Þá réðst einstaklingur á skjólstæðing gistiskýlis Reykjavíkurborgar með flösku eftir að síðarnefndi hafði slegið hann. Einstaklingnum hafði verið vísað út úr gistiskýlinu fyrr um kvöldið vegna æsings. Voru báðir aðilarnir vistaðir í fangaklefa.
Í dagbók lögreglu á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að átta manns séu vistaðir í fangageymslu eftir nóttina. Sjö ökumenn voru þá stöðvaðir vegna ölvunaraksturs. Einn ökumaður sem var stöðvaður af lögreglu reyndist vera með mikið magn fíkniefna í bílnum ásamt peningum. Hann er grunaður um sölu fíkniefna og var vistaður í fangageymslu.
Þá barst lögreglu tilkynning um mikla klórlykt á stigagangi fjölbýlishúss. Í íbúðinni var mikil ammoníaklykt og fundust vopn og mikið magn fíkniefna þar. Húsráðandi sagðist hafa verið að spreyja skordýraeitri til að drepa flugur. Hann var fluttur til frekari aðhlynningar.
Tilkynnt var um líkamsárás á dyravörð í Hafnarfirði en árásarmaðurinn var ölvaður og andlega veikur. Lögreglan þekkti manninn vegna fyrri afskipta. Hann var vistaður í fangaklefa.