Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Árni Sæberg skrifar 6. desember 2024 16:44 Kristrún er bjartsýn fyrir stjórnarmyndunarviðræðum. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarmyndunarviðræður ganga vel. Þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins hafi þegar rætt ýmis málefni, bæði sameiginlega fleti og ágreiningsmál. „Það hefur bara gengið vel. Við erum lausnamiðaðar. Það verða alltaf einhverjar málamiðlanir. En við erum auðvitað mjög meðvitaðir um stöðuna í efnahagslífinu akkúrat núna. Það er ljóst að ríkið er búið að vera rekið á yfirdrætti í of langan tíma og það þarf að taka til hendinni,“ segir Kristrún. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður ræddi við Kristrúnu á Alþingi eftir að stjórnarmyndunarfundum lauk síðdegis. Hægt að styðja við fólk innan marka Kristrún segir markmið Flokks fólksins um að koma á lágmarks örorku- og ellilífeyrisbótum upp á 450 þúsund krónur, án allra skerðinga meðal annars hafa verið rætt. Guðmundur Ingi Kristinsson varaformaður Flokks fólksins sagði í samtali við Vísi í gær að það væri ófrávíkjanleg krafa flokksins að útrýma fátækt hér á landi. Flokkurinn væri þó málamiðlunarflokkur. „Við höfum rætt ýmislegt, þessu tengt og öðru. Við erum auðvitað bara allar að horfa á þetta sem sameiginlegt verkefni. Það þarf að finna lendingu sem hentar þeim ramma sem við erum að vinna undir. Efnahagsmálin eru mjög stór partur af þessu. Það er hægt að gera ýmislegt fyrir hópa, til dæmis sem Flokkur fólksins hefur einblínt á, sem getur stutt verulega við þann hóp en gera það innan ákveðinna marka.“ Nánari útfærslur fái að bíða þar til lengra væri komið í viðræðunum. Lykilatriðið núna væri að þær væru sammála um hvert þær stefni innan breiðu markanna. Sameiginlegu línurnar farnar að teiknast upp Kristrún segir að sameiginlegar línur stjórnarmyndunarviðræðanna farnar að teiknast upp. „Ég held að það segi sig sjálft, það að við séum byrjuð að ræða af fullri alvöru um álitamál, segir allt sem segja þarf. Við erum búin að landa stóru línunum, við erum að tala okkur í gegnum álitamálin og erum nú þegar komin á þann stað að ýmislegt er leyst.“ Annað væri enn til umræðu en þær teldu sig geta náð málamiðlunum og eðlilegri lendingu. Ætla að tryggja áframhaldandi lækkun vaxta Hún segir fullsnemmt að tala um það sem þegar hafi verið leitt til lykta í viðræðunum, samhengi hlutanna skipti máli hvað það varðar. „Stóra samhengið sem við erum að horfa á og göngum inn í þessar viðræður út frá, það eru ríkisfjármálin. Við vitum hvað það skiptir þjóðina miklu máli að við sjáum áframhaldandi hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta og við ætlum að tryggja að svo verði.“ Formennirnir þrír funduðu með fulltrúum fjármála- og efnahagsráðuneytisins í gær. Kristrún segir að þeir hafi farið yfir stöðu þjóðarbúsins og eftir þá yfirferð væri ljóst að taka þurfi til hendinni. Vongóð Kristrún var beðin um að segja hversu vongóð hún er fyrir því að Valkyrjunum svo kölluðu takist að mynda ríkisstjórn, á skalanum einn upp í tíu. „Ég er bara vongóð, ég ætla að leyfa mér að segja það. Við erum allar að fara inn í þetta lausnamiðaðar, meðvitaðar um stöðu mála, meðvitaðar um að hlusta á þjóðina. Á þessum tímapunkti getum við ekki úttalað okkur um endanlega lendingu en við erum enn þá bjartsýnar og vongóðar.“ Eru engin ágreiningsmál sem hafa komið upp? „Jú, það hafa komið upp ágreiningsmál. Það er mjög eðlilegt í þriggja flokka viðræðum, að það séu ágreiningsmál. En það er líka ábyrgðarhluti að gera talað sig í gegnum það. Ég held það sé ábyrgðarhluti að þjóðin átti sig á því að það muni alltaf vera málamiðlanir, það er bara spurning hvernig við komumst að því og hvernig fólk getur tjáð sig og talað saman.“ Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Varaformaður Samfylkingarinnar verður formanninum Kristrúnu Frostadóttur innan handar í komandi stjórnarmyndunarviðræðum. Hann segir einhug í formönnum um að koma viðræðunum alla leið. 3. desember 2024 20:44 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
„Það hefur bara gengið vel. Við erum lausnamiðaðar. Það verða alltaf einhverjar málamiðlanir. En við erum auðvitað mjög meðvitaðir um stöðuna í efnahagslífinu akkúrat núna. Það er ljóst að ríkið er búið að vera rekið á yfirdrætti í of langan tíma og það þarf að taka til hendinni,“ segir Kristrún. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður ræddi við Kristrúnu á Alþingi eftir að stjórnarmyndunarfundum lauk síðdegis. Hægt að styðja við fólk innan marka Kristrún segir markmið Flokks fólksins um að koma á lágmarks örorku- og ellilífeyrisbótum upp á 450 þúsund krónur, án allra skerðinga meðal annars hafa verið rætt. Guðmundur Ingi Kristinsson varaformaður Flokks fólksins sagði í samtali við Vísi í gær að það væri ófrávíkjanleg krafa flokksins að útrýma fátækt hér á landi. Flokkurinn væri þó málamiðlunarflokkur. „Við höfum rætt ýmislegt, þessu tengt og öðru. Við erum auðvitað bara allar að horfa á þetta sem sameiginlegt verkefni. Það þarf að finna lendingu sem hentar þeim ramma sem við erum að vinna undir. Efnahagsmálin eru mjög stór partur af þessu. Það er hægt að gera ýmislegt fyrir hópa, til dæmis sem Flokkur fólksins hefur einblínt á, sem getur stutt verulega við þann hóp en gera það innan ákveðinna marka.“ Nánari útfærslur fái að bíða þar til lengra væri komið í viðræðunum. Lykilatriðið núna væri að þær væru sammála um hvert þær stefni innan breiðu markanna. Sameiginlegu línurnar farnar að teiknast upp Kristrún segir að sameiginlegar línur stjórnarmyndunarviðræðanna farnar að teiknast upp. „Ég held að það segi sig sjálft, það að við séum byrjuð að ræða af fullri alvöru um álitamál, segir allt sem segja þarf. Við erum búin að landa stóru línunum, við erum að tala okkur í gegnum álitamálin og erum nú þegar komin á þann stað að ýmislegt er leyst.“ Annað væri enn til umræðu en þær teldu sig geta náð málamiðlunum og eðlilegri lendingu. Ætla að tryggja áframhaldandi lækkun vaxta Hún segir fullsnemmt að tala um það sem þegar hafi verið leitt til lykta í viðræðunum, samhengi hlutanna skipti máli hvað það varðar. „Stóra samhengið sem við erum að horfa á og göngum inn í þessar viðræður út frá, það eru ríkisfjármálin. Við vitum hvað það skiptir þjóðina miklu máli að við sjáum áframhaldandi hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta og við ætlum að tryggja að svo verði.“ Formennirnir þrír funduðu með fulltrúum fjármála- og efnahagsráðuneytisins í gær. Kristrún segir að þeir hafi farið yfir stöðu þjóðarbúsins og eftir þá yfirferð væri ljóst að taka þurfi til hendinni. Vongóð Kristrún var beðin um að segja hversu vongóð hún er fyrir því að Valkyrjunum svo kölluðu takist að mynda ríkisstjórn, á skalanum einn upp í tíu. „Ég er bara vongóð, ég ætla að leyfa mér að segja það. Við erum allar að fara inn í þetta lausnamiðaðar, meðvitaðar um stöðu mála, meðvitaðar um að hlusta á þjóðina. Á þessum tímapunkti getum við ekki úttalað okkur um endanlega lendingu en við erum enn þá bjartsýnar og vongóðar.“ Eru engin ágreiningsmál sem hafa komið upp? „Jú, það hafa komið upp ágreiningsmál. Það er mjög eðlilegt í þriggja flokka viðræðum, að það séu ágreiningsmál. En það er líka ábyrgðarhluti að gera talað sig í gegnum það. Ég held það sé ábyrgðarhluti að þjóðin átti sig á því að það muni alltaf vera málamiðlanir, það er bara spurning hvernig við komumst að því og hvernig fólk getur tjáð sig og talað saman.“
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Varaformaður Samfylkingarinnar verður formanninum Kristrúnu Frostadóttur innan handar í komandi stjórnarmyndunarviðræðum. Hann segir einhug í formönnum um að koma viðræðunum alla leið. 3. desember 2024 20:44 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
„Menn ætla sér alla leið með þetta“ Varaformaður Samfylkingarinnar verður formanninum Kristrúnu Frostadóttur innan handar í komandi stjórnarmyndunarviðræðum. Hann segir einhug í formönnum um að koma viðræðunum alla leið. 3. desember 2024 20:44