Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Lovísa Arnardóttir skrifar 9. desember 2024 16:31 Í Laugarnesskóla á fram að kenna yngstu börnunum í 1. til 4. bekk. Eftir það er stefnt á að börnin fari í Laugalækjarskóla á miðstigi og svo í safnskóla í 8. til 10. bekk. Vísir/Vilhelm Skóla- og frístundaráð hefur fallið frá hugmyndum sínum um að skipta Laugarneshverfi upp í nokkur skólahverfi. Þess í stað hefur verið ákveðið að hverfið verði enn eitt skólahverfi, að sett verði upp skólaþorp á meðan Laugarnesskóli er lagaður og að byggður verði nýr safnskóli fyrir elstu börnin. Þetta var samþykkt á fundi skóla- og frístundaráðs í Reykjavík í dag og kemur fram í aðsendri grein frá Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur formanni ráðsins á vef Vísis. Í greininni kemur fram að yngsta stigið, frá fyrsta upp í fjórða bekk, verði áfram í Laugarnesskóla en svo fari börnin í Laugalækjaskóla. Þar verði kennt á miðstigi, frá fimmta til sjöunda bekk. Samkvæmt nýju plani er lagt til að Langholtsskóli verði áfram fyrir fyrsta til sjöunda bekk. Enn er svo gert ráð fyrir því að nýr safnskóli fyrir unglingastigið rísi í hverfinu. Erfitt og flókið ferli Umgjörð skólastarfs í Laugardal hefur verið til umræðu síðustu ár vegna fjölgunar barna en líka vegna viðhaldsþarfar í öllum skólabyggingum hverfisins. Árelía segir í grein sinni þetta hafa verið flókið ferli. Fyrst var ákveðið að byggja safnskóla en svo fallið frá þeirri hugmynd og ákveðið að byggja við skólana þrjá. Eftir nánari skoðun kom svo í ljós að það myndi reynast erfitt. „Það kom í ljós að torvelt myndi reynast að skapa viðunandi aðstæður fyrir skólastarf á sama tíma og farið væri í bæði nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir og nýbyggingar. Þá er ljóst að allsherjar endurgerð á Laugarnesskóla mun taka tíma og krefjast þess að starfsemi flytjist að mestu leyti út á meðan,“ segir Árelía í grein sinni. Þetta myndi leiða af sér margra ára tímabil þar sem skólastarf væri litað af framkvæmdum og það sé vel vitað að þetta tvennt fari illa saman. Nauðsynlegt að taka málið aftur upp Hún segir það ekki hafa verið auðvelda ákvörðun að taka málið upp aftur en það hafi verið nauðsynlegt og niðurstaðan sé nú ljós. Hún segir margvísleg spennandi tækifæri í nýjum safnskóla fyrir þróun skólastarfsins í hverfinu. Á þessu bílastæði er stefnt á að byggja upp nýtt skólaþorp þar sem börn í Laugarnesskóla munu geta farið í skóla á meðan skólinn er lagaður.Vísir/Vilhelm „Fagleg rök fyrir unglingaskóla eru sterk. Unglingaskólar bjóða upp á að nemendur hafi aukið val og einnig er hægt að koma betur til móts við þarfir ólíkra einstaklinga því stærri skóli býr yfir meiri fagauði. Kennarahópurinn stækkar sem skapar möguleika á að byggja upp fjölbreyttari sérgreinar í stærri unglingaskólum. Þau skil sem unglingsárin marka með því að færast í nýjan skóla getur ýtt undir blöndun og ný vinatengsl sem er til góðs fyrir marga,“ segir Árelía í greininni og bendir á góða reynslu af safnskólum annars staðar í borginni. Þar má nefna Hagaskóla, Réttarholtsskóla og Víkurskóla. „Til þess að nýr skóli dafni er nauðsynlegt að finna honum góðan stað og huga vel að samgöngum og öðrum þáttum. Unnið verður með íþróttafélögunum og öðrum hagsmunaaðilum í Laugardal um framtíðarsýn og þróun,“ segir Árelía. Þrjár staðsetningar fyrir safnskóla Til upprifjunar þá komu þrír valmöguleikar til greina. Þríhyrningurinn sem er á æfingasvæði Þróttar, bílaplanið við Laugardalsvöll og svo á lóð sem er við gatnamót Suðurlandsbrautar og Engjavegar, við Glæsibæ. Staðsetningarnar þrjár sem koma til greina fyrir safnskóla hverfisins.Reykjavíkurborg Í grein sinni segir Árelía að auk þess að byggja safnskóla þurfi að ráðast strax í verulegar endurbætur á Laugarnesskóla. Því hafi verið ákveðið að byggja nýtt „skólaþorp“ á stóru bílastæði á horni Reykja- og Engjavegar þar sem skóla- og frístundastarf mun fara fram á meðan á framkvæmdum stendur. Sjá einnig: Þróttur lætur þríhyrninginn ekki af hendi Þá er einnig tekið fram að enn sé til skoðunar að byggja við leikskólann Hof sem er staðsettur sunnan við Laugarnesskóla. Það hafi áhrif á stærð lóðar fyrir grunnskólann. Þá er ekki fjallað um það í greininni en nýlega var tilkynnt að rífa ætti annað húsnæði leikskólans Laugasólar, sem er í Leirulæk. Á meðan eru eldri börn leikskólans í leikskóla í Safamýri. Sjá einnig: Samþykkja að leikskólabyggingin verði rifin „Nú er komið að því að geta tekið höndum saman um framtíðarsýn um skólamál. Laugardalurinn er góður staður til að búa og ala upp börn og mun verða það til framtíðar,“ segir Árelía að lokum í grein sinni. Reykjavík Deilur um skólahald í Laugardal Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Þetta var samþykkt á fundi skóla- og frístundaráðs í Reykjavík í dag og kemur fram í aðsendri grein frá Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur formanni ráðsins á vef Vísis. Í greininni kemur fram að yngsta stigið, frá fyrsta upp í fjórða bekk, verði áfram í Laugarnesskóla en svo fari börnin í Laugalækjaskóla. Þar verði kennt á miðstigi, frá fimmta til sjöunda bekk. Samkvæmt nýju plani er lagt til að Langholtsskóli verði áfram fyrir fyrsta til sjöunda bekk. Enn er svo gert ráð fyrir því að nýr safnskóli fyrir unglingastigið rísi í hverfinu. Erfitt og flókið ferli Umgjörð skólastarfs í Laugardal hefur verið til umræðu síðustu ár vegna fjölgunar barna en líka vegna viðhaldsþarfar í öllum skólabyggingum hverfisins. Árelía segir í grein sinni þetta hafa verið flókið ferli. Fyrst var ákveðið að byggja safnskóla en svo fallið frá þeirri hugmynd og ákveðið að byggja við skólana þrjá. Eftir nánari skoðun kom svo í ljós að það myndi reynast erfitt. „Það kom í ljós að torvelt myndi reynast að skapa viðunandi aðstæður fyrir skólastarf á sama tíma og farið væri í bæði nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir og nýbyggingar. Þá er ljóst að allsherjar endurgerð á Laugarnesskóla mun taka tíma og krefjast þess að starfsemi flytjist að mestu leyti út á meðan,“ segir Árelía í grein sinni. Þetta myndi leiða af sér margra ára tímabil þar sem skólastarf væri litað af framkvæmdum og það sé vel vitað að þetta tvennt fari illa saman. Nauðsynlegt að taka málið aftur upp Hún segir það ekki hafa verið auðvelda ákvörðun að taka málið upp aftur en það hafi verið nauðsynlegt og niðurstaðan sé nú ljós. Hún segir margvísleg spennandi tækifæri í nýjum safnskóla fyrir þróun skólastarfsins í hverfinu. Á þessu bílastæði er stefnt á að byggja upp nýtt skólaþorp þar sem börn í Laugarnesskóla munu geta farið í skóla á meðan skólinn er lagaður.Vísir/Vilhelm „Fagleg rök fyrir unglingaskóla eru sterk. Unglingaskólar bjóða upp á að nemendur hafi aukið val og einnig er hægt að koma betur til móts við þarfir ólíkra einstaklinga því stærri skóli býr yfir meiri fagauði. Kennarahópurinn stækkar sem skapar möguleika á að byggja upp fjölbreyttari sérgreinar í stærri unglingaskólum. Þau skil sem unglingsárin marka með því að færast í nýjan skóla getur ýtt undir blöndun og ný vinatengsl sem er til góðs fyrir marga,“ segir Árelía í greininni og bendir á góða reynslu af safnskólum annars staðar í borginni. Þar má nefna Hagaskóla, Réttarholtsskóla og Víkurskóla. „Til þess að nýr skóli dafni er nauðsynlegt að finna honum góðan stað og huga vel að samgöngum og öðrum þáttum. Unnið verður með íþróttafélögunum og öðrum hagsmunaaðilum í Laugardal um framtíðarsýn og þróun,“ segir Árelía. Þrjár staðsetningar fyrir safnskóla Til upprifjunar þá komu þrír valmöguleikar til greina. Þríhyrningurinn sem er á æfingasvæði Þróttar, bílaplanið við Laugardalsvöll og svo á lóð sem er við gatnamót Suðurlandsbrautar og Engjavegar, við Glæsibæ. Staðsetningarnar þrjár sem koma til greina fyrir safnskóla hverfisins.Reykjavíkurborg Í grein sinni segir Árelía að auk þess að byggja safnskóla þurfi að ráðast strax í verulegar endurbætur á Laugarnesskóla. Því hafi verið ákveðið að byggja nýtt „skólaþorp“ á stóru bílastæði á horni Reykja- og Engjavegar þar sem skóla- og frístundastarf mun fara fram á meðan á framkvæmdum stendur. Sjá einnig: Þróttur lætur þríhyrninginn ekki af hendi Þá er einnig tekið fram að enn sé til skoðunar að byggja við leikskólann Hof sem er staðsettur sunnan við Laugarnesskóla. Það hafi áhrif á stærð lóðar fyrir grunnskólann. Þá er ekki fjallað um það í greininni en nýlega var tilkynnt að rífa ætti annað húsnæði leikskólans Laugasólar, sem er í Leirulæk. Á meðan eru eldri börn leikskólans í leikskóla í Safamýri. Sjá einnig: Samþykkja að leikskólabyggingin verði rifin „Nú er komið að því að geta tekið höndum saman um framtíðarsýn um skólamál. Laugardalurinn er góður staður til að búa og ala upp börn og mun verða það til framtíðar,“ segir Árelía að lokum í grein sinni.
Reykjavík Deilur um skólahald í Laugardal Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent