„Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 27. desember 2024 09:02 „Þetta er algerlega galið,“ sagði Eyjólfur Ármannsson, þingmður Flokks fólksins og nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á Útvarpi Sögu 12. september síðastliðinn. Tilefnið var frumvarp sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi utanríkisráðherra, hugðist leggja fram í annað sinn varðandi svonefnda bókun 35 við EES-samninginn sem felur í sér að almenn lög hér á landi sem eigi uppruna sinn í regluverki Evrópusambandsins í gegnum samninginn gangi framar löggjöf sem er innlend að uppruna. „Þetta gengur ekki að stjórnarskránni vegna þess að þú getur ekki sagt í almennum lögum að ein tegund almennra laga sem á uppruna sinn í Brussel gangi framar öðrum. Þú verður að gera það í stjórnarskrá, að sjálfsögðu,“ sagði Eyjólfur enn fremur. „Þannig að ég vona að þetta verði bara ein tilraunin enn til þess að leggja þetta fram og það verði ekkert af þessu. Ég bara trúi ekki öðru. Við munum allavega, sem höfum áhuga á að verja fullveldi þessa samfélags, fullveldi Íslands, þeir munu berjast gegn þessu og ég ætla að gera það.“ Hins vegar var haft eftir Eyjólfi á Vísir.is á þorláksmessu að hann ætlaði að greiða atkvæði með fyrirhuguðu frumvarpi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um málið. Spurður út í áðurnefnd og önnur orð hans fyrir kosningarnar gegn málinu sagði Eyjólfur að kveðið væri á um samþykkt bókunar 35 í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og fyrir vikið myndi hann styðja það: „Þetta er inni í sáttmála ríkisstjórnarinnar og ég virði það samkomulag.“ Hvergi er hins vegar kveðið á um málið sem slíkt í stjórnarsáttmálanum. Með öðrum orðum hyggst Eyjólfur, sem er lögfræðingur að mennt meðal annars með áherzlu á Evrópurétt, greiða atkvæði með frumvarpi sem hann hefur sjálfur lýst því yfir, ásamt ófáum lögspekingum, að fari gegn stjórnarskrá lýðveldisins af þeirri einu ástæðu að hann er kominn í ríkisstjórn og ekki lengur í stjórnarandstöðu. Mál sem hvergi er að finna í stjórnarsáttmálanum þrátt fyrir fullyrðingu hans um annað sem aftur vekur eðlilega upp spurningar um það hvort hann hafi lesið sáttmálann áður en hann var samþykktur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bókun 35 Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
„Þetta er algerlega galið,“ sagði Eyjólfur Ármannsson, þingmður Flokks fólksins og nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á Útvarpi Sögu 12. september síðastliðinn. Tilefnið var frumvarp sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi utanríkisráðherra, hugðist leggja fram í annað sinn varðandi svonefnda bókun 35 við EES-samninginn sem felur í sér að almenn lög hér á landi sem eigi uppruna sinn í regluverki Evrópusambandsins í gegnum samninginn gangi framar löggjöf sem er innlend að uppruna. „Þetta gengur ekki að stjórnarskránni vegna þess að þú getur ekki sagt í almennum lögum að ein tegund almennra laga sem á uppruna sinn í Brussel gangi framar öðrum. Þú verður að gera það í stjórnarskrá, að sjálfsögðu,“ sagði Eyjólfur enn fremur. „Þannig að ég vona að þetta verði bara ein tilraunin enn til þess að leggja þetta fram og það verði ekkert af þessu. Ég bara trúi ekki öðru. Við munum allavega, sem höfum áhuga á að verja fullveldi þessa samfélags, fullveldi Íslands, þeir munu berjast gegn þessu og ég ætla að gera það.“ Hins vegar var haft eftir Eyjólfi á Vísir.is á þorláksmessu að hann ætlaði að greiða atkvæði með fyrirhuguðu frumvarpi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um málið. Spurður út í áðurnefnd og önnur orð hans fyrir kosningarnar gegn málinu sagði Eyjólfur að kveðið væri á um samþykkt bókunar 35 í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og fyrir vikið myndi hann styðja það: „Þetta er inni í sáttmála ríkisstjórnarinnar og ég virði það samkomulag.“ Hvergi er hins vegar kveðið á um málið sem slíkt í stjórnarsáttmálanum. Með öðrum orðum hyggst Eyjólfur, sem er lögfræðingur að mennt meðal annars með áherzlu á Evrópurétt, greiða atkvæði með frumvarpi sem hann hefur sjálfur lýst því yfir, ásamt ófáum lögspekingum, að fari gegn stjórnarskrá lýðveldisins af þeirri einu ástæðu að hann er kominn í ríkisstjórn og ekki lengur í stjórnarandstöðu. Mál sem hvergi er að finna í stjórnarsáttmálanum þrátt fyrir fullyrðingu hans um annað sem aftur vekur eðlilega upp spurningar um það hvort hann hafi lesið sáttmálann áður en hann var samþykktur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar