Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar 19. desember 2024 11:32 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu gegnir lykilhlutverki sem bakhjarl íslensks skólastarfs og leggur áherslu á þjónustumiðaða nálgun og aukinn stuðning við skólasamfélagið. Með nýtingu stafrænna lausna er raunhæfara að ná því markmiði og stuðla að auknum gæðum í menntun, samræmingu og miðlun þekkingar á þessu sviði. Nýlega lögðum við hjá Miðstöð menntunar í vegferð, í nánu samstarfi við kennara, um að innleiða gervigreind í íslenskt skólastarf á öruggan og skilvirkan hátt. Fyrsta verkfærið sem verður kynnt kennurum nefnist Björgin. Björgin er hönnuð til að styðja kennara við val á kennsluefni með það að markmiði að tryggja að kennarar hafi yfirlit yfir það námsefni sem er í boði og, það sem er ekki síður mikilvægt, að hver nemandi fái námsefni við hæfi. Þetta frumkvæði hefur vakið athygli alþjóðlegra aðila, þar á meðal þekktra fyrirtækja, sem hafa lýst áhuga á að styðja verkefnið. Björgin verður í fyrstu prófuð af öflugum hópi kennara sem bauð sig fram í verkefnið og mun veita endurgjöf til að styðja við áframhaldandi þróun. Það er mikilvægt að lausnin taki mið af raunverulegum þörfum kennara og veiti þeim stuðning í daglegu starfi. Með því að eiga samráð við kennara frá upphafi og tryggja að allir hafi tækifæri til að miðla sjónarmiðum sínum, greina áskoranir og koma með tillögur að nýjungum, verður lausnin sterkari og betur aðlöguð að þörfum kennara. Við hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu lítum á gervigreind sem mikilvægt tækifæri til að styðja kennara í daglegu starfi sínu, auka skilvirkni í menntakerfinu og styðja við símenntun kennara. Við munum einnig að sjálfsögðu sjá til þess allar lausnir sem nýta gervigreind standist gildandi lög og reglur og séu innleiddar á ábyrgan hátt. Framtíðarmöguleikar fela meðal annars í sér að nýta gervigreind til að sérsníða námsefni að þörfum nemenda, tengja kennslu við markmið aðalnámskrár og styðja kennara í símenntun með lausnum sem veita aðgang að sérsniðnum námskeiðum, leiðsögn og faglegri þróun. Auk þess geta lausnir á sviði gervigreindar stutt kennara við að taka á móti nemendum með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn, sem stuðlar að aukinni aðlögun og fjölbreytni í skólastarfi. Gervigreind mun ekki leysa allar áskoranir menntakerfisins, en hún býður upp á öflug tæki sem geta stutt kennara, eflt nám nemenda og skapað betri skilyrði fyrir menntun framtíðarinnar. Með ábyrgri og markvissri innleiðingu, byggðri á þörfum skólasamfélagsins, er hægt að tryggja að tækifæri gervigreindar nýtist sem best til að efla íslenskt skólastarf. Að lokum er rétt að geta þess að hagnýting gervigreindar er einungis hluti af þeirri mikilvægu vegferð sem við erum í og ætlað er að styðja við íslenskt skólakerfi á sem bestan hátt. Á næstu misserum munum við til dæmis kynna ýmsar nýjar lausnir í þeim tilgangi. Þar á meðal er Frigg, sem mun veita skólum einfaldan og öruggan aðgang að nauðsynlegum upplýsingum um alla nemendur. Þá er einnig unnið að heildstæðu kerfi fyrir Matsferil sem aflar upplýsinga um stöðu og framvindu nemenda á mörgum sviðum, eins og til dæmis málþroska, lesfimi, stærðfræði og lesskilningi. Þetta kerfi mun styðja við markvissari nálgun í námi og kennslu með því að auðvelda greiningu á styrkleikum og þörfum nemenda. Höfundur er stafrænn leiðtogi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Sjá meira
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu gegnir lykilhlutverki sem bakhjarl íslensks skólastarfs og leggur áherslu á þjónustumiðaða nálgun og aukinn stuðning við skólasamfélagið. Með nýtingu stafrænna lausna er raunhæfara að ná því markmiði og stuðla að auknum gæðum í menntun, samræmingu og miðlun þekkingar á þessu sviði. Nýlega lögðum við hjá Miðstöð menntunar í vegferð, í nánu samstarfi við kennara, um að innleiða gervigreind í íslenskt skólastarf á öruggan og skilvirkan hátt. Fyrsta verkfærið sem verður kynnt kennurum nefnist Björgin. Björgin er hönnuð til að styðja kennara við val á kennsluefni með það að markmiði að tryggja að kennarar hafi yfirlit yfir það námsefni sem er í boði og, það sem er ekki síður mikilvægt, að hver nemandi fái námsefni við hæfi. Þetta frumkvæði hefur vakið athygli alþjóðlegra aðila, þar á meðal þekktra fyrirtækja, sem hafa lýst áhuga á að styðja verkefnið. Björgin verður í fyrstu prófuð af öflugum hópi kennara sem bauð sig fram í verkefnið og mun veita endurgjöf til að styðja við áframhaldandi þróun. Það er mikilvægt að lausnin taki mið af raunverulegum þörfum kennara og veiti þeim stuðning í daglegu starfi. Með því að eiga samráð við kennara frá upphafi og tryggja að allir hafi tækifæri til að miðla sjónarmiðum sínum, greina áskoranir og koma með tillögur að nýjungum, verður lausnin sterkari og betur aðlöguð að þörfum kennara. Við hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu lítum á gervigreind sem mikilvægt tækifæri til að styðja kennara í daglegu starfi sínu, auka skilvirkni í menntakerfinu og styðja við símenntun kennara. Við munum einnig að sjálfsögðu sjá til þess allar lausnir sem nýta gervigreind standist gildandi lög og reglur og séu innleiddar á ábyrgan hátt. Framtíðarmöguleikar fela meðal annars í sér að nýta gervigreind til að sérsníða námsefni að þörfum nemenda, tengja kennslu við markmið aðalnámskrár og styðja kennara í símenntun með lausnum sem veita aðgang að sérsniðnum námskeiðum, leiðsögn og faglegri þróun. Auk þess geta lausnir á sviði gervigreindar stutt kennara við að taka á móti nemendum með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn, sem stuðlar að aukinni aðlögun og fjölbreytni í skólastarfi. Gervigreind mun ekki leysa allar áskoranir menntakerfisins, en hún býður upp á öflug tæki sem geta stutt kennara, eflt nám nemenda og skapað betri skilyrði fyrir menntun framtíðarinnar. Með ábyrgri og markvissri innleiðingu, byggðri á þörfum skólasamfélagsins, er hægt að tryggja að tækifæri gervigreindar nýtist sem best til að efla íslenskt skólastarf. Að lokum er rétt að geta þess að hagnýting gervigreindar er einungis hluti af þeirri mikilvægu vegferð sem við erum í og ætlað er að styðja við íslenskt skólakerfi á sem bestan hátt. Á næstu misserum munum við til dæmis kynna ýmsar nýjar lausnir í þeim tilgangi. Þar á meðal er Frigg, sem mun veita skólum einfaldan og öruggan aðgang að nauðsynlegum upplýsingum um alla nemendur. Þá er einnig unnið að heildstæðu kerfi fyrir Matsferil sem aflar upplýsinga um stöðu og framvindu nemenda á mörgum sviðum, eins og til dæmis málþroska, lesfimi, stærðfræði og lesskilningi. Þetta kerfi mun styðja við markvissari nálgun í námi og kennslu með því að auðvelda greiningu á styrkleikum og þörfum nemenda. Höfundur er stafrænn leiðtogi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun