Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2024 07:31 Rúmlega sextíu eru særðir og þar af fimmtán alvarlega. Tveir eru látnir. AP/Sebastian Kahnert Lögreglan í Þýskalandi segir að maðurinn sem ók bíl inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg sé fimmtugur og upprunalega frá Sádi-Arabíu. Hann er sagður hafa starfað sem læknir í Þýskalandi um árabil og liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir. Læknirinn ók BMW um fjögur hundruð metra í gegnum jólamarkaðinn á miklum hraða og á fjölda fólks. Tveir eru látnir og þar á meðal eitt ungabarn en rúmlega sextíu eru særðir og þar af að minnsta kosti fimmtán alvarlega. Sjá einnig: Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Heimildarmaður Reuters í Sádi-Arabíu segir að yfirvöld þar hafi varað yfirvöld í Þýskalandi við lækninum, sem sagður er heita Taleb Abdul Jawad, eftir að hann ku hafa deilt öfgafullum skoðunum á X (Twitter). Þá hefur fréttaveitan eftir þýska miðlinum Spiegel að Jawad hafi aðhyllst stjórnmálaflokkinn AfD, eða Valkost fyrir Þýskaland. Það er fjarhægri flokkur en leiðtogar hans hafa verið sakaðir um miklar öfgar á undanförnum mánuðum og stendur meðal annars gegn fjölgun innflytjenda í Þýskalandi. Jawad er talinn hafa verið einn að verki en hann hefur búið og unnið í Þýskalandi frá árinu 2006. Í grein Berliner Zeitung segir að á samfélagsmiðlum hans megi sjá að hann styðji AfD og að honum virðist verulega illa við íslam en á sama tíma hefur hann lýst yfir mikilli andstöðu við það hvernig komið er fram við flóttafólk frá Mið-Austurlöndum í Þýskalandi. Spigel segir greiningu á færslum mannsins á samfélagsmiðlum sýna fram á aðdáun á bandaríska samsæringnum Alex Jones, breska öfgamanninum Tommy Robinson og auðjöfrinum Elon Musk. Hann hefur meðal annars sagt að allt sem þeir hafi sagt um íslamsvæðingu Vesturlanda sé rétt. Átta ár eru frá því maður frá Túnis ók sendiferðabíl gegnum jólamarkað í Berlín en þá dóu tólf manns. Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Sjá meira
Læknirinn ók BMW um fjögur hundruð metra í gegnum jólamarkaðinn á miklum hraða og á fjölda fólks. Tveir eru látnir og þar á meðal eitt ungabarn en rúmlega sextíu eru særðir og þar af að minnsta kosti fimmtán alvarlega. Sjá einnig: Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Heimildarmaður Reuters í Sádi-Arabíu segir að yfirvöld þar hafi varað yfirvöld í Þýskalandi við lækninum, sem sagður er heita Taleb Abdul Jawad, eftir að hann ku hafa deilt öfgafullum skoðunum á X (Twitter). Þá hefur fréttaveitan eftir þýska miðlinum Spiegel að Jawad hafi aðhyllst stjórnmálaflokkinn AfD, eða Valkost fyrir Þýskaland. Það er fjarhægri flokkur en leiðtogar hans hafa verið sakaðir um miklar öfgar á undanförnum mánuðum og stendur meðal annars gegn fjölgun innflytjenda í Þýskalandi. Jawad er talinn hafa verið einn að verki en hann hefur búið og unnið í Þýskalandi frá árinu 2006. Í grein Berliner Zeitung segir að á samfélagsmiðlum hans megi sjá að hann styðji AfD og að honum virðist verulega illa við íslam en á sama tíma hefur hann lýst yfir mikilli andstöðu við það hvernig komið er fram við flóttafólk frá Mið-Austurlöndum í Þýskalandi. Spigel segir greiningu á færslum mannsins á samfélagsmiðlum sýna fram á aðdáun á bandaríska samsæringnum Alex Jones, breska öfgamanninum Tommy Robinson og auðjöfrinum Elon Musk. Hann hefur meðal annars sagt að allt sem þeir hafi sagt um íslamsvæðingu Vesturlanda sé rétt. Átta ár eru frá því maður frá Túnis ók sendiferðabíl gegnum jólamarkað í Berlín en þá dóu tólf manns.
Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Sjá meira