Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar 16. desember 2024 23:16 Borist hafa af því fréttir að fyrirtæki eins og Alvotech og Arion banki hafi hug á því að stofna leikskóla eða einhvers konar dagvistunarúrræði fyrir börn starfsmanna sinna. Fyrir þessum hugmyndum hefur Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, meðal annars talað. Margar áleitnar spurningar vakna þegar svona umræða fer af stað. Gallarnir eru margir og nægir að nefna forgang fyrir börn starfsfólks fyrirtækjanna sem sveitarfélög, sem gera samning við slík einkafyrirtæki, setja sem kröfu. Við það skapast ójafnræði sem erfitt er fyrir sveitarfélög að rökstyðja. Hingað til hefur verið sátt innan samfélagsins um að leikskólarnir séu byggðir upp á samfélagslegum grunni, líkt og grunnskólarnir. Hvernig væri umræðan ef Alvotech og Arion banki hygðust stofna grunnskóla? „Talsmenn fyrirtækjanna segja að lakur árangur íslenskra nemenda á Pisa prófinu muni til lengri tíma skekkja samkeppnisstöðu þeirra. Við þurfum betur menntað starfsfólk og þar skiptir miklu máli að grunnurinn sé góður.“ Erum við að sjá hér raungerast einhverja allsherjar stefnubreytingu á þeim samfélagssáttmála sem ríkt hefur um skólakerfið? Þessi hugmynd fyrirtækja að setja á laggir leikskóla sprettur upp úr þeim vanda sem ofvöxtur leikskólakerfisins hefur skapað. Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig og í raun allt of hratt til þess að geta staðið almennilega undir sér. Ákvarðanir samfélagsins um að taka sífellt inn yngri og yngri börn án þess að hugsa málið fyllilega til enda hefur aukið á vandann og komið okkur öllum í erfiða stöðu. Að ætla á ofurhraða að brúa bilið milli leikskóla og fæðingarorlofs með leikskólum myndi setja aukinn þrýsting á kerfi sem þolir ekki meiri þrýsting. Almennt hefur umræðan um brúun bilsins að litlu leyti verið út frá forsendum og þörfum barna. Fáir leita svara við spurningunni: „Hvað er best fyrir 1-2 ára börn?“ Vandi leikskólakerfisins er skortur á fagmenntuðu starfsfólki. Hvorki Alovotech né Arion banki munu framleiða kennara á örskotsstundu. Staðan er einfaldlega þannig að á meðan verið er að ná nýliðun á flug er eina raunhæfa lausnin að brúa bilið með lengra fæðingarorlofi, skilyrtu milli kynja. Það mætti til dæmis skoða að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með þrepaskiptu kerfi sem talar saman við fæðingarorlofskerfið þar sem dvalartími barna lengist í áföngum eftir því sem þau eldast. Það hefur verið slegið met í innritun í leikskólakennaranám mörg ár aftur í tímann. Nýliðunin mun hins vegar taka tíma þar sem kerfið hefur stækkað hraðar en við ráðum við. Það virðist vera einhver hugsanavilla í gangi um að einkafyrirtækjum muni ganga betur en opinberum aðilum að laða til sín kennara. Staðreyndin er þessi. Hlutfall kennara með leyfisbréf í leikskólum, reknum af sveitarfélögunum, er 26%. Hlutfall kennara með leyfisbréf í sjálfstætt starfandi leikskólum er 18%. Að meðaltali gengur sjálfstætt starfandi skólum ekki betur að laða til sín kennara en skólum sem sveitarfélögin reka. Stærsta verkefni sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum. Við erum ekki að ná að viðhalda nægilega háum gæðum í námi á leikskólastigi vegna mikils skorts á kennurum. Í dag vantar 2.469 kennara til að uppfylla lagalegar skyldur sem kveða á um að 67% þeirra sem sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Til að fjölga kennurum enn frekar þarf að gera störf í leikskólum eftirsóttari, draga úr starfsmannaveltu og styðja við starfsfólk og stjórnendur leikskóla. Það er aðallega tvennt sem mun stuðla að fjölgun kennara: Laun þurfa að vera samkeppnishæf við aðra sérfræðinga á markaði. Það þarf að skapa kennurum á leikskólastiginu starfsaðstæður sem þeir vilja starfa í. Eini raunverulegi staðurinn þar sem hægt er að vinna markvisst að þessum tveimur punktum er við kjarasamningsborðið. Þar sitjum við núna. Við það borð veita einstaklingar eins og Einar Þorsteinsson borgarstjóri umboð til þess að gera kjarasamninga sem raunverulega geta fjölgað kennurum á leikskólastiginu. Það er sami Einar Þorsteinsson og kvartar yfir því að ekki fáist nægilega margir kennarar til starfa í leikskólum landsins. Eins og staðan er í dag virðist vera mjög djúpt á umboði frá honum til að gera það sem þarf. Hér fer ekki saman hljóð og mynd. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Freyr Gíslason Alvotech Arion banki Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Borist hafa af því fréttir að fyrirtæki eins og Alvotech og Arion banki hafi hug á því að stofna leikskóla eða einhvers konar dagvistunarúrræði fyrir börn starfsmanna sinna. Fyrir þessum hugmyndum hefur Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, meðal annars talað. Margar áleitnar spurningar vakna þegar svona umræða fer af stað. Gallarnir eru margir og nægir að nefna forgang fyrir börn starfsfólks fyrirtækjanna sem sveitarfélög, sem gera samning við slík einkafyrirtæki, setja sem kröfu. Við það skapast ójafnræði sem erfitt er fyrir sveitarfélög að rökstyðja. Hingað til hefur verið sátt innan samfélagsins um að leikskólarnir séu byggðir upp á samfélagslegum grunni, líkt og grunnskólarnir. Hvernig væri umræðan ef Alvotech og Arion banki hygðust stofna grunnskóla? „Talsmenn fyrirtækjanna segja að lakur árangur íslenskra nemenda á Pisa prófinu muni til lengri tíma skekkja samkeppnisstöðu þeirra. Við þurfum betur menntað starfsfólk og þar skiptir miklu máli að grunnurinn sé góður.“ Erum við að sjá hér raungerast einhverja allsherjar stefnubreytingu á þeim samfélagssáttmála sem ríkt hefur um skólakerfið? Þessi hugmynd fyrirtækja að setja á laggir leikskóla sprettur upp úr þeim vanda sem ofvöxtur leikskólakerfisins hefur skapað. Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig og í raun allt of hratt til þess að geta staðið almennilega undir sér. Ákvarðanir samfélagsins um að taka sífellt inn yngri og yngri börn án þess að hugsa málið fyllilega til enda hefur aukið á vandann og komið okkur öllum í erfiða stöðu. Að ætla á ofurhraða að brúa bilið milli leikskóla og fæðingarorlofs með leikskólum myndi setja aukinn þrýsting á kerfi sem þolir ekki meiri þrýsting. Almennt hefur umræðan um brúun bilsins að litlu leyti verið út frá forsendum og þörfum barna. Fáir leita svara við spurningunni: „Hvað er best fyrir 1-2 ára börn?“ Vandi leikskólakerfisins er skortur á fagmenntuðu starfsfólki. Hvorki Alovotech né Arion banki munu framleiða kennara á örskotsstundu. Staðan er einfaldlega þannig að á meðan verið er að ná nýliðun á flug er eina raunhæfa lausnin að brúa bilið með lengra fæðingarorlofi, skilyrtu milli kynja. Það mætti til dæmis skoða að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með þrepaskiptu kerfi sem talar saman við fæðingarorlofskerfið þar sem dvalartími barna lengist í áföngum eftir því sem þau eldast. Það hefur verið slegið met í innritun í leikskólakennaranám mörg ár aftur í tímann. Nýliðunin mun hins vegar taka tíma þar sem kerfið hefur stækkað hraðar en við ráðum við. Það virðist vera einhver hugsanavilla í gangi um að einkafyrirtækjum muni ganga betur en opinberum aðilum að laða til sín kennara. Staðreyndin er þessi. Hlutfall kennara með leyfisbréf í leikskólum, reknum af sveitarfélögunum, er 26%. Hlutfall kennara með leyfisbréf í sjálfstætt starfandi leikskólum er 18%. Að meðaltali gengur sjálfstætt starfandi skólum ekki betur að laða til sín kennara en skólum sem sveitarfélögin reka. Stærsta verkefni sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum. Við erum ekki að ná að viðhalda nægilega háum gæðum í námi á leikskólastigi vegna mikils skorts á kennurum. Í dag vantar 2.469 kennara til að uppfylla lagalegar skyldur sem kveða á um að 67% þeirra sem sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Til að fjölga kennurum enn frekar þarf að gera störf í leikskólum eftirsóttari, draga úr starfsmannaveltu og styðja við starfsfólk og stjórnendur leikskóla. Það er aðallega tvennt sem mun stuðla að fjölgun kennara: Laun þurfa að vera samkeppnishæf við aðra sérfræðinga á markaði. Það þarf að skapa kennurum á leikskólastiginu starfsaðstæður sem þeir vilja starfa í. Eini raunverulegi staðurinn þar sem hægt er að vinna markvisst að þessum tveimur punktum er við kjarasamningsborðið. Þar sitjum við núna. Við það borð veita einstaklingar eins og Einar Þorsteinsson borgarstjóri umboð til þess að gera kjarasamninga sem raunverulega geta fjölgað kennurum á leikskólastiginu. Það er sami Einar Þorsteinsson og kvartar yfir því að ekki fáist nægilega margir kennarar til starfa í leikskólum landsins. Eins og staðan er í dag virðist vera mjög djúpt á umboði frá honum til að gera það sem þarf. Hér fer ekki saman hljóð og mynd. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun