Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar 11. desember 2024 07:01 Haustið 1994 kom út bókin Embættismenn og stjórnmálamenn – Skipulag og vinnubrögð í íslenskri stjórnsýslu eftir Gunnar Helga Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands. Bókin, sem fagnar nú 30 ára afmæli, var tímamótaverk og byggði á fyrstu nútímarannsókninni á íslenskri stjórnsýslu. Í raun má segja að hún hafi verið uppgjör við stjórnsýslu 20. aldarinnar. Dómur Gunnars Helga á stöðu stjórnsýslunnar var harður. Hér verður tæpt á því helsta sem fram kom í bók Gunnars en jafnframt verður litið til þeirra umbóta sem átt hafa sér stað síðan bókin kom út. Hví að skrifa pistil um íslenska stjórnsýslu? Stjórnsýslan er stór hluti af daglegu lífi okkar, hvort sem er í formi opinberrar þjónustu eða umræðu í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum. Flestir nýta sér þjónustu hins opinbera, þótt það ráðist m.a. af aldri, þörfum og aðstæðum. Því er eðlilegt að hafa skoðanir á því hvernig stjórnsýslan starfar. Ráðuneyti, ráðherrar, stofnanir og sveitarfélög eru reglulega til umfjöllunar, enda sinnir hið opinbera mikilvægustu málefnum samfélagsins með þúsundir starfsmanna víða um land. Stjórnsýslan árið 1994 Í bókinni frá 1994 lýsir Gunnar Helgi íslenskri stjórnsýslu sem stjórn- og aðhaldslausu kerfi. Ráðuneytin voru mörg og lítil sem réðu misvel við verkefni sín. Fjöldi smárra og sjálfstæðra stofnana gerði stjórnsýsluna flókna og ósamræmda. Gunnar taldi að innleiða bæri faglegri vinnubrögð, efla ætti ráðningarferli og styrkja starfsmannastjórn. Hann lagði til að yfirmönnum væri fækkað, verkaskipting skýrð og stofnanir sameinaðar. Einnig taldi hann mikilvægt að efla sveitarstjórnarstigið. Bent var á að vinnubrögð í íslenskri stjórnsýslu væru óskýrari og ófaglegri en víða annars staðar í Norður-Evrópu. Uppbygging stjórnsýslunnar fylgdi ekki skýrum línum, sem dró úr skilvirkni. Breytingar og umbætur á stofnunum Á síðustu 30 árum hafa orðið ýmsar breytingar á stjórnsýslunni. Stofnanir hafa verið sameinaðar, t.d. skattstofur, lögregluembætti og stofnanir á sviði samgöngumála og umhverfis- og orkumála. Sjálfstæðum stofnunum hefur einnig fækkað, þó þær séu ekki alveg horfnar. Breytingar hafa einnig átt sér stað í starfsmannastjórnun. Áður höfðu stjórnmálamenn meiri áhrif á ráðningar, en nú er ferlið faglegra. Mannauðssérfræðingar starfa í ráðuneytum og sinna margvíslegum verkefnum tengdum ráðningum, líðan starfsfólks og endurmenntun. Ráðuneytum hefur bæði fjölgað og fækkað í tímans rás, en þau eru orðin stærri en þau voru árið 1994. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga hefur að einhverju leyti skýrst, þó ágreiningur komi reglulega upp. Oft snýr hann að málaflokkum sem fluttir hafa verið frá ríki til sveitarfélaga. Ekki má gleyma því að ríkið er mjög umfangsmikið í veitingu opinberar þjónustu hér á landi samanborið við nágrannalöndin. Ástæðan þykir vera sú að sveitarfélögin séu hérlendis of lítil til að taka að sér fleiri málaflokka frá ríkinu. Lagkökuþróun stjórnsýslunnar Stjórnkerfið á Íslandi ber ákveðin einkenni skrifræðiskenninga Max Webers. Er þar lögð áhersla á stigveldi, miðstýringu, ítarlegt regluverk og ráðningu starfsmanna á grundvelli reynslu og hæfni. Sambærileg einkenni má finna í nágrannaríkjunum. Á síðari hluta 20. aldar hófst umbótaskeið í mörgum vestrænum ríkjum. Þar sem lögð var áhersla á nýjar aðferðir í opinberum rekstri. Þessari bylgju er í raun veru ekki lokið og reglulega bætast við hugmyndir og aðferðir sem þjóðir taka upp í mismiklum mæli. Ísland hefur ekki farið varhluta af þessari þróun. Á tíunda áratugnum varð nýskipan í ríkisrekstri áberandi hér á landi. Voru þar innleiddar ýmsar breytingar, nýjar vinnuaðferðir og verkfæri til að auka skilvirkni og ábyrgð. Eftir efnahagshrunið 2008 var reynt að vinna bug á ýmsum vanköntum nýskipunar með áherslu á aukna samvinnu og heildarsýn í stjórnsýslunni. Þetta leiddi til breytinga á Stjórnarráðslögunum ásamt öðrum aðgerðum sem höfðu það að markmiði að styrkja samvinnu og samstarf milli ráðuneyta og stofnana. Síðast en ekki síst má nefna aukna stafvæðingu hjá ríkinu á undanförnum árum sem felst í því að koma ýmsum ferlum á rafrænt form svo hægt sé að veita betri, hraðari og ódýrari þjónustu. Með stafvæðingunni er verið að innleiða stafrænar lausnir í stjórnsýslunni. Fjölmargar aðrar breytingar hafa fylgt í kjölfarið, sumar tengdar þessum umfangsmeiri umbótum. Eitt skýrasta dæmið um þessa þróun er opnun samráðsgáttar stjórnvalda árið 2018. Gáttin veitir almenningi tækifæri til að koma með ábendingar og athugasemdir við frumvörp og stefnumótun stjórnvalda. Þetta eykur gagnsæi og þátttöku almennings í ákvarðanatökuferlinu. Umbætur sem gerðar hafa verið í stjórnsýslunni hverfa ekki með tilkomu nýrra breytinga. Þess í stað leggjast nýjar umbætur ofan á þær eldri og mynda eins konar „lagköku" þar sem nýjar aðferðir, ferlar, lög og reglur bætast við eldra kerfi sem helst að hluta til óbreytt. Grunnurinn frá skrifræðiskenningum Max Webers er enn til staðar, þar sem stigveldi, miðstýring og reglubundin starfsemi gegna lykilhlutverki. Nýjar aðferðir, eins og þær sem komu með nýskipan í ríkisrekstri á tíunda áratugnum, eru enn við lýði að hluta til. Þessar aðferðir hafa þó þróast og aðlagast nýjum aðstæðum og þörfum. Af þessu hlýst að stjórnsýslan verður blanda af gömlum og nýjum hugmyndum og vinnulögum. Nýjar lausnir og aðferðir festast í sessi samhliða hefðbundnu skrifræði, sem enn byggist á stigveldi, miðstýringu og regluverki. Þessi blanda gerir stjórnsýsluna sveigjanlegri en um leið flóknari, þar sem ný og gömul kerfi þurfa að vinna saman. Rannsókn Gunnars Helga í upphafi tíunda áratugarins er mikilvæg heimild um stöðu íslenska stjórnkerfisins á þeim tíma. Óhætt er þó að segja að íslensk stjórnsýsla hafi tekið framförum síðan rannsóknin var gerð. Margir hafa lagt sitt af mörkum, má þar nefna framsýna stjórnmálamenn, starfsfólk stjórnsýslunnar, framlag fræðasamfélagsins, alþjóðastofnanir og ákall samfélagsins um umbætur og betri þjónustu. Þó er alltaf rými fyrir frekari umbætur. Umbótum í stjórnsýslunni lýkur líklega aldrei, sérstaklega með tilkomu nýrra áskorana og tækifæra, eins og gervigreindar. Stjórnsýslan þarf stöðugt að endurnýja sig og laga sig að breyttum aðstæðum til að tryggja skilvirkni og traust almennings. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Háskólar Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Haustið 1994 kom út bókin Embættismenn og stjórnmálamenn – Skipulag og vinnubrögð í íslenskri stjórnsýslu eftir Gunnar Helga Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands. Bókin, sem fagnar nú 30 ára afmæli, var tímamótaverk og byggði á fyrstu nútímarannsókninni á íslenskri stjórnsýslu. Í raun má segja að hún hafi verið uppgjör við stjórnsýslu 20. aldarinnar. Dómur Gunnars Helga á stöðu stjórnsýslunnar var harður. Hér verður tæpt á því helsta sem fram kom í bók Gunnars en jafnframt verður litið til þeirra umbóta sem átt hafa sér stað síðan bókin kom út. Hví að skrifa pistil um íslenska stjórnsýslu? Stjórnsýslan er stór hluti af daglegu lífi okkar, hvort sem er í formi opinberrar þjónustu eða umræðu í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum. Flestir nýta sér þjónustu hins opinbera, þótt það ráðist m.a. af aldri, þörfum og aðstæðum. Því er eðlilegt að hafa skoðanir á því hvernig stjórnsýslan starfar. Ráðuneyti, ráðherrar, stofnanir og sveitarfélög eru reglulega til umfjöllunar, enda sinnir hið opinbera mikilvægustu málefnum samfélagsins með þúsundir starfsmanna víða um land. Stjórnsýslan árið 1994 Í bókinni frá 1994 lýsir Gunnar Helgi íslenskri stjórnsýslu sem stjórn- og aðhaldslausu kerfi. Ráðuneytin voru mörg og lítil sem réðu misvel við verkefni sín. Fjöldi smárra og sjálfstæðra stofnana gerði stjórnsýsluna flókna og ósamræmda. Gunnar taldi að innleiða bæri faglegri vinnubrögð, efla ætti ráðningarferli og styrkja starfsmannastjórn. Hann lagði til að yfirmönnum væri fækkað, verkaskipting skýrð og stofnanir sameinaðar. Einnig taldi hann mikilvægt að efla sveitarstjórnarstigið. Bent var á að vinnubrögð í íslenskri stjórnsýslu væru óskýrari og ófaglegri en víða annars staðar í Norður-Evrópu. Uppbygging stjórnsýslunnar fylgdi ekki skýrum línum, sem dró úr skilvirkni. Breytingar og umbætur á stofnunum Á síðustu 30 árum hafa orðið ýmsar breytingar á stjórnsýslunni. Stofnanir hafa verið sameinaðar, t.d. skattstofur, lögregluembætti og stofnanir á sviði samgöngumála og umhverfis- og orkumála. Sjálfstæðum stofnunum hefur einnig fækkað, þó þær séu ekki alveg horfnar. Breytingar hafa einnig átt sér stað í starfsmannastjórnun. Áður höfðu stjórnmálamenn meiri áhrif á ráðningar, en nú er ferlið faglegra. Mannauðssérfræðingar starfa í ráðuneytum og sinna margvíslegum verkefnum tengdum ráðningum, líðan starfsfólks og endurmenntun. Ráðuneytum hefur bæði fjölgað og fækkað í tímans rás, en þau eru orðin stærri en þau voru árið 1994. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga hefur að einhverju leyti skýrst, þó ágreiningur komi reglulega upp. Oft snýr hann að málaflokkum sem fluttir hafa verið frá ríki til sveitarfélaga. Ekki má gleyma því að ríkið er mjög umfangsmikið í veitingu opinberar þjónustu hér á landi samanborið við nágrannalöndin. Ástæðan þykir vera sú að sveitarfélögin séu hérlendis of lítil til að taka að sér fleiri málaflokka frá ríkinu. Lagkökuþróun stjórnsýslunnar Stjórnkerfið á Íslandi ber ákveðin einkenni skrifræðiskenninga Max Webers. Er þar lögð áhersla á stigveldi, miðstýringu, ítarlegt regluverk og ráðningu starfsmanna á grundvelli reynslu og hæfni. Sambærileg einkenni má finna í nágrannaríkjunum. Á síðari hluta 20. aldar hófst umbótaskeið í mörgum vestrænum ríkjum. Þar sem lögð var áhersla á nýjar aðferðir í opinberum rekstri. Þessari bylgju er í raun veru ekki lokið og reglulega bætast við hugmyndir og aðferðir sem þjóðir taka upp í mismiklum mæli. Ísland hefur ekki farið varhluta af þessari þróun. Á tíunda áratugnum varð nýskipan í ríkisrekstri áberandi hér á landi. Voru þar innleiddar ýmsar breytingar, nýjar vinnuaðferðir og verkfæri til að auka skilvirkni og ábyrgð. Eftir efnahagshrunið 2008 var reynt að vinna bug á ýmsum vanköntum nýskipunar með áherslu á aukna samvinnu og heildarsýn í stjórnsýslunni. Þetta leiddi til breytinga á Stjórnarráðslögunum ásamt öðrum aðgerðum sem höfðu það að markmiði að styrkja samvinnu og samstarf milli ráðuneyta og stofnana. Síðast en ekki síst má nefna aukna stafvæðingu hjá ríkinu á undanförnum árum sem felst í því að koma ýmsum ferlum á rafrænt form svo hægt sé að veita betri, hraðari og ódýrari þjónustu. Með stafvæðingunni er verið að innleiða stafrænar lausnir í stjórnsýslunni. Fjölmargar aðrar breytingar hafa fylgt í kjölfarið, sumar tengdar þessum umfangsmeiri umbótum. Eitt skýrasta dæmið um þessa þróun er opnun samráðsgáttar stjórnvalda árið 2018. Gáttin veitir almenningi tækifæri til að koma með ábendingar og athugasemdir við frumvörp og stefnumótun stjórnvalda. Þetta eykur gagnsæi og þátttöku almennings í ákvarðanatökuferlinu. Umbætur sem gerðar hafa verið í stjórnsýslunni hverfa ekki með tilkomu nýrra breytinga. Þess í stað leggjast nýjar umbætur ofan á þær eldri og mynda eins konar „lagköku" þar sem nýjar aðferðir, ferlar, lög og reglur bætast við eldra kerfi sem helst að hluta til óbreytt. Grunnurinn frá skrifræðiskenningum Max Webers er enn til staðar, þar sem stigveldi, miðstýring og reglubundin starfsemi gegna lykilhlutverki. Nýjar aðferðir, eins og þær sem komu með nýskipan í ríkisrekstri á tíunda áratugnum, eru enn við lýði að hluta til. Þessar aðferðir hafa þó þróast og aðlagast nýjum aðstæðum og þörfum. Af þessu hlýst að stjórnsýslan verður blanda af gömlum og nýjum hugmyndum og vinnulögum. Nýjar lausnir og aðferðir festast í sessi samhliða hefðbundnu skrifræði, sem enn byggist á stigveldi, miðstýringu og regluverki. Þessi blanda gerir stjórnsýsluna sveigjanlegri en um leið flóknari, þar sem ný og gömul kerfi þurfa að vinna saman. Rannsókn Gunnars Helga í upphafi tíunda áratugarins er mikilvæg heimild um stöðu íslenska stjórnkerfisins á þeim tíma. Óhætt er þó að segja að íslensk stjórnsýsla hafi tekið framförum síðan rannsóknin var gerð. Margir hafa lagt sitt af mörkum, má þar nefna framsýna stjórnmálamenn, starfsfólk stjórnsýslunnar, framlag fræðasamfélagsins, alþjóðastofnanir og ákall samfélagsins um umbætur og betri þjónustu. Þó er alltaf rými fyrir frekari umbætur. Umbótum í stjórnsýslunni lýkur líklega aldrei, sérstaklega með tilkomu nýrra áskorana og tækifæra, eins og gervigreindar. Stjórnsýslan þarf stöðugt að endurnýja sig og laga sig að breyttum aðstæðum til að tryggja skilvirkni og traust almennings. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun