„Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2024 08:01 Alfreð Finnbogason fagnar hér einu af fjölmörgum mörkum sínum á atvinnumannaferlinum að þessu sinni marki fyrir þýska félagið FC Augsburg. Getty/TF-Images Alfreð Finnbogason gengur sáttur frá borði eftir farsælan knattspyrnuferil. Hann er ekki á heimleið strax, í það minnsta, en mun þó starfa fyrir uppeldisfélagið Breiðablik. Alfreð hefur verið á meðal fremri atvinnumanna Íslands og hefur farið víða. Svíþjóð, Danmörk, Holland, Spánn, Grikkland og Belgía á meðal áfangastaða. Hann hafði verið án liðs um hríð þegar hann lagði skóna á hilluna fyrir um mánuði síðan en slík ákvörðun er aldrei léttvæg. Erfiðasta ákvörðunin „Fyrir íþróttamenn er þetta líklega erfiðasta ákvörðun sem maður tekur nokkurn tímann og hún er ekki tekin oft. Að ákveða að hætta því sem maður hefur stefnt að alla ævi sem er að vera atvinnumaður í fótbolta,“ sagði Alfreð í viðtali við Val Pál Eiríksson. „Á sama tíma horfi ég mjög björtum augum á framtíðina og er bara spenntur fyrir því sem koma skal. Það eru algjör forréttindi að fá að hafa verið knattspyrnumaður svona lengi. Margir þurfa að hætta vegna meiðsla eða annarra ástæðna,“ sagði Alfreð. „Ég tók þessa ákvörðun sjálfur af því að ég tel það vera best fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég geng því mjög sáttur frá borði,“ sagði Alfreð. Ekki á heimaleið Alfreð er sérstakur tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar Breiðabliks en er þó ekki á heimleið, ekki strax í það minnsta. „Eftir að ég hætti þá hef ég meiri lausan tíma til að koma til Íslands og taka þátt í nýrri stefnu sem Breiðablik vill fara með nýju starfsfólki. Það er unnið frábært starf þar,“ sagði Alfreð. Mjög spennandi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið enn þá betra. Við erum að reyna að stuðla að því að setja upp ákveðna stefnu og byggja ofan á þennan frábæra árangur sem var á þessu ári. Að vera allavega í fremstu röð í meistaraflokkum og taka þá stefnu niður í yngri flokkana. Það er mjög spennandi að vera hluti af því,“ sagði Alfreð. Er hann síðan að koma heim eða hver eru næstu skrefin hjá honum með það? „Það er ekkert ákveðið með það. Ég reikna með því að við fjölskyldan munum búa erlendis allavega fram á næsta sumar. Svo munum við bara skoða stöðuna. Það er í rauninni ekkert ákveðið í því en krakkarnir mínir eru í skóla hérna erlendis og stefnan er að vera erlendis næstu mánuðina,“ sagði Alfreð. Íslendingar erlendis Íslenski boltinn Breiðablik Tengdar fréttir „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Alfreð Finnbogason þekkir mjög vel til íslenska fótboltalandsliðsins enda einn markahæsti leikmaður þess frá upphafi. Hann á að baki 73 landsleiki og þrettán ár í landsliðinu og veit því hvaða kostum góður landsliðsþjálfari þarf að búa yfir. 27. nóvember 2024 08:01 Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Alfreð Finnbogason hefur nú formlega lokið knattspyrnuferli sínum sem leikmaður en hann tilkynnti þetta á Instagram í dag. 21. nóvember 2024 12:28 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fleiri fréttir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Sjá meira
Alfreð hefur verið á meðal fremri atvinnumanna Íslands og hefur farið víða. Svíþjóð, Danmörk, Holland, Spánn, Grikkland og Belgía á meðal áfangastaða. Hann hafði verið án liðs um hríð þegar hann lagði skóna á hilluna fyrir um mánuði síðan en slík ákvörðun er aldrei léttvæg. Erfiðasta ákvörðunin „Fyrir íþróttamenn er þetta líklega erfiðasta ákvörðun sem maður tekur nokkurn tímann og hún er ekki tekin oft. Að ákveða að hætta því sem maður hefur stefnt að alla ævi sem er að vera atvinnumaður í fótbolta,“ sagði Alfreð í viðtali við Val Pál Eiríksson. „Á sama tíma horfi ég mjög björtum augum á framtíðina og er bara spenntur fyrir því sem koma skal. Það eru algjör forréttindi að fá að hafa verið knattspyrnumaður svona lengi. Margir þurfa að hætta vegna meiðsla eða annarra ástæðna,“ sagði Alfreð. „Ég tók þessa ákvörðun sjálfur af því að ég tel það vera best fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég geng því mjög sáttur frá borði,“ sagði Alfreð. Ekki á heimaleið Alfreð er sérstakur tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar Breiðabliks en er þó ekki á heimleið, ekki strax í það minnsta. „Eftir að ég hætti þá hef ég meiri lausan tíma til að koma til Íslands og taka þátt í nýrri stefnu sem Breiðablik vill fara með nýju starfsfólki. Það er unnið frábært starf þar,“ sagði Alfreð. Mjög spennandi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið enn þá betra. Við erum að reyna að stuðla að því að setja upp ákveðna stefnu og byggja ofan á þennan frábæra árangur sem var á þessu ári. Að vera allavega í fremstu röð í meistaraflokkum og taka þá stefnu niður í yngri flokkana. Það er mjög spennandi að vera hluti af því,“ sagði Alfreð. Er hann síðan að koma heim eða hver eru næstu skrefin hjá honum með það? „Það er ekkert ákveðið með það. Ég reikna með því að við fjölskyldan munum búa erlendis allavega fram á næsta sumar. Svo munum við bara skoða stöðuna. Það er í rauninni ekkert ákveðið í því en krakkarnir mínir eru í skóla hérna erlendis og stefnan er að vera erlendis næstu mánuðina,“ sagði Alfreð.
Íslendingar erlendis Íslenski boltinn Breiðablik Tengdar fréttir „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Alfreð Finnbogason þekkir mjög vel til íslenska fótboltalandsliðsins enda einn markahæsti leikmaður þess frá upphafi. Hann á að baki 73 landsleiki og þrettán ár í landsliðinu og veit því hvaða kostum góður landsliðsþjálfari þarf að búa yfir. 27. nóvember 2024 08:01 Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Alfreð Finnbogason hefur nú formlega lokið knattspyrnuferli sínum sem leikmaður en hann tilkynnti þetta á Instagram í dag. 21. nóvember 2024 12:28 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fleiri fréttir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Sjá meira
„Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Alfreð Finnbogason þekkir mjög vel til íslenska fótboltalandsliðsins enda einn markahæsti leikmaður þess frá upphafi. Hann á að baki 73 landsleiki og þrettán ár í landsliðinu og veit því hvaða kostum góður landsliðsþjálfari þarf að búa yfir. 27. nóvember 2024 08:01
Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Alfreð Finnbogason hefur nú formlega lokið knattspyrnuferli sínum sem leikmaður en hann tilkynnti þetta á Instagram í dag. 21. nóvember 2024 12:28