Veruleikinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 14. desember 2024 11:02 Með inngöngu í Evrópusambandið myndum við Íslendingar meðal annars ganga inn í ákveðið fyrirkomulag varðandi það hvaða vægi einstök ríki sambandsins hafa þegar teknar eru ákvarðanir á vettvangi þess. Þar er fyrst og fremst miðað við íbúafjölda ríkjanna og hefur þróunin hingað til verið í vaxandi mæli í þá áttina. Ekki sízt í ráðherraráði Evrópusambandsins sem gjarnan er talið valdamesta stofnun þess. Eðli málsins samkvæmt hefur þessi þróun komið sér verst fyrir fámennustu ríkin innan sambandsins. Vægi Íslands á þingi Evrópusambandsins yrði sex þingmenn af vel yfir 700 sem væri hliðstætt við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Hvað ráðherraáðið varðar væri staðan enn verri, þar sem alfarið er miðað við íbúafjölda þar ólíkt því sem áður var, eða einungis á við 5% af alþingismanni. Til að mynda má finna sérstaka reiknivél á vef ráðsins þar sem hægt er að sjá vægi ríkja sambandsins í ráðinu. Vissulega gæti Ísland viðrað sjónarmið sín en gæti á engan hátt treyst því að þau yrðu tekin til greina. Meðal þeirra mála sem háð eru vægi ríkja innan Evrópusambandsins út frá íbúafjölda eru sjávarútvegsmál og orkumál sem skipta okkur Íslendinga miklu máli. Landlukt ríki eins og Luxemborg sem telur um 670 þúsund íbúa hefði þannig meira um sjávarútvegsmál okkar Íslendinga að segja en við sjálf í krafti íbúafjölda síns. Hið sama á við um hin fjögur ríki sambandsins sem ekki eiga land að sjó sem og auðvitað öll önnur ríki þess enda yrði Ísland langfámennasta ríkið. Þetta er einfaldlega veruleikinn í þeim efnum. Væntanlega segir það sig sjálft að Evrópusambandið væri ekki að koma sér upp slíku kerfi ef ekki væri ætlunin að beita því. Enda hefur sambandið beitt því óspart og fjölmörg dæmi um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í atkvæðagreiðslum á vettvangi þess og það gjarnan um mikilvæg hagsmunamál þeirra eins og ég tók dæmi um í annari grein minni um þessi mál á dögunum. Þannig kemur til að mynda fram á vef ráðherraráðsins að langflestar ákvarðanir þess, 80%, séu teknar með þessu fyrirkomulagi. Með öðrum orðum er afskaplega langur vegur frá því að um minnimáttarkennd fyrir hönd lands og þjóðar sé að ræða þegar vakin er athygli á þessum veruleika eins og Andrés Pétursson, fyrrverandi formaður Evrópusamtakanna, vildi meina í grein á Vísi fyrr í vikunni. Reyndar kemur sú gagnrýni úr nokkuð harðri átt enda hefur málflutningur Evrópusambandssinna í gegnum tíðina ekki sízt snúizt um það að við þyrfum að ganga í Evrópusambandið vegna þess að við værum einfaldlega of lítil og fámenn til þess að standa á eigin fótum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Með inngöngu í Evrópusambandið myndum við Íslendingar meðal annars ganga inn í ákveðið fyrirkomulag varðandi það hvaða vægi einstök ríki sambandsins hafa þegar teknar eru ákvarðanir á vettvangi þess. Þar er fyrst og fremst miðað við íbúafjölda ríkjanna og hefur þróunin hingað til verið í vaxandi mæli í þá áttina. Ekki sízt í ráðherraráði Evrópusambandsins sem gjarnan er talið valdamesta stofnun þess. Eðli málsins samkvæmt hefur þessi þróun komið sér verst fyrir fámennustu ríkin innan sambandsins. Vægi Íslands á þingi Evrópusambandsins yrði sex þingmenn af vel yfir 700 sem væri hliðstætt við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Hvað ráðherraáðið varðar væri staðan enn verri, þar sem alfarið er miðað við íbúafjölda þar ólíkt því sem áður var, eða einungis á við 5% af alþingismanni. Til að mynda má finna sérstaka reiknivél á vef ráðsins þar sem hægt er að sjá vægi ríkja sambandsins í ráðinu. Vissulega gæti Ísland viðrað sjónarmið sín en gæti á engan hátt treyst því að þau yrðu tekin til greina. Meðal þeirra mála sem háð eru vægi ríkja innan Evrópusambandsins út frá íbúafjölda eru sjávarútvegsmál og orkumál sem skipta okkur Íslendinga miklu máli. Landlukt ríki eins og Luxemborg sem telur um 670 þúsund íbúa hefði þannig meira um sjávarútvegsmál okkar Íslendinga að segja en við sjálf í krafti íbúafjölda síns. Hið sama á við um hin fjögur ríki sambandsins sem ekki eiga land að sjó sem og auðvitað öll önnur ríki þess enda yrði Ísland langfámennasta ríkið. Þetta er einfaldlega veruleikinn í þeim efnum. Væntanlega segir það sig sjálft að Evrópusambandið væri ekki að koma sér upp slíku kerfi ef ekki væri ætlunin að beita því. Enda hefur sambandið beitt því óspart og fjölmörg dæmi um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í atkvæðagreiðslum á vettvangi þess og það gjarnan um mikilvæg hagsmunamál þeirra eins og ég tók dæmi um í annari grein minni um þessi mál á dögunum. Þannig kemur til að mynda fram á vef ráðherraráðsins að langflestar ákvarðanir þess, 80%, séu teknar með þessu fyrirkomulagi. Með öðrum orðum er afskaplega langur vegur frá því að um minnimáttarkennd fyrir hönd lands og þjóðar sé að ræða þegar vakin er athygli á þessum veruleika eins og Andrés Pétursson, fyrrverandi formaður Evrópusamtakanna, vildi meina í grein á Vísi fyrr í vikunni. Reyndar kemur sú gagnrýni úr nokkuð harðri átt enda hefur málflutningur Evrópusambandssinna í gegnum tíðina ekki sízt snúizt um það að við þyrfum að ganga í Evrópusambandið vegna þess að við værum einfaldlega of lítil og fámenn til þess að standa á eigin fótum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun