„Við kynnum með stolti, Baby Óskarsson. Fæddur þann 5. desember. Móður og barni heilsast vel og lífið varð mikið fallegra á einu augabragði,“ skrifaði parið við færsluna og deildi myndum af hvítvoðungnum.
Vala og Óskar Logi opinberuðu samband sitt í lok síðasta árs.
Vala starfar sem framleiðandi og tæknistjóri morgunútvarpsins á Rás, auk þess sem hún heldur utan um plötu vikunnar.
Óskar Logi er einn reynslumesti rokkari landsins og hefur verið forsprakki hljómsveitarinnar Vintage Caravan síðan hann var í grunnskóla á Álftanesinu árið 2006.
Vintage Caravan nýtur gríðarlegra vinsælda erlendis og hefur sveitin meðal annars sagt frá því þegar liðsmenn sveitarinnar krotuðu á aðdáanda í Suður-Ameríku sem lét svo húðflúra ofan í það.