Hittust bara einu sinni eftir Friends Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. desember 2024 15:06 Vinirnir á endurfundum árið 2021. HBO MAX Vinirnir í Friends hittust aðeins einu sinni eftir að tökum á þáttunum lauk árið 2004 og þar til þau hittust í sérstökum endurfundaþætti. Þetta segir Lisa Kudrow sem segist hafa horft á þættina aftur til að hugga sig eftir sviplegt fráfall Matthew Perry. „Við sex fengum okkur kvöldmat í eitt skiptið eftir að þátturinn hætti,“ segir Kudrow sem fór með hlutverk Phoebe Buffay í Friends, í hlaðvarpsþætti Modern Family stjörnunnar Jesse Tyler Ferguson. Hún segir þau hafa hist árið 2014 í stórkostlegu matarboði, þar sem ekkert hafði breyst þrátt fyrir að tíu ár væru liðin. „Þetta var svo frábært að við töluðum um það að við ættum að gera þetta oftar,“ segir Kudrow. Hún segir leikarana hafa verið einstaklega þakkláta að hafa fengið að hittast öll aftur þegar HBO Max blés til endurfundaþáttar árið 2021. Grínþættirnir komu fyrst út árið 1994 og gengu í sjónvarpi í tíu ár til 2004 og njóta enn þann dag í dag mikilla vinsælda. Hrikti í stoðunum eftir fráfall Perry Líkt og alþjóð veit lést Matthew Perry sem fór með hlutverk Chandler Bing í fyrra eftir neyslu á ketamíni. Kudrow segir að þetta hafi haft gríðarleg áhrif á leikarahópinn sem var eftir. „Þetta var gríðarlegt áfall. Perry hafði sjálfur sagt að þetta kæmi ekki á óvart, en að þetta yrði sjokk og hann hafði rétt fyrir sér. Þetta kom ekki á óvart en þetta var samt sjokk,“ segir leikkonan. „Persónulega þá held ég að hann hafi dáið hamingjusamur. Ég held að seinustu dagana fyrir fráfallið hafi hann verið glaður og spenntur fyrir lífinu,“ segir Kudrow. Hún segist hafa byrjað að horfa á gamla þætti af Friends til þess að takast á við sorgina. Enn þann dag í dag hefur hún ekki séð alla þættina en ástæðuna rekur hún til streituviðbragða sem hún upplifir við að horfa. Bíó og sjónvarp Andlát Matthew Perry Hollywood Friends Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
„Við sex fengum okkur kvöldmat í eitt skiptið eftir að þátturinn hætti,“ segir Kudrow sem fór með hlutverk Phoebe Buffay í Friends, í hlaðvarpsþætti Modern Family stjörnunnar Jesse Tyler Ferguson. Hún segir þau hafa hist árið 2014 í stórkostlegu matarboði, þar sem ekkert hafði breyst þrátt fyrir að tíu ár væru liðin. „Þetta var svo frábært að við töluðum um það að við ættum að gera þetta oftar,“ segir Kudrow. Hún segir leikarana hafa verið einstaklega þakkláta að hafa fengið að hittast öll aftur þegar HBO Max blés til endurfundaþáttar árið 2021. Grínþættirnir komu fyrst út árið 1994 og gengu í sjónvarpi í tíu ár til 2004 og njóta enn þann dag í dag mikilla vinsælda. Hrikti í stoðunum eftir fráfall Perry Líkt og alþjóð veit lést Matthew Perry sem fór með hlutverk Chandler Bing í fyrra eftir neyslu á ketamíni. Kudrow segir að þetta hafi haft gríðarleg áhrif á leikarahópinn sem var eftir. „Þetta var gríðarlegt áfall. Perry hafði sjálfur sagt að þetta kæmi ekki á óvart, en að þetta yrði sjokk og hann hafði rétt fyrir sér. Þetta kom ekki á óvart en þetta var samt sjokk,“ segir leikkonan. „Persónulega þá held ég að hann hafi dáið hamingjusamur. Ég held að seinustu dagana fyrir fráfallið hafi hann verið glaður og spenntur fyrir lífinu,“ segir Kudrow. Hún segist hafa byrjað að horfa á gamla þætti af Friends til þess að takast á við sorgina. Enn þann dag í dag hefur hún ekki séð alla þættina en ástæðuna rekur hún til streituviðbragða sem hún upplifir við að horfa.
Bíó og sjónvarp Andlát Matthew Perry Hollywood Friends Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira