Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. desember 2024 08:57 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Arnar Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við félaginu Virðingu, sem sagt er „gervistéttarfélag“. Félagið sé raunar svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu, þar sem segir að félagið hafi staðfesta vitneskju um að starfsfólki hafi verið sagt af atvinnurekanda að það eigi að starfa undir kjarasamningi Virðingar við atvinnurekendafélagið SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði. Tilgangurinn sé að fá starfsfólk til að samþykkja lægri laun og verri kjör. „Efling biður allt starfsfólk í veitingageiranum sem hefur fengið boð frá sínum atvinnurekanda um að taka þátt í þessum svikum að hafa samband við félagið án tafar með eyðublaðinu hér.“ Rýri verulega kjör starfsfólks Í tilkynningunni segir að SVEIT hafi á undanförnum árum barist fyrir gerð kjarasamnings þar sem laun starfsfólks á veitingahúsum verði lækkuð miðað við núgildandi lögvarin kjör í kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins. „SVEIT reyndi í fyrstu að sannfæra Eflingu um að ganga til kjaraviðræðna við sig á þeim forsendum, en því hafnaði félagið. Dró SVEIT þá Eflingu fyrir Félagsdóm, sem úrskurðaði að Eflingu bæri engin skylda til að semja við SVEIT og staðfesti jafnframt að ákvæði kjarasamnings Eflingar við SA væru lögbundin lágmarkskjör í geiranum.“ Í stjórn Virðingar sitji þrír einstaklingar, þar af tveir sem komi beint að rekstri veitngastaða eigendur eða stjórnarmenn. Ekki komi á óvart að þeir veitingastaðir séu á félagaskrá sveit. Þá sitji dóttir formanns SVEIT, sem skrifaði undir umræddan samning, í varastjórn Virðingar. Ekki er tekið frekar fram hver hún er. Í tilkynningunni segir að kjarasamningur Virðingar við SVEIT feli í sér verulegar skerðingar á launum og réttindum starfsfólks, þar á meðal: Dagvinnutími lengdur um þrjá klukkutíma eða frá kl. 17:00 til kl. 20:00, sem þýðir að þessa klukkutíma fær starfsfólk ekki greitt vaktaálag. Sama á við um laugardaga frá 08:00-16:00. Kvöldvaktaálag er lækkað úr 33% í 31%. Almennur starfsmaður á veitingahúsi með 1 árs starfsreynslu í geiranum mun, ef hann vinnur á kjörum SVEIT og Virðingar, verða fyrir launalækkun um 52.176 á mánuði eða sem nemur 10%. Orlofsréttindi eru færð niður í lögbundið 24 daga lágmark, og öll orlofsávinnsla umfram það sem Efling hefur samið um við SA felld niður. Réttur til launa í veikindum er skertur. Tafla Eflingar sem sýnir mun á launum starfsfólks milli samnings Eflingar við SA og Virðingar við SVEIT.Efling Munu aðstoða fórnarlömb svikamyllunnar Í tilkynningunni segir að trúnaðarmenn af vinnustöðum Eflingarfélaga vítt og breitt af vinnumarkaðnum hafi á þriðjudag farið í heimsóknir á veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu. Einn tilgangur heimsóknanna hafi verið að vara félagsmenn við því að „vera svikin“ af SVEIT og Virðingu. „Efling mun aðstoða allt verkafólk sem eru fórnarlömb þessarar svikamyllu, óháð því hvort þau hafa skrifað undir ráðningarsamning þar sem vísað er til gervi-kjarasamnings Virðingar og SVEIT. Verkafólk þarf ekki að sætta sig við að vera blekkt á þennan hátt, sama hvað atvinnurekandi kann að segja þeim. Efling mun grípa til allra nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir svik og blekkingar SVEIT og Virðingar gegn starfsfólki veitingahúsa.“ Ung dóttir formanns SVEIT í stjórn Virðingar Samkvæmt vefsíðu SVEIT er stjórn samtakanna skipuð átta manns. Það eru þau Arinbjörn Þórarinsson, Birgir Örn Birgisson, Björn Árnason, Emil Helgi Lárusson, Hrefna Björk Sverrisdóttir, Skúli Gunnar Sigfússon og Eyþór Már Halldórsson. Framkvæmdastjóri er Aðalgeir Ásvaldsson. Í tilkynningu frá Eflingu segir þá að Jafet Thor Arnfjörð sé stjórnarformaður Virðingar. Hann sé sonur Sigurðar Arnfjörð Helgasonar, sem sé helmingseigandi og rekstraraðili að Edinborg Bistro á Ísafirði. Meðstjórnandi sé Jóhann Stefánsson, fyrrverandi eigandi og rekstraraðili Litlu mathallarinnar ehf. á Akureyri, sem reki Slæsuna, Kvikkí og Lemon, auk Maikai. Annar meðstjórnandi sé Jóhanna Sigurbjörg Húnfjörð, eigandi víninnflutningsfyrirtækisins J. Húnfjörð og framkvæmdastjóri Kampavínsfjelagsins & co. Þá sé Ronja Björk Bjarnadóttir varamaður í stjórn. Hún sé 18 ára dóttir Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttir, eiganda veitingahússins ROK og stjórnarmanns hjá SVEIT. Loks sé Valdimar Leó Friðriksson framkvæmdastjóri virðingar, en hann sitji í trúnaðarráði VR. Uppfært: Fram kom í fréttinni að Hrefna Björk Sverrisdóttir væri formaður SVEIT eins og segir á vefsíðu samtakanna. Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri segir í samtali við Vísi að breyting hafi orðið á formennsku og nú sé Björn Árnason formaður. Þá kom fram í fréttinni, eftir tilkynningu frá Eflingu, að Kampavínsfjelagið væri í eigu Stefáns Einars Stefánssonar. Stefán Einar stofnaði félagið árið 2020 en eigendaskipti urðu í október síðastliðnum. Það er nú í eigu Jóhönnu sjálfrar, og tveggja annarra. Jóhann Stefánsson er ekki lengur eigandi Litlu mathallarinnar ehf. síðan í febrúar á þessu ári. Kjaramál Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Stéttarfélög Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu, þar sem segir að félagið hafi staðfesta vitneskju um að starfsfólki hafi verið sagt af atvinnurekanda að það eigi að starfa undir kjarasamningi Virðingar við atvinnurekendafélagið SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði. Tilgangurinn sé að fá starfsfólk til að samþykkja lægri laun og verri kjör. „Efling biður allt starfsfólk í veitingageiranum sem hefur fengið boð frá sínum atvinnurekanda um að taka þátt í þessum svikum að hafa samband við félagið án tafar með eyðublaðinu hér.“ Rýri verulega kjör starfsfólks Í tilkynningunni segir að SVEIT hafi á undanförnum árum barist fyrir gerð kjarasamnings þar sem laun starfsfólks á veitingahúsum verði lækkuð miðað við núgildandi lögvarin kjör í kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins. „SVEIT reyndi í fyrstu að sannfæra Eflingu um að ganga til kjaraviðræðna við sig á þeim forsendum, en því hafnaði félagið. Dró SVEIT þá Eflingu fyrir Félagsdóm, sem úrskurðaði að Eflingu bæri engin skylda til að semja við SVEIT og staðfesti jafnframt að ákvæði kjarasamnings Eflingar við SA væru lögbundin lágmarkskjör í geiranum.“ Í stjórn Virðingar sitji þrír einstaklingar, þar af tveir sem komi beint að rekstri veitngastaða eigendur eða stjórnarmenn. Ekki komi á óvart að þeir veitingastaðir séu á félagaskrá sveit. Þá sitji dóttir formanns SVEIT, sem skrifaði undir umræddan samning, í varastjórn Virðingar. Ekki er tekið frekar fram hver hún er. Í tilkynningunni segir að kjarasamningur Virðingar við SVEIT feli í sér verulegar skerðingar á launum og réttindum starfsfólks, þar á meðal: Dagvinnutími lengdur um þrjá klukkutíma eða frá kl. 17:00 til kl. 20:00, sem þýðir að þessa klukkutíma fær starfsfólk ekki greitt vaktaálag. Sama á við um laugardaga frá 08:00-16:00. Kvöldvaktaálag er lækkað úr 33% í 31%. Almennur starfsmaður á veitingahúsi með 1 árs starfsreynslu í geiranum mun, ef hann vinnur á kjörum SVEIT og Virðingar, verða fyrir launalækkun um 52.176 á mánuði eða sem nemur 10%. Orlofsréttindi eru færð niður í lögbundið 24 daga lágmark, og öll orlofsávinnsla umfram það sem Efling hefur samið um við SA felld niður. Réttur til launa í veikindum er skertur. Tafla Eflingar sem sýnir mun á launum starfsfólks milli samnings Eflingar við SA og Virðingar við SVEIT.Efling Munu aðstoða fórnarlömb svikamyllunnar Í tilkynningunni segir að trúnaðarmenn af vinnustöðum Eflingarfélaga vítt og breitt af vinnumarkaðnum hafi á þriðjudag farið í heimsóknir á veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu. Einn tilgangur heimsóknanna hafi verið að vara félagsmenn við því að „vera svikin“ af SVEIT og Virðingu. „Efling mun aðstoða allt verkafólk sem eru fórnarlömb þessarar svikamyllu, óháð því hvort þau hafa skrifað undir ráðningarsamning þar sem vísað er til gervi-kjarasamnings Virðingar og SVEIT. Verkafólk þarf ekki að sætta sig við að vera blekkt á þennan hátt, sama hvað atvinnurekandi kann að segja þeim. Efling mun grípa til allra nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir svik og blekkingar SVEIT og Virðingar gegn starfsfólki veitingahúsa.“ Ung dóttir formanns SVEIT í stjórn Virðingar Samkvæmt vefsíðu SVEIT er stjórn samtakanna skipuð átta manns. Það eru þau Arinbjörn Þórarinsson, Birgir Örn Birgisson, Björn Árnason, Emil Helgi Lárusson, Hrefna Björk Sverrisdóttir, Skúli Gunnar Sigfússon og Eyþór Már Halldórsson. Framkvæmdastjóri er Aðalgeir Ásvaldsson. Í tilkynningu frá Eflingu segir þá að Jafet Thor Arnfjörð sé stjórnarformaður Virðingar. Hann sé sonur Sigurðar Arnfjörð Helgasonar, sem sé helmingseigandi og rekstraraðili að Edinborg Bistro á Ísafirði. Meðstjórnandi sé Jóhann Stefánsson, fyrrverandi eigandi og rekstraraðili Litlu mathallarinnar ehf. á Akureyri, sem reki Slæsuna, Kvikkí og Lemon, auk Maikai. Annar meðstjórnandi sé Jóhanna Sigurbjörg Húnfjörð, eigandi víninnflutningsfyrirtækisins J. Húnfjörð og framkvæmdastjóri Kampavínsfjelagsins & co. Þá sé Ronja Björk Bjarnadóttir varamaður í stjórn. Hún sé 18 ára dóttir Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttir, eiganda veitingahússins ROK og stjórnarmanns hjá SVEIT. Loks sé Valdimar Leó Friðriksson framkvæmdastjóri virðingar, en hann sitji í trúnaðarráði VR. Uppfært: Fram kom í fréttinni að Hrefna Björk Sverrisdóttir væri formaður SVEIT eins og segir á vefsíðu samtakanna. Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri segir í samtali við Vísi að breyting hafi orðið á formennsku og nú sé Björn Árnason formaður. Þá kom fram í fréttinni, eftir tilkynningu frá Eflingu, að Kampavínsfjelagið væri í eigu Stefáns Einars Stefánssonar. Stefán Einar stofnaði félagið árið 2020 en eigendaskipti urðu í október síðastliðnum. Það er nú í eigu Jóhönnu sjálfrar, og tveggja annarra. Jóhann Stefánsson er ekki lengur eigandi Litlu mathallarinnar ehf. síðan í febrúar á þessu ári.
Kjaramál Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Stéttarfélög Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira