„Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. desember 2024 22:03 Viðar Örn Hafsteinsson hrósaði Obi Trotter í hástert eftir leikinn. vísir / Anton brink Viðar Örn Hafsteinsson var hæstánægður eftir magnaðan sigur Hattar gegn Álftanesi í kvöld. Eftir að hafa lent 22-2 undir í upphafi kom Höttur til baka og vann að lokum eftir æsispennandi lokamínútur. „Hrikalega ánægður með sigurinn. Jú, þetta er léttir en við höfum áður tapað fjórum leikjum í röð eða þremur,“ sagði Viðar eftir leikinn en Höttur hafði tapað síðustu fjórum leikjum sínum í Bónus-deildinni. „Ég er mest ánægður með hvernig strákarnir börðu sig saman eftir erfiða byrjun. Það kom þetta hjarta og þessi orka sem er frábært. Það þarf eiginlega að koma fyrst og svo er hægt að byggja á hæfileikum í kringum. Þetta er þarna og það birtir til núna.“ Höttur lenti 22-2 undir í fyrsta leikhlutanum og virtust heillum horfnir. Viðar sagðist ekki hafa sagt mikið og hrósaði leikmönnum sínum fyrir þeirra karakter. „Við breyttum aðeins. Spiluðum með minna lið, fleiri bakverði og hlaupa einfaldan leik. Það er örugglega mér að kenna að við lendum svona mikið undir í byrjun, að pæla í taktík og hvað við ætlum að gera.“ „Síðan taka þeir yfir og ég sagði eiginlega ekki neitt nema haldið áfram. Þeir snúa þessu við. Kannski þarf þetta að gerast þannig að ég stígi meiri til hliðar og leyfi mönnum að gera þetta. Þeim líður betur þannig greinilega, í dag að minnsta kosti.“ Viðar sagði sigurtilfinninguna vera góða og gera jólafríið skemmtilegra. „Það er þægilegra að fara í jólafrí núna. Það eru sex eða sjö dagar áður en við hittumst aftur. Einhverjir að hitta fjölskyldur en aðrir fara austur. Það er skemmtilegra að minnsta kosti. Einn sigur og við þurfum að njóta hans. Þessi tilfinning, við þurfum einhvern vegin að leita alltaf eftir henni. Þetta er bara eitthvað blaður, leikmenn og liðsheildin náðu að koma þessu í gegn þó þetta væri ljótt. Hrikalega ánægður með mína menn.“ Þrátt fyrir góða liðsheild Hattar var einn leikmaður sem var fremstur meðal jafningja í kvöld. „Obi Trotter er bara eitthvað annað. Hann er geggjaður. Frábær liðsheild og það komu margir með eitthvað. Auðvitað verðum við að hrósa gamla manninum fyrir þetta.“ Trotter verður 41 árs eftir tæpan mánuð en í fjórða leikhlutanum í kvöld skoraði hann fimm þriggja stiga körfur og átján stig alls. Hann skoraði fjórar fyrstu þriggja stiga körfurnar á aðeins tveimur mínútum og þrettán sekúndum og kom Hetti í forystuna nánast upp á sitt einsdæmi. „Hann kveikir í okkur í fjórða leikhluta, snýr þessu við og setur risa körfur. Geggjaður varnarleikur líka. Við tölum um lið en við þurfum að hrósa einstaklingum líka. Obi Trotter, setjið bara stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa á hann. Þetta er æðislegur maður. “ Bónus-deild karla UMF Álftanes Höttur Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Handbolti Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira
„Hrikalega ánægður með sigurinn. Jú, þetta er léttir en við höfum áður tapað fjórum leikjum í röð eða þremur,“ sagði Viðar eftir leikinn en Höttur hafði tapað síðustu fjórum leikjum sínum í Bónus-deildinni. „Ég er mest ánægður með hvernig strákarnir börðu sig saman eftir erfiða byrjun. Það kom þetta hjarta og þessi orka sem er frábært. Það þarf eiginlega að koma fyrst og svo er hægt að byggja á hæfileikum í kringum. Þetta er þarna og það birtir til núna.“ Höttur lenti 22-2 undir í fyrsta leikhlutanum og virtust heillum horfnir. Viðar sagðist ekki hafa sagt mikið og hrósaði leikmönnum sínum fyrir þeirra karakter. „Við breyttum aðeins. Spiluðum með minna lið, fleiri bakverði og hlaupa einfaldan leik. Það er örugglega mér að kenna að við lendum svona mikið undir í byrjun, að pæla í taktík og hvað við ætlum að gera.“ „Síðan taka þeir yfir og ég sagði eiginlega ekki neitt nema haldið áfram. Þeir snúa þessu við. Kannski þarf þetta að gerast þannig að ég stígi meiri til hliðar og leyfi mönnum að gera þetta. Þeim líður betur þannig greinilega, í dag að minnsta kosti.“ Viðar sagði sigurtilfinninguna vera góða og gera jólafríið skemmtilegra. „Það er þægilegra að fara í jólafrí núna. Það eru sex eða sjö dagar áður en við hittumst aftur. Einhverjir að hitta fjölskyldur en aðrir fara austur. Það er skemmtilegra að minnsta kosti. Einn sigur og við þurfum að njóta hans. Þessi tilfinning, við þurfum einhvern vegin að leita alltaf eftir henni. Þetta er bara eitthvað blaður, leikmenn og liðsheildin náðu að koma þessu í gegn þó þetta væri ljótt. Hrikalega ánægður með mína menn.“ Þrátt fyrir góða liðsheild Hattar var einn leikmaður sem var fremstur meðal jafningja í kvöld. „Obi Trotter er bara eitthvað annað. Hann er geggjaður. Frábær liðsheild og það komu margir með eitthvað. Auðvitað verðum við að hrósa gamla manninum fyrir þetta.“ Trotter verður 41 árs eftir tæpan mánuð en í fjórða leikhlutanum í kvöld skoraði hann fimm þriggja stiga körfur og átján stig alls. Hann skoraði fjórar fyrstu þriggja stiga körfurnar á aðeins tveimur mínútum og þrettán sekúndum og kom Hetti í forystuna nánast upp á sitt einsdæmi. „Hann kveikir í okkur í fjórða leikhluta, snýr þessu við og setur risa körfur. Geggjaður varnarleikur líka. Við tölum um lið en við þurfum að hrósa einstaklingum líka. Obi Trotter, setjið bara stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa á hann. Þetta er æðislegur maður. “
Bónus-deild karla UMF Álftanes Höttur Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Handbolti Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira