan tíma til að koma til Íslands og taka þátt í nýrri stefnu sem Breiðablik vill fara með nýju starfsfólki. Það er unnið frábært starf þar,“ sagði Alfreð. Mjög spennandi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið enn þá betra. Við erum að reyna að stuðla að því að setja upp ákveðna stefnu og byggja ofan á þennan frábæra árangur sem var á þessu ári. Að vera allavega í fremstu röð í meistaraflokkum og taka þá stefnu niður í yngri flokkana. Það er mjög spennandi að vera hluti af því,“ sagði Alfreð. Er hann síðan að koma heim eða hver eru næstu skrefin hjá honum með það? „Það er ekkert ákveðið með það. Ég reikna með því að við fjölskyldan munum búa erlendis allavega fram á næsta sumar. Svo munum við bara skoða stöðuna. Það er í rauninni ekkert ákveðið í því en krakkarnir mínir eru í skóla hérna erlendis og stefnan er að vera erlendis næstu mánuðina,“ sagði Alfreð. Íslendingar erlendis Íslenski boltinn Breiðablik Tengdar fréttir „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Alfreð Finnbogason þekkir mjög vel til íslenska fótboltalandsliðsins enda einn markahæsti leikmaður þess frá upphafi. Hann á að baki 73 landsleiki og þrettán ár í landsliðinu og veit því hvaða kostum góður landsliðsþjálfari þarf að búa yfir. 27. nóvember 2024 08:01 Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Alfreð Finnbogason hefur nú formlega lokið knattspyrnuferli sínum sem leikmaður en hann tilkynnti þetta á Instagram í dag. 21. nóvember 2024 12:28 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Alfreð hefur verið á meðal fremri atvinnumanna Íslands og hefur farið víða. Svíþjóð, Danmörk, Holland, Spánn, Grikkland og Belgía á meðal áfangastaða. Hann hafði verið án liðs um hríð þegar hann lagði skóna á hilluna fyrir um mánuði síðan en slík ákvörðun er aldrei léttvæg. Erfiðasta ákvörðunin „Fyrir íþróttamenn er þetta líklega erfiðasta ákvörðun sem maður tekur nokkurn tímann og hún er ekki tekin oft. Að ákveða að hætta því sem maður hefur stefnt að alla ævi sem er að vera atvinnumaður í fótbolta,“ sagði Alfreð í viðtali við Val Pál Eiríksson. „Á sama tíma horfi ég mjög björtum augum á framtíðina og er bara spenntur fyrir því sem koma skal. Það eru algjör forréttindi að fá að hafa verið knattspyrnumaður svona lengi. Margir þurfa að hætta vegna meiðsla eða annarra ástæðna,“ sagði Alfreð. „Ég tók þessa ákvörðun sjálfur af því að ég tel það vera best fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég geng því mjög sáttur frá borði,“ sagði Alfreð. Ekki á heimaleið Alfreð er sérstakur tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar Breiðabliks en er þó ekki á heimleið, ekki strax í það minnsta. „Eftir að ég hætti þá hef ég meiri lausan tíma til að koma til Íslands og taka þátt í nýrri stefnu sem Breiðablik vill fara með nýju starfsfólki. Það er unnið frábært starf þar,“ sagði Alfreð. Mjög spennandi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið enn þá betra. Við erum að reyna að stuðla að því að setja upp ákveðna stefnu og byggja ofan á þennan frábæra árangur sem var á þessu ári. Að vera allavega í fremstu röð í meistaraflokkum og taka þá stefnu niður í yngri flokkana. Það er mjög spennandi að vera hluti af því,“ sagði Alfreð. Er hann síðan að koma heim eða hver eru næstu skrefin hjá honum með það? „Það er ekkert ákveðið með það. Ég reikna með því að við fjölskyldan munum búa erlendis allavega fram á næsta sumar. Svo munum við bara skoða stöðuna. Það er í rauninni ekkert ákveðið í því en krakkarnir mínir eru í skóla hérna erlendis og stefnan er að vera erlendis næstu mánuðina,“ sagði Alfreð.
Íslendingar erlendis Íslenski boltinn Breiðablik Tengdar fréttir „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Alfreð Finnbogason þekkir mjög vel til íslenska fótboltalandsliðsins enda einn markahæsti leikmaður þess frá upphafi. Hann á að baki 73 landsleiki og þrettán ár í landsliðinu og veit því hvaða kostum góður landsliðsþjálfari þarf að búa yfir. 27. nóvember 2024 08:01 Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Alfreð Finnbogason hefur nú formlega lokið knattspyrnuferli sínum sem leikmaður en hann tilkynnti þetta á Instagram í dag. 21. nóvember 2024 12:28 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
„Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Alfreð Finnbogason þekkir mjög vel til íslenska fótboltalandsliðsins enda einn markahæsti leikmaður þess frá upphafi. Hann á að baki 73 landsleiki og þrettán ár í landsliðinu og veit því hvaða kostum góður landsliðsþjálfari þarf að búa yfir. 27. nóvember 2024 08:01
Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Alfreð Finnbogason hefur nú formlega lokið knattspyrnuferli sínum sem leikmaður en hann tilkynnti þetta á Instagram í dag. 21. nóvember 2024 12:28
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti