Jarðvarmi í þágu samfélagsins: Orkan sem heldur Íslandi heitu Hildur Æsa Oddsdóttir skrifar 5. desember 2024 12:02 Blandaðar jarðvarmavirkjanir eru einstakar í nýtingu jarðhita. Þær eru sérstakar því þær framleiða bæði heitt vatn og raforku, sem tryggir ekki aðeins lífsgæði almennings heldur nýta einnig jarðhitaauðlindina á ábyrgan og hagkvæman hátt. Orka náttúrunnar á og rekur tvær blandaðar jarðvarmavirkjanir, annars vegar Hellisheiðarvirkjun og hins vegar Nesjavallavirkjun. Þrátt fyrir einstaka eiginleika blandaðra jarðvarmavirkjana þá fylgja þeim áskoranir þegar kemur að því að mæta eftirspurn almennings sem er afar sveiflukennd, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Framleiðsla jarðvarmavirkjana er almennt nokkuð stöðug, þær framleiða svo til alltaf jafn mikið á hverjum einasta klukkutíma, dag frá degi og mánuði til mánaðar. Á sama tíma þá eru þarfir almennings á raforku mismiklar á hinum ýmsu tímum sólahringsins ásamt því að vera mismunandi um helgar og virka daga, þannig er notkun mismikil frá einum klukkutíma til annars. Það er þessi sveiflukennda notkun sem jarðvarmavirkjanir eiga erfitt með að mæta. Jöfn framleiðsla, líkt og er hjá flestum jarðvarmavirkjunum, er illa til þess fallin að mæta sveiflukenndri eftirspurn almennings. Þetta sést einmitt á myndinni en þar má sjá að framleiðslan er ýmist töluvert yfir eða töluvert undir notkun. Til að mæta þörfum almennings er nauðsynlegt að hafa getu til að sveifla framleiðslu. Á Íslandi kemur sveiflanlegt afl frá vatnsaflsvirkjunum og þá næstum eingöngu frá virkjunum Landsvirkjunar. Kosturinn við blandaðar jarðvarmavirkjanir er að hægt er að nýta sama jarðhitavökva, sem er blanda af gufu og heitu vatni, til að framleiða bæði heitt vatn til húshitunar og raforku. Þannig er hægt, þegar mjög kalt er í veðri, að auka við framleiðslu á heitu vatni til að tryggja afhendingu á heitu vatni. Sá galli er þó á því, að þessi aukning leiðir til minni raforkuframleiðslu. Með því að hafa þennan sveigjanleika þá getum við mætt breytilegum þörfum samfélagsins til húshitunar, sem Orka náttúrunnar lítur á sem sína samfélagslegu skyldu auk þess sem uppfylltar eru á sama tíma lagaskyldur um að framleiðsla heits vatns í slíkum virkjunum hafi forgang umfram raforkuframleiðslu. Raforkunotkun almennings og raforkuframleiðsla í blandaðri jarðvarmavirkjun eru þættir sem breytast oft á sama tíma, en í sitthvora áttina. Þessi tenging getur verið vegna eftirspurnar á heitu vatni og aukinnar framleiðslu á heitu vatni sem verður þá á kostnað raforkuframleiðslu. Raforkunotkun og heitavatnsnotkun aukast oft á sama tíma, til dæmis þegar mjög kalt er í veðri. Í miklum kulda þá eykst raforkunotkun , til dæmis vegna rafkyndingar og aukinnar raforkunotkunar á dælum á heitu vatni til að bregðast við aukinni heitavatnsnotkun. Auk þess er fólk oft meira heima við á köldum dögum og notar því meira raforku. Þannig eykst raforku- og heitavatnsnotkun, en framleiðsla raforku minnkar vegna þess að auðvitað er framleiðsla á heitu vatni í forgangi til að mæta aukinni eftirspurn. Þannig eykst heitavatnsframleiðsla á kostnað raforkuframleiðslu á köldum dögum á tímum þegar raforku- og heitavatnsnotkun eykst á sama tíma. Orka náttúrunnar hefur síðastliðin ár tryggt raforkunotkun almenns markaðar vel umfram sitt framleiðsluhlutfall á raforku. Þrátt fyrir að framleiða eingöngu um 17% af raforku á Íslandi þá hefur, undanfarin ár, á bilinu 25-30% af þeirri raforku sem almenningur notar komið frá virkjunum Orku náttúrunnar. Til samanburðar má nefna að Landsvirkjun, sem framleiðir 73% af raforku á Íslandi, stendur nú eingöngu undir um 50% af raforkuþörf almennings en ef skilja má orðræðu fyrirtækisins þá hefur það hlutfall verið mun lægra undanfarin ár. Lausnir til að tryggja orkuöryggi almennings verða að skoðast í heildarsamhengi. Söguleg sala inn á raforkumarkað er ekki endilega lýsandi fyrir framtíðarmöguleika á sölu. Þá er ekki hægt að horfa eingöngu á raforkuöryggi, en heita vatns öryggi, eða varmaöryggi, er jafn mikilvægur þáttur í orkuöryggi þjóðarinnar. Þær mögulegu skyldur sem settar yrðu á raforkuframleiðendur um að tryggja raforku fyrir almenning þarf því alltaf að meta í samhengi við aðrar skyldur sem gerðar eru til orkufyrirtækja, þá sérstaklega þeirra sem reka blandaðar jarðvarmavirkjanir. Ótækt væri að setja auknar skyldur á orkufyrirtæki sem stangast á við aðrar skyldur í raforkulögum. Blandaðar jarðvarmavirkjanir eru ómissandi hluti af íslenskri orkuframleiðslu. Með því að framleiða bæði raforku og heitt vatn stuðla þær að orkuöryggi sem nær yfir marga þætti samfélagsins. Til að mæta framtíðaráskorunum þarf stefna um orkuöryggi að taka mið af ólíkum orkugjöfum – sem er forsenda þess að við getum áfram nýtt auðlindir okkar á ábyrgan og hagkvæman hátt til hagsbóta fyrir okkur sem nú lifum og komandi kynslóðir. Höfundur er sérfræðingur í orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Jarðhiti Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Blandaðar jarðvarmavirkjanir eru einstakar í nýtingu jarðhita. Þær eru sérstakar því þær framleiða bæði heitt vatn og raforku, sem tryggir ekki aðeins lífsgæði almennings heldur nýta einnig jarðhitaauðlindina á ábyrgan og hagkvæman hátt. Orka náttúrunnar á og rekur tvær blandaðar jarðvarmavirkjanir, annars vegar Hellisheiðarvirkjun og hins vegar Nesjavallavirkjun. Þrátt fyrir einstaka eiginleika blandaðra jarðvarmavirkjana þá fylgja þeim áskoranir þegar kemur að því að mæta eftirspurn almennings sem er afar sveiflukennd, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Framleiðsla jarðvarmavirkjana er almennt nokkuð stöðug, þær framleiða svo til alltaf jafn mikið á hverjum einasta klukkutíma, dag frá degi og mánuði til mánaðar. Á sama tíma þá eru þarfir almennings á raforku mismiklar á hinum ýmsu tímum sólahringsins ásamt því að vera mismunandi um helgar og virka daga, þannig er notkun mismikil frá einum klukkutíma til annars. Það er þessi sveiflukennda notkun sem jarðvarmavirkjanir eiga erfitt með að mæta. Jöfn framleiðsla, líkt og er hjá flestum jarðvarmavirkjunum, er illa til þess fallin að mæta sveiflukenndri eftirspurn almennings. Þetta sést einmitt á myndinni en þar má sjá að framleiðslan er ýmist töluvert yfir eða töluvert undir notkun. Til að mæta þörfum almennings er nauðsynlegt að hafa getu til að sveifla framleiðslu. Á Íslandi kemur sveiflanlegt afl frá vatnsaflsvirkjunum og þá næstum eingöngu frá virkjunum Landsvirkjunar. Kosturinn við blandaðar jarðvarmavirkjanir er að hægt er að nýta sama jarðhitavökva, sem er blanda af gufu og heitu vatni, til að framleiða bæði heitt vatn til húshitunar og raforku. Þannig er hægt, þegar mjög kalt er í veðri, að auka við framleiðslu á heitu vatni til að tryggja afhendingu á heitu vatni. Sá galli er þó á því, að þessi aukning leiðir til minni raforkuframleiðslu. Með því að hafa þennan sveigjanleika þá getum við mætt breytilegum þörfum samfélagsins til húshitunar, sem Orka náttúrunnar lítur á sem sína samfélagslegu skyldu auk þess sem uppfylltar eru á sama tíma lagaskyldur um að framleiðsla heits vatns í slíkum virkjunum hafi forgang umfram raforkuframleiðslu. Raforkunotkun almennings og raforkuframleiðsla í blandaðri jarðvarmavirkjun eru þættir sem breytast oft á sama tíma, en í sitthvora áttina. Þessi tenging getur verið vegna eftirspurnar á heitu vatni og aukinnar framleiðslu á heitu vatni sem verður þá á kostnað raforkuframleiðslu. Raforkunotkun og heitavatnsnotkun aukast oft á sama tíma, til dæmis þegar mjög kalt er í veðri. Í miklum kulda þá eykst raforkunotkun , til dæmis vegna rafkyndingar og aukinnar raforkunotkunar á dælum á heitu vatni til að bregðast við aukinni heitavatnsnotkun. Auk þess er fólk oft meira heima við á köldum dögum og notar því meira raforku. Þannig eykst raforku- og heitavatnsnotkun, en framleiðsla raforku minnkar vegna þess að auðvitað er framleiðsla á heitu vatni í forgangi til að mæta aukinni eftirspurn. Þannig eykst heitavatnsframleiðsla á kostnað raforkuframleiðslu á köldum dögum á tímum þegar raforku- og heitavatnsnotkun eykst á sama tíma. Orka náttúrunnar hefur síðastliðin ár tryggt raforkunotkun almenns markaðar vel umfram sitt framleiðsluhlutfall á raforku. Þrátt fyrir að framleiða eingöngu um 17% af raforku á Íslandi þá hefur, undanfarin ár, á bilinu 25-30% af þeirri raforku sem almenningur notar komið frá virkjunum Orku náttúrunnar. Til samanburðar má nefna að Landsvirkjun, sem framleiðir 73% af raforku á Íslandi, stendur nú eingöngu undir um 50% af raforkuþörf almennings en ef skilja má orðræðu fyrirtækisins þá hefur það hlutfall verið mun lægra undanfarin ár. Lausnir til að tryggja orkuöryggi almennings verða að skoðast í heildarsamhengi. Söguleg sala inn á raforkumarkað er ekki endilega lýsandi fyrir framtíðarmöguleika á sölu. Þá er ekki hægt að horfa eingöngu á raforkuöryggi, en heita vatns öryggi, eða varmaöryggi, er jafn mikilvægur þáttur í orkuöryggi þjóðarinnar. Þær mögulegu skyldur sem settar yrðu á raforkuframleiðendur um að tryggja raforku fyrir almenning þarf því alltaf að meta í samhengi við aðrar skyldur sem gerðar eru til orkufyrirtækja, þá sérstaklega þeirra sem reka blandaðar jarðvarmavirkjanir. Ótækt væri að setja auknar skyldur á orkufyrirtæki sem stangast á við aðrar skyldur í raforkulögum. Blandaðar jarðvarmavirkjanir eru ómissandi hluti af íslenskri orkuframleiðslu. Með því að framleiða bæði raforku og heitt vatn stuðla þær að orkuöryggi sem nær yfir marga þætti samfélagsins. Til að mæta framtíðaráskorunum þarf stefna um orkuöryggi að taka mið af ólíkum orkugjöfum – sem er forsenda þess að við getum áfram nýtt auðlindir okkar á ábyrgan og hagkvæman hátt til hagsbóta fyrir okkur sem nú lifum og komandi kynslóðir. Höfundur er sérfræðingur í orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun