Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. desember 2024 13:02 Hér á landi hafa ýmsir stuðningsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandið fullyrt að sótt verði um inngöngu í sambandið í Noregi eftir næstu þingkosningar þar í landi sem fram fara að óbreyttu eftir rúmt ár án þess þó að færa nokkur haldbær rök fyrir þeirri fullyrðingu. Væntanlega hafa þeir þá eitthvað meiri upplýsingar um það en leiðtogi hreyfingar norskra stuðningsmanna inngöngu í Evrópusambandið. Haft er þannig eftir Heidi Nordby Lunde, leiðtoga norsku Evrópuhreyfingarinnar, í dagblaðinu Nettavisen í gær að hún teldi ekki að Norðmenn myndu kjósa um inngöngu í Evrópusambandið á næsta kjörtímabili, sem verður frá 2025-2029, aðspurð hvort hún héldi að til þess kæmi í fyrirsjáanlegri framtíð. Hins vegar gæti það mögulega að hennar mati orðið í kringum 2030. Það er að segja á þarnæsta kjörtímabili. Tilefni fréttarinnar var niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið InFact vann fyrir blaðið og sýnir meirihluta Norðmanna sem fyrr andvígan inngöngu í Evrópusambandið, eða 55,7% á móti 28,3% en meirihluti hefur verið á móti því að Noregur gengi í sambandið í öllum könnunum sem birtar hafa verið frá því í byrjun árs 2005. Til að mynda er meirihluti andvígur inngöngu í öllum aldurshópum. Fremur bjartsýnt mat frekar en hitt Viðbúið er að fremur sé um bjartsýnt mat af hálfu Lunde, jafnvel óskhyggju, að ræða fremur en hitt. Hún hefur þannig án efa reynt að vera eins bjartsýn og hún hefur talið unnt og líklega rúmlega það. Fátt ef eitthvað bendir einfaldlega til þess að tekin verði skref í Noregi í átt að inngöngu í Evrópusambandið í fyrirsjáanlegri framtíð ef einhvern tímann hvað sem líður innistæðulausun fullyrðingum hér á landi. Fyrir utan niðurstöður kannana í Noregi eru flestir stjórnmálaflokkar landsins andvígir inngöngu landsins í Evrópusambandið. Sömu þrír flokkar og lengi hafa verið hlynntir inngöngu eru það enn. Fyrir vikið er enginn meirihluti á norska Stórþinginu fyrir málinu. Þá eru ríkisstjórnir yfirleitt myndaðar til hægri eða vinstri sem þýðir að ekki verða myndaðar ríkisstjórnir einhuga um inngöngu í sambandið. Hitt er svo annað mál að um gamlan leik er að ræða. Þannig hefur ítrekað verið fullyrt af norskum Evrópusambandssinnum á liðnum áratugum að við Íslendingar værum á leið í Evrópusambandið á sama tíma og hérlendir stuðningsmenn inngöngu í sambandið hafa reglulega fullyrt að það sama ætti við um Norðmenn. Án alls haldbærs rökstuðnings. Hvorugt er hins vegar né hefur verið raunin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Hér á landi hafa ýmsir stuðningsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandið fullyrt að sótt verði um inngöngu í sambandið í Noregi eftir næstu þingkosningar þar í landi sem fram fara að óbreyttu eftir rúmt ár án þess þó að færa nokkur haldbær rök fyrir þeirri fullyrðingu. Væntanlega hafa þeir þá eitthvað meiri upplýsingar um það en leiðtogi hreyfingar norskra stuðningsmanna inngöngu í Evrópusambandið. Haft er þannig eftir Heidi Nordby Lunde, leiðtoga norsku Evrópuhreyfingarinnar, í dagblaðinu Nettavisen í gær að hún teldi ekki að Norðmenn myndu kjósa um inngöngu í Evrópusambandið á næsta kjörtímabili, sem verður frá 2025-2029, aðspurð hvort hún héldi að til þess kæmi í fyrirsjáanlegri framtíð. Hins vegar gæti það mögulega að hennar mati orðið í kringum 2030. Það er að segja á þarnæsta kjörtímabili. Tilefni fréttarinnar var niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið InFact vann fyrir blaðið og sýnir meirihluta Norðmanna sem fyrr andvígan inngöngu í Evrópusambandið, eða 55,7% á móti 28,3% en meirihluti hefur verið á móti því að Noregur gengi í sambandið í öllum könnunum sem birtar hafa verið frá því í byrjun árs 2005. Til að mynda er meirihluti andvígur inngöngu í öllum aldurshópum. Fremur bjartsýnt mat frekar en hitt Viðbúið er að fremur sé um bjartsýnt mat af hálfu Lunde, jafnvel óskhyggju, að ræða fremur en hitt. Hún hefur þannig án efa reynt að vera eins bjartsýn og hún hefur talið unnt og líklega rúmlega það. Fátt ef eitthvað bendir einfaldlega til þess að tekin verði skref í Noregi í átt að inngöngu í Evrópusambandið í fyrirsjáanlegri framtíð ef einhvern tímann hvað sem líður innistæðulausun fullyrðingum hér á landi. Fyrir utan niðurstöður kannana í Noregi eru flestir stjórnmálaflokkar landsins andvígir inngöngu landsins í Evrópusambandið. Sömu þrír flokkar og lengi hafa verið hlynntir inngöngu eru það enn. Fyrir vikið er enginn meirihluti á norska Stórþinginu fyrir málinu. Þá eru ríkisstjórnir yfirleitt myndaðar til hægri eða vinstri sem þýðir að ekki verða myndaðar ríkisstjórnir einhuga um inngöngu í sambandið. Hitt er svo annað mál að um gamlan leik er að ræða. Þannig hefur ítrekað verið fullyrt af norskum Evrópusambandssinnum á liðnum áratugum að við Íslendingar værum á leið í Evrópusambandið á sama tíma og hérlendir stuðningsmenn inngöngu í sambandið hafa reglulega fullyrt að það sama ætti við um Norðmenn. Án alls haldbærs rökstuðnings. Hvorugt er hins vegar né hefur verið raunin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun