„Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. desember 2024 15:30 Edda Björgvins og Anna Svava vita hvað skiptir máli þegar kemur að jólunum. Edda Björgvins nýtur lífsins þessi jólin í faðmi fjölskyldunnar á Tenerife. Hún og Anna Svava Knútsdóttir eru sammála um að í raun sé fjölskyldan að koma út í „stórgróða“ með því að halda jólin frekar í útlöndum, eða svona því sem næst. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þær Edda og Anna jólin og jólahefðirnar nú þegar einungis einn dagur er til jóla. Edda segist aldrei hafa haldið sín jól á Tenerife áður en er himinlifandi með þetta. Töskurnar ekki fullar af Ora „Oh hvað ég skil þetta vel núna þegar ég prófa þetta,“ segir Edda um Tene jólin. „Þetta er allskonar tilraunastarfsemi hjá fjölskyldunni. Ég er með hluta af fjölskyldunni hérna. Hversu mikið þorir maður að brjóta hefðir og getur og hvað fær maður út úr því og hvað er gott að sakna þá þess sem maður myndi líka vilja gera.“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Edda eyðir jólunum í útlöndum, hún hefur meðal annars verið í Los Angeles en þetta er í fyrsta sinn sem hún er á Tene. Hún er stödd á Adeje svæðinu og segist hvergi annars staðar myndu vilja vera. En fór hún út með töskur fullar af Ora baunum og öðrum íslenskum jólamat? „Heyrðu, ég fór með þrjár töskur fullar einmitt af laufabrauði, flatkökur og hangikjöti,“ segir hún í gríni. „Nei, það verða allt öðruvísi jól og við fundum bara fallegan veitingastað og ætlum að borða hérna og láta dekra við okkur. Það er engin jólahefð nema við verðum saman á aðfangadag. Sem skiptir öllu máli. Við reyndum að fá alla en það gekk ekki alveg.“ Jólasveinapoka í stað jólagjafa Þá segist Edda hafa fengið þá stórkostlegu hugmynd að gefa jólasveinapoka inn á heimili fjölskyldumeðlima sinna sem ekki eru staddir á Tene, í stað þess að vera með höfuðverk og í grátkasti yfir því hvað hún eigi að gefa sumum í fjölskyldunni sinni. „Nú eru það bara þrjú heimili sem fengu jólasveinapoka frá mér, af því hinir eru á nærliggjandi hótelum og allt í kring og með mér og oní þessum poka er svo mikið af skemmtilegu allskonar stöffi, gátum og leikjum, ég hef aldrei skemmt mér eins vel fyrir jólin að búa til jólasveinapoka á hvert heimili, það var æði.“ Anna Svava segist sjálf hafa prófað það að fara til útlanda yfir jólin. Hún segir í gríni að það sé í raun þannig að maður græði á því að fara út, svona því sem næst að minnsta kosti. Krakkarnir vilji jólagjafir og allskonar dót og í útlöndum sé hægt að segja nei fram á síðustu stundu. „Svo kemur aðfangadagur, þú þarft hvorteðer að kaupa þetta á einhverjum tímapunkti, þá bara ókei, þá fá þau bara þetta í jólagjöf, og það er bara pakki til þeirra, einn pakki eða tveir eða eitthvað og svo bara sleppum við öllu hinu. Og þá ertu eiginlega kominn út í plús sko.“ Edda segist hjartanlega sammála. „Maður er í stórgróða!“ Jól Bítið Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þær Edda og Anna jólin og jólahefðirnar nú þegar einungis einn dagur er til jóla. Edda segist aldrei hafa haldið sín jól á Tenerife áður en er himinlifandi með þetta. Töskurnar ekki fullar af Ora „Oh hvað ég skil þetta vel núna þegar ég prófa þetta,“ segir Edda um Tene jólin. „Þetta er allskonar tilraunastarfsemi hjá fjölskyldunni. Ég er með hluta af fjölskyldunni hérna. Hversu mikið þorir maður að brjóta hefðir og getur og hvað fær maður út úr því og hvað er gott að sakna þá þess sem maður myndi líka vilja gera.“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Edda eyðir jólunum í útlöndum, hún hefur meðal annars verið í Los Angeles en þetta er í fyrsta sinn sem hún er á Tene. Hún er stödd á Adeje svæðinu og segist hvergi annars staðar myndu vilja vera. En fór hún út með töskur fullar af Ora baunum og öðrum íslenskum jólamat? „Heyrðu, ég fór með þrjár töskur fullar einmitt af laufabrauði, flatkökur og hangikjöti,“ segir hún í gríni. „Nei, það verða allt öðruvísi jól og við fundum bara fallegan veitingastað og ætlum að borða hérna og láta dekra við okkur. Það er engin jólahefð nema við verðum saman á aðfangadag. Sem skiptir öllu máli. Við reyndum að fá alla en það gekk ekki alveg.“ Jólasveinapoka í stað jólagjafa Þá segist Edda hafa fengið þá stórkostlegu hugmynd að gefa jólasveinapoka inn á heimili fjölskyldumeðlima sinna sem ekki eru staddir á Tene, í stað þess að vera með höfuðverk og í grátkasti yfir því hvað hún eigi að gefa sumum í fjölskyldunni sinni. „Nú eru það bara þrjú heimili sem fengu jólasveinapoka frá mér, af því hinir eru á nærliggjandi hótelum og allt í kring og með mér og oní þessum poka er svo mikið af skemmtilegu allskonar stöffi, gátum og leikjum, ég hef aldrei skemmt mér eins vel fyrir jólin að búa til jólasveinapoka á hvert heimili, það var æði.“ Anna Svava segist sjálf hafa prófað það að fara til útlanda yfir jólin. Hún segir í gríni að það sé í raun þannig að maður græði á því að fara út, svona því sem næst að minnsta kosti. Krakkarnir vilji jólagjafir og allskonar dót og í útlöndum sé hægt að segja nei fram á síðustu stundu. „Svo kemur aðfangadagur, þú þarft hvorteðer að kaupa þetta á einhverjum tímapunkti, þá bara ókei, þá fá þau bara þetta í jólagjöf, og það er bara pakki til þeirra, einn pakki eða tveir eða eitthvað og svo bara sleppum við öllu hinu. Og þá ertu eiginlega kominn út í plús sko.“ Edda segist hjartanlega sammála. „Maður er í stórgróða!“
Jól Bítið Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira