Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Árni Sæberg skrifar 10. desember 2024 17:01 Kristrún segir stjórnarmyndunarviðræður ganga vel. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir segir liggja fyrir að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. Við stjórnarmyndunarviðræður nú sé mikil áhersla lögð á efnahagsmálin. Búið sé að setja fram nokkuð stífan afkomuramma í viðræðunum. Kristrún bauð upp á viðtöl í lok vinnudags í þinginu í dag þar sem stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins héldu áfram. Þrír vinnuhópar voru að störfum í dag. „Við erum allar að vinna með það markmið að ná að klára þetta. Við höfum sett mikla vinnu í þetta, við erum að skella fram frekar stífum afkomuramma, vegna þess að við erum meðvitaðar um stöðu efnahagsmála. Vinnuhópar fóru af stað í dag,“ segir Kristrún. Heimir Már Pétursson ræddi við hana. Ræddu afkomuhorfurnar Kristrún segir að vinnuhópar ræði aðallega stóru málin þar sem vitað sé að framþróun og breytingar séu nauðsynlegar. Í dag hafi afkomuhorfurnar, húsnæðismálin og heilbrigðismálin verið rædd. „Þetta eru risastórir málaflokka og við ætlum ekki að fá útfærslu út í einhver algjör smáatriði en stóru línurnar verða að liggja fyrir.“ Í dag greindi fjármála- og efnahagsráðuneytið frá því að afkomuhorfur þjóðarbúsins hefði versnað. Einhver muni þurfa að gefa eftir Kristrún segir ljóst að einhver muni þurfa að gefa eftir einhvers staðar þegar þrír flokkar reyna að mynda ríkisstjórn. Nú sé unnið að því að finna hvar svigrúmið sé, hvar flokkarnir séu sammála, hvar þurfi að liðka til. „Við erum að reyna að fara inn í þetta lausnamiðaðar, finna sameiginlega fleti og einbeita okkur að því sem skiptir mestu máli. En það er útgangspunkturinn í þessum vinnuhópum, að finna hvernig við getum unnið okkur áfram þar sem eru álitamál. Við viljum gjarnan gera það.“ Þurfi að passa sig Kristrún segir að það liggi alveg fyrir að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. „Fyrst og fremst er það vegna þess efnahagsstaðan er lakari, það eru hægari umsvif í hagkerfinu, meðal annars vegna þess að vextir hafa verið svo gríðarlega háir að þeir hafa haldið niðri fjárfestingu og umsvifum. Þetta þýðir að við þurfum að passa okkur betur hvernig við högum stöðu ríkisfjármála og vali aðgerða. En við tökum þessu mjög alvarlega. Við erum tilbúnar í þetta verkefni og ég held að það megi líka horfa á það með ákveðnum bjartsýnisaugum á að mögulega sé nýtt fólk að fara að taka við sem er tilbúið að taka ákvarðanir sem fyrri ríkisstjórn treysti sér ekki í.“ Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Tengdar fréttir Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01 Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. 6. desember 2024 09:44 Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn. 5. desember 2024 11:38 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Kristrún bauð upp á viðtöl í lok vinnudags í þinginu í dag þar sem stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins héldu áfram. Þrír vinnuhópar voru að störfum í dag. „Við erum allar að vinna með það markmið að ná að klára þetta. Við höfum sett mikla vinnu í þetta, við erum að skella fram frekar stífum afkomuramma, vegna þess að við erum meðvitaðar um stöðu efnahagsmála. Vinnuhópar fóru af stað í dag,“ segir Kristrún. Heimir Már Pétursson ræddi við hana. Ræddu afkomuhorfurnar Kristrún segir að vinnuhópar ræði aðallega stóru málin þar sem vitað sé að framþróun og breytingar séu nauðsynlegar. Í dag hafi afkomuhorfurnar, húsnæðismálin og heilbrigðismálin verið rædd. „Þetta eru risastórir málaflokka og við ætlum ekki að fá útfærslu út í einhver algjör smáatriði en stóru línurnar verða að liggja fyrir.“ Í dag greindi fjármála- og efnahagsráðuneytið frá því að afkomuhorfur þjóðarbúsins hefði versnað. Einhver muni þurfa að gefa eftir Kristrún segir ljóst að einhver muni þurfa að gefa eftir einhvers staðar þegar þrír flokkar reyna að mynda ríkisstjórn. Nú sé unnið að því að finna hvar svigrúmið sé, hvar flokkarnir séu sammála, hvar þurfi að liðka til. „Við erum að reyna að fara inn í þetta lausnamiðaðar, finna sameiginlega fleti og einbeita okkur að því sem skiptir mestu máli. En það er útgangspunkturinn í þessum vinnuhópum, að finna hvernig við getum unnið okkur áfram þar sem eru álitamál. Við viljum gjarnan gera það.“ Þurfi að passa sig Kristrún segir að það liggi alveg fyrir að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. „Fyrst og fremst er það vegna þess efnahagsstaðan er lakari, það eru hægari umsvif í hagkerfinu, meðal annars vegna þess að vextir hafa verið svo gríðarlega háir að þeir hafa haldið niðri fjárfestingu og umsvifum. Þetta þýðir að við þurfum að passa okkur betur hvernig við högum stöðu ríkisfjármála og vali aðgerða. En við tökum þessu mjög alvarlega. Við erum tilbúnar í þetta verkefni og ég held að það megi líka horfa á það með ákveðnum bjartsýnisaugum á að mögulega sé nýtt fólk að fara að taka við sem er tilbúið að taka ákvarðanir sem fyrri ríkisstjórn treysti sér ekki í.“
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Tengdar fréttir Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01 Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. 6. desember 2024 09:44 Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn. 5. desember 2024 11:38 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01
Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. 6. desember 2024 09:44
Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn. 5. desember 2024 11:38