Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. desember 2024 21:02 Guðmundur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir notkun rafvarnarvopna hingað til mun minni á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Vísir/Einar Rafbyssu var beitt í fyrsta sinn hér á landi í gær þegar lögreglan var kölluð til vegna vopnaðs manns. Öll atburðarásin var tekin upp á búkmyndavélar lögreglumanna á svæðinu og mun sérstakur starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins fara yfir atvikið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra voru með mikinn viðbúnað við Miklubraut í Reykjavík í gær vegna manns sem var vopnaður hnífi. Lögreglan notaði meðal annars rafbyssu til að yfirbuga manninn en það er í fyrsta sinn sem vopninu er beitt frá því að lögreglan tók rafbyssur í notkun í september á þessu ári. Vopnin hafa þó verið dregin úr slíðri áður eða ræst eða alls tuttugu og níu sinnum í sautján málum. „Ástæðan fyrir því að það er búið að draga úr slíðri þetta oft en í færri málum þá eru kannski tvö vopn á svæðinu. Þá eru bæði dregin upp. Þau eru dregin upp eða ræst. Stundum dugir bara að draga þau upp. Í öðrum tilfellum hefur verið ræst en þá er viðkomandi gefin viðvörun með hljóði og ljósmerki og hingað til, þangað til í gær, hefur það dugað til þess að fá fólk til þess að hlýða skipunum lögreglu,“ segir Guðmundur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu. Í verklagi lögreglu er það metið í hverju tilfelli fyrir sig hvort læknir skoði þá sem skotið er á með rafbyssu en lögreglan gefur ekki upp hvort það var gert í gær. Guðmundur segir lögreglumenn meðvitaða um að slys geti orðið þegar vopnin eru notuð. „Slysin sem verða fyrst og fremst þegar þetta vopn er notað er falláverkar þegar fólk fær rafstuð í sig þá stirðnar það upp og fellur og við þurfum að hafa það í huga hvar fólk er statt þegar að við notum þessi tæki.“ Lögreglan á hundrað og tuttugu rafbyssur sem lögreglumenn um allt land hafa aðgang að.Vísir/Einar Eftirlitið sé gott með notkun vopnanna og sérstakur starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins fari yfir öll atvik þar sem byssurnar eru teknar upp eða notaðar. Þannig verði atvikið í gær skoðað af honum. Þá séu allir lögreglumenn sem bera rafvarnarvopnin með á sér með búkmyndavélar sem séu tengdar slíðrinu og upptökurnar úr þeim eru nýttar þegar atvikin eru skoðuð. „Um leið og vopnið er tekið úr slíðri þá kviknar sjálfkrafa á öllum myndavélum í ákveðnum radíus í kringum vopnið. Allir sem eru að bera þessar myndavéla sem tengjast vélunum. Þá fer upptaka í gang og allt sem sagt skráð og vistað. Þannig hvert og eitt einstaka mál er skoðað og ígrundað eftir notkun.“ Lögreglan Lögreglumál Rafbyssur Tengdar fréttir Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu beittu síðdegis í gær rafbyssu í fyrsta sinn hér á landi. Það var gert vegna vopnaðs einstaklings sem mun hafa sýnt af sér ógnandi hegðun við Miklubraut í gær og var lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 18. desember 2024 11:33 Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Lögreglumenn hafa fimmtán sinnum dregið rafbyssur úr slíðri eða ræst þær eftir að þeir fengu þær fyrst í hendur í september. Enginn hefur enn verið skotinn með rafbyssu af lögreglumönnum. Hver rafbyssa kostar meira en milljón krónur. 4. nóvember 2024 08:33 Lögreglumenn vopnast rafbyssum í byrjun september Almenningur má eiga von á að sjá lögreglumenn vopnaða rafbyssum á næstunni en þær verða afhentar lögregluembættum á landinu í fyrstu viku september. Lögreglan segir um helming landsmanna hlynntan rafbyssuburði lögreglumanna. 20. ágúst 2024 09:22 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra voru með mikinn viðbúnað við Miklubraut í Reykjavík í gær vegna manns sem var vopnaður hnífi. Lögreglan notaði meðal annars rafbyssu til að yfirbuga manninn en það er í fyrsta sinn sem vopninu er beitt frá því að lögreglan tók rafbyssur í notkun í september á þessu ári. Vopnin hafa þó verið dregin úr slíðri áður eða ræst eða alls tuttugu og níu sinnum í sautján málum. „Ástæðan fyrir því að það er búið að draga úr slíðri þetta oft en í færri málum þá eru kannski tvö vopn á svæðinu. Þá eru bæði dregin upp. Þau eru dregin upp eða ræst. Stundum dugir bara að draga þau upp. Í öðrum tilfellum hefur verið ræst en þá er viðkomandi gefin viðvörun með hljóði og ljósmerki og hingað til, þangað til í gær, hefur það dugað til þess að fá fólk til þess að hlýða skipunum lögreglu,“ segir Guðmundur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu. Í verklagi lögreglu er það metið í hverju tilfelli fyrir sig hvort læknir skoði þá sem skotið er á með rafbyssu en lögreglan gefur ekki upp hvort það var gert í gær. Guðmundur segir lögreglumenn meðvitaða um að slys geti orðið þegar vopnin eru notuð. „Slysin sem verða fyrst og fremst þegar þetta vopn er notað er falláverkar þegar fólk fær rafstuð í sig þá stirðnar það upp og fellur og við þurfum að hafa það í huga hvar fólk er statt þegar að við notum þessi tæki.“ Lögreglan á hundrað og tuttugu rafbyssur sem lögreglumenn um allt land hafa aðgang að.Vísir/Einar Eftirlitið sé gott með notkun vopnanna og sérstakur starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins fari yfir öll atvik þar sem byssurnar eru teknar upp eða notaðar. Þannig verði atvikið í gær skoðað af honum. Þá séu allir lögreglumenn sem bera rafvarnarvopnin með á sér með búkmyndavélar sem séu tengdar slíðrinu og upptökurnar úr þeim eru nýttar þegar atvikin eru skoðuð. „Um leið og vopnið er tekið úr slíðri þá kviknar sjálfkrafa á öllum myndavélum í ákveðnum radíus í kringum vopnið. Allir sem eru að bera þessar myndavéla sem tengjast vélunum. Þá fer upptaka í gang og allt sem sagt skráð og vistað. Þannig hvert og eitt einstaka mál er skoðað og ígrundað eftir notkun.“
Lögreglan Lögreglumál Rafbyssur Tengdar fréttir Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu beittu síðdegis í gær rafbyssu í fyrsta sinn hér á landi. Það var gert vegna vopnaðs einstaklings sem mun hafa sýnt af sér ógnandi hegðun við Miklubraut í gær og var lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 18. desember 2024 11:33 Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Lögreglumenn hafa fimmtán sinnum dregið rafbyssur úr slíðri eða ræst þær eftir að þeir fengu þær fyrst í hendur í september. Enginn hefur enn verið skotinn með rafbyssu af lögreglumönnum. Hver rafbyssa kostar meira en milljón krónur. 4. nóvember 2024 08:33 Lögreglumenn vopnast rafbyssum í byrjun september Almenningur má eiga von á að sjá lögreglumenn vopnaða rafbyssum á næstunni en þær verða afhentar lögregluembættum á landinu í fyrstu viku september. Lögreglan segir um helming landsmanna hlynntan rafbyssuburði lögreglumanna. 20. ágúst 2024 09:22 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira
Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu beittu síðdegis í gær rafbyssu í fyrsta sinn hér á landi. Það var gert vegna vopnaðs einstaklings sem mun hafa sýnt af sér ógnandi hegðun við Miklubraut í gær og var lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 18. desember 2024 11:33
Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Lögreglumenn hafa fimmtán sinnum dregið rafbyssur úr slíðri eða ræst þær eftir að þeir fengu þær fyrst í hendur í september. Enginn hefur enn verið skotinn með rafbyssu af lögreglumönnum. Hver rafbyssa kostar meira en milljón krónur. 4. nóvember 2024 08:33
Lögreglumenn vopnast rafbyssum í byrjun september Almenningur má eiga von á að sjá lögreglumenn vopnaða rafbyssum á næstunni en þær verða afhentar lögregluembættum á landinu í fyrstu viku september. Lögreglan segir um helming landsmanna hlynntan rafbyssuburði lögreglumanna. 20. ágúst 2024 09:22