Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Árni Sæberg skrifar 6. desember 2024 16:44 Kristrún er bjartsýn fyrir stjórnarmyndunarviðræðum. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarmyndunarviðræður ganga vel. Þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins hafi þegar rætt ýmis málefni, bæði sameiginlega fleti og ágreiningsmál. „Það hefur bara gengið vel. Við erum lausnamiðaðar. Það verða alltaf einhverjar málamiðlanir. En við erum auðvitað mjög meðvitaðir um stöðuna í efnahagslífinu akkúrat núna. Það er ljóst að ríkið er búið að vera rekið á yfirdrætti í of langan tíma og það þarf að taka til hendinni,“ segir Kristrún. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður ræddi við Kristrúnu á Alþingi eftir að stjórnarmyndunarfundum lauk síðdegis. Hægt að styðja við fólk innan marka Kristrún segir markmið Flokks fólksins um að koma á lágmarks örorku- og ellilífeyrisbótum upp á 450 þúsund krónur, án allra skerðinga meðal annars hafa verið rætt. Guðmundur Ingi Kristinsson varaformaður Flokks fólksins sagði í samtali við Vísi í gær að það væri ófrávíkjanleg krafa flokksins að útrýma fátækt hér á landi. Flokkurinn væri þó málamiðlunarflokkur. „Við höfum rætt ýmislegt, þessu tengt og öðru. Við erum auðvitað bara allar að horfa á þetta sem sameiginlegt verkefni. Það þarf að finna lendingu sem hentar þeim ramma sem við erum að vinna undir. Efnahagsmálin eru mjög stór partur af þessu. Það er hægt að gera ýmislegt fyrir hópa, til dæmis sem Flokkur fólksins hefur einblínt á, sem getur stutt verulega við þann hóp en gera það innan ákveðinna marka.“ Nánari útfærslur fái að bíða þar til lengra væri komið í viðræðunum. Lykilatriðið núna væri að þær væru sammála um hvert þær stefni innan breiðu markanna. Sameiginlegu línurnar farnar að teiknast upp Kristrún segir að sameiginlegar línur stjórnarmyndunarviðræðanna farnar að teiknast upp. „Ég held að það segi sig sjálft, það að við séum byrjuð að ræða af fullri alvöru um álitamál, segir allt sem segja þarf. Við erum búin að landa stóru línunum, við erum að tala okkur í gegnum álitamálin og erum nú þegar komin á þann stað að ýmislegt er leyst.“ Annað væri enn til umræðu en þær teldu sig geta náð málamiðlunum og eðlilegri lendingu. Ætla að tryggja áframhaldandi lækkun vaxta Hún segir fullsnemmt að tala um það sem þegar hafi verið leitt til lykta í viðræðunum, samhengi hlutanna skipti máli hvað það varðar. „Stóra samhengið sem við erum að horfa á og göngum inn í þessar viðræður út frá, það eru ríkisfjármálin. Við vitum hvað það skiptir þjóðina miklu máli að við sjáum áframhaldandi hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta og við ætlum að tryggja að svo verði.“ Formennirnir þrír funduðu með fulltrúum fjármála- og efnahagsráðuneytisins í gær. Kristrún segir að þeir hafi farið yfir stöðu þjóðarbúsins og eftir þá yfirferð væri ljóst að taka þurfi til hendinni. Vongóð Kristrún var beðin um að segja hversu vongóð hún er fyrir því að Valkyrjunum svo kölluðu takist að mynda ríkisstjórn, á skalanum einn upp í tíu. „Ég er bara vongóð, ég ætla að leyfa mér að segja það. Við erum allar að fara inn í þetta lausnamiðaðar, meðvitaðar um stöðu mála, meðvitaðar um að hlusta á þjóðina. Á þessum tímapunkti getum við ekki úttalað okkur um endanlega lendingu en við erum enn þá bjartsýnar og vongóðar.“ Eru engin ágreiningsmál sem hafa komið upp? „Jú, það hafa komið upp ágreiningsmál. Það er mjög eðlilegt í þriggja flokka viðræðum, að það séu ágreiningsmál. En það er líka ábyrgðarhluti að gera talað sig í gegnum það. Ég held það sé ábyrgðarhluti að þjóðin átti sig á því að það muni alltaf vera málamiðlanir, það er bara spurning hvernig við komumst að því og hvernig fólk getur tjáð sig og talað saman.“ Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Varaformaður Samfylkingarinnar verður formanninum Kristrúnu Frostadóttur innan handar í komandi stjórnarmyndunarviðræðum. Hann segir einhug í formönnum um að koma viðræðunum alla leið. 3. desember 2024 20:44 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
„Það hefur bara gengið vel. Við erum lausnamiðaðar. Það verða alltaf einhverjar málamiðlanir. En við erum auðvitað mjög meðvitaðir um stöðuna í efnahagslífinu akkúrat núna. Það er ljóst að ríkið er búið að vera rekið á yfirdrætti í of langan tíma og það þarf að taka til hendinni,“ segir Kristrún. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður ræddi við Kristrúnu á Alþingi eftir að stjórnarmyndunarfundum lauk síðdegis. Hægt að styðja við fólk innan marka Kristrún segir markmið Flokks fólksins um að koma á lágmarks örorku- og ellilífeyrisbótum upp á 450 þúsund krónur, án allra skerðinga meðal annars hafa verið rætt. Guðmundur Ingi Kristinsson varaformaður Flokks fólksins sagði í samtali við Vísi í gær að það væri ófrávíkjanleg krafa flokksins að útrýma fátækt hér á landi. Flokkurinn væri þó málamiðlunarflokkur. „Við höfum rætt ýmislegt, þessu tengt og öðru. Við erum auðvitað bara allar að horfa á þetta sem sameiginlegt verkefni. Það þarf að finna lendingu sem hentar þeim ramma sem við erum að vinna undir. Efnahagsmálin eru mjög stór partur af þessu. Það er hægt að gera ýmislegt fyrir hópa, til dæmis sem Flokkur fólksins hefur einblínt á, sem getur stutt verulega við þann hóp en gera það innan ákveðinna marka.“ Nánari útfærslur fái að bíða þar til lengra væri komið í viðræðunum. Lykilatriðið núna væri að þær væru sammála um hvert þær stefni innan breiðu markanna. Sameiginlegu línurnar farnar að teiknast upp Kristrún segir að sameiginlegar línur stjórnarmyndunarviðræðanna farnar að teiknast upp. „Ég held að það segi sig sjálft, það að við séum byrjuð að ræða af fullri alvöru um álitamál, segir allt sem segja þarf. Við erum búin að landa stóru línunum, við erum að tala okkur í gegnum álitamálin og erum nú þegar komin á þann stað að ýmislegt er leyst.“ Annað væri enn til umræðu en þær teldu sig geta náð málamiðlunum og eðlilegri lendingu. Ætla að tryggja áframhaldandi lækkun vaxta Hún segir fullsnemmt að tala um það sem þegar hafi verið leitt til lykta í viðræðunum, samhengi hlutanna skipti máli hvað það varðar. „Stóra samhengið sem við erum að horfa á og göngum inn í þessar viðræður út frá, það eru ríkisfjármálin. Við vitum hvað það skiptir þjóðina miklu máli að við sjáum áframhaldandi hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta og við ætlum að tryggja að svo verði.“ Formennirnir þrír funduðu með fulltrúum fjármála- og efnahagsráðuneytisins í gær. Kristrún segir að þeir hafi farið yfir stöðu þjóðarbúsins og eftir þá yfirferð væri ljóst að taka þurfi til hendinni. Vongóð Kristrún var beðin um að segja hversu vongóð hún er fyrir því að Valkyrjunum svo kölluðu takist að mynda ríkisstjórn, á skalanum einn upp í tíu. „Ég er bara vongóð, ég ætla að leyfa mér að segja það. Við erum allar að fara inn í þetta lausnamiðaðar, meðvitaðar um stöðu mála, meðvitaðar um að hlusta á þjóðina. Á þessum tímapunkti getum við ekki úttalað okkur um endanlega lendingu en við erum enn þá bjartsýnar og vongóðar.“ Eru engin ágreiningsmál sem hafa komið upp? „Jú, það hafa komið upp ágreiningsmál. Það er mjög eðlilegt í þriggja flokka viðræðum, að það séu ágreiningsmál. En það er líka ábyrgðarhluti að gera talað sig í gegnum það. Ég held það sé ábyrgðarhluti að þjóðin átti sig á því að það muni alltaf vera málamiðlanir, það er bara spurning hvernig við komumst að því og hvernig fólk getur tjáð sig og talað saman.“
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Varaformaður Samfylkingarinnar verður formanninum Kristrúnu Frostadóttur innan handar í komandi stjórnarmyndunarviðræðum. Hann segir einhug í formönnum um að koma viðræðunum alla leið. 3. desember 2024 20:44 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
„Menn ætla sér alla leið með þetta“ Varaformaður Samfylkingarinnar verður formanninum Kristrúnu Frostadóttur innan handar í komandi stjórnarmyndunarviðræðum. Hann segir einhug í formönnum um að koma viðræðunum alla leið. 3. desember 2024 20:44