Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar 28. nóvember 2024 15:03 Íslensk stjórnvöld hafa á undanförnum árum stigið stór skref í átt að því að bæta lífsskilyrði barna og fjölskyldna. Í þessu verkefni hefur Framsókn verið í leiðtogahlutverki. Við höfum gripið til markvissra aðgerða til að styrkja grunnstoðir mennta- og velferðarkerfisins og haft þar skýra áherslu á fyrirbyggjandi stuðning, aukinn jöfnuð og betra aðgengi að þjónustu. Fjárfest í börnum og unglingum Við hjá Framsókn höfum lagt áherslu á umfangsmikla fjárfestingu í börnum og fjölskyldum. Meðal lykilverkefna sem hafa verið sett í farveg eru: Farsældarlög: Ný löggjöf sem tryggir þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Öll börn eiga nú rétt á tengilið sem starfar í nærumhverfi barnsins, ef þörf er á stuðningi eða þjónustu. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir: Öllum börnum á grunnskólaaldri er nú tryggð næringarrík máltíð óháð efnahag fjölskyldunnar. Tvöföldun fjármagns til íþrótta- og frístundastarfs: Stórt átak í því skyni að auka þátttöku barna í íþrótta- og frístundastarfi. Í þessu verkefni hefur til dæmis gjaldfrjáls þátttaka í unglingalandsliðum verið tryggð og auknu fjármagni verið veitt til íþróttastarfs fatlaðra barna. Samræmd skólaþjónusta og stuðningur við kennara: Fjárfest hefur verið í starfsþróun kennara og framlög til námsgagna verið tvöfölduð. Innleiðing samþætts námsmats: Nýtt námsmat tekur nú við af úreltum samræmdum prófum og tryggir betri yfirsýn yfir námsárangur og færni. Innleiðingin er löngu hafin og gengur vel. Raunverulegur árangur Stefna Framsóknar og þær aðgerðir sem hafa verið innleiddar á undanförnum árum eru þegar að skila mælanlegum árangri í lífi barna og fjölskyldna þeirra. Lítum á nokkra mælikvarða. Andleg heilsa barna hefur batnað: Tíðni kvíða meðal yngri barna hefur minnkað um 15%. Einelti hefur minnkað: Aðeins 4% nemenda í 10. bekk upplifa nú einelti – lægsta mæling sem hefur sést. Meiri samfella í þjónustu: Fjölskyldur upplifa betri samfellu sem auðveldar þeim að fá nauðsynlegan stuðning á réttum tíma. Níu af hverjum 10 ungmennum telja mikilvægt að leggja sig fram í námi. Þessar niðurstöður eru ekki aðeins tölur; þær endurspegla raunveruleg lífsgæði fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Hér eru skýrar vísbendingar um að markviss stefnumótun og fjárfesting í börnunum okkar skilar sér í betra samfélagi. Megináherslur næstu fjögur árin Þrátt fyrir að miklu hafi verið áorkað eru áskoranir enn til staðar. Við í Framsókn höfum skýra framtíðarsýn og leggjum áherslu á eftirfarandi verkefni á næstu fjórum árum: Innleiðing þjónustutryggingar: Við ætlum að útrýma biðlistum eftir greiningu og þjónustu. Þjónustutrygging mun tryggja að hámarksbiðtími barns verði skilgreindur. Ef opinberir aðilar uppfylla ekki tímamörkin verður fjölskyldum boðin þjónusta hjá einkaaðilum. Með þessu tryggjum við að ekkert barn þurfi að bíða óhóflega lengi . Námsárangur í fremstu röð: Með innleiðingu nýs námsmats í grunnskólum munum við fá öflugri tæki í hendurnar til að styðja með markvissum hætti við námsárungur barna á Íslandi. Gjaldfrjáls námsgögn fyrir öll skólastig: Við munum tryggja að börn hafi jafnan aðgang að námsgögnum á öllum skólastigum. Gjaldfrjálst nám eru mannréttindi. Frístundalög: Með nýjum lögum verður réttur barna til þátttöku í frístundastarfi tryggður, óháð búsetu eða efnahag fjölskyldunnar. Aukin áhersla á snemmtækan stuðning: Við munum halda áfram að styrkja innleiðingu farsældarlaganna til að tryggja að hver fjölskylda fái þjónustu sem miðast við þarfir þeirra á hverjum tíma. Lengjum fæðingarorlof í 18 mánuði og hækka lágmarksgreiðslur: Undirritaður var félagsmálaráðherra þegar fæðingarorlofið var lengt í 12 mánuði úr 9 og næsta skref er að lengja það í 18 til að tryggja foreldrum tíma með börnunum sínum. Þá verður að hækka lágmarksgreiðslur til foreldra. Hverjum treystið þið? Á undanförnum árum höfum við í Framsókn lagt grunn að samfélagi þar sem börn og fjölskyldur þeirra njóta forgangs. Verkin tala sínu máli. En verkefninu er langt frá því að vera lokið. Við erum í miðri á í risavöxnum breytingum á öllu því er snýr að börnunum okkar. Markmiðið er skýrt: Að skapa samfélag þar sem öll börn fá sömu tækifæri til þátttöku í samfélaginu, öryggis og farsældar. Verkefnið er ekki bundið við eitt kjörtímabil. Það krefst staðfestu og framtíðarsýnar. Við í Framsókn erum staðráðin í að halda áfram á þessari vegferð. Ég treysti á ykkur! Kæru kjósendur! Á þessu kjörtímabili höfum við gert ýmis mikilvæg verkefni að veruleika. En það sem skiptir enn meira máli núna er allt það sem við eigum enn eftir að hrinda í framkvæmd. Til að þær hugmyndir og áherslur verði að veruleika þarf ég á ykkar stuðningi að halda. Ég er í pólitík af hugsjón og hef unnið af heilindum að því að ná árangri í störfum mínum sem ráðherra. Nú legg ég mín verk í ykkar dóm og treysti á stuðning ykkar á kjördag. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Hann skipar 1. sæti á framboðslista Framsóknar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa á undanförnum árum stigið stór skref í átt að því að bæta lífsskilyrði barna og fjölskyldna. Í þessu verkefni hefur Framsókn verið í leiðtogahlutverki. Við höfum gripið til markvissra aðgerða til að styrkja grunnstoðir mennta- og velferðarkerfisins og haft þar skýra áherslu á fyrirbyggjandi stuðning, aukinn jöfnuð og betra aðgengi að þjónustu. Fjárfest í börnum og unglingum Við hjá Framsókn höfum lagt áherslu á umfangsmikla fjárfestingu í börnum og fjölskyldum. Meðal lykilverkefna sem hafa verið sett í farveg eru: Farsældarlög: Ný löggjöf sem tryggir þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Öll börn eiga nú rétt á tengilið sem starfar í nærumhverfi barnsins, ef þörf er á stuðningi eða þjónustu. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir: Öllum börnum á grunnskólaaldri er nú tryggð næringarrík máltíð óháð efnahag fjölskyldunnar. Tvöföldun fjármagns til íþrótta- og frístundastarfs: Stórt átak í því skyni að auka þátttöku barna í íþrótta- og frístundastarfi. Í þessu verkefni hefur til dæmis gjaldfrjáls þátttaka í unglingalandsliðum verið tryggð og auknu fjármagni verið veitt til íþróttastarfs fatlaðra barna. Samræmd skólaþjónusta og stuðningur við kennara: Fjárfest hefur verið í starfsþróun kennara og framlög til námsgagna verið tvöfölduð. Innleiðing samþætts námsmats: Nýtt námsmat tekur nú við af úreltum samræmdum prófum og tryggir betri yfirsýn yfir námsárangur og færni. Innleiðingin er löngu hafin og gengur vel. Raunverulegur árangur Stefna Framsóknar og þær aðgerðir sem hafa verið innleiddar á undanförnum árum eru þegar að skila mælanlegum árangri í lífi barna og fjölskyldna þeirra. Lítum á nokkra mælikvarða. Andleg heilsa barna hefur batnað: Tíðni kvíða meðal yngri barna hefur minnkað um 15%. Einelti hefur minnkað: Aðeins 4% nemenda í 10. bekk upplifa nú einelti – lægsta mæling sem hefur sést. Meiri samfella í þjónustu: Fjölskyldur upplifa betri samfellu sem auðveldar þeim að fá nauðsynlegan stuðning á réttum tíma. Níu af hverjum 10 ungmennum telja mikilvægt að leggja sig fram í námi. Þessar niðurstöður eru ekki aðeins tölur; þær endurspegla raunveruleg lífsgæði fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Hér eru skýrar vísbendingar um að markviss stefnumótun og fjárfesting í börnunum okkar skilar sér í betra samfélagi. Megináherslur næstu fjögur árin Þrátt fyrir að miklu hafi verið áorkað eru áskoranir enn til staðar. Við í Framsókn höfum skýra framtíðarsýn og leggjum áherslu á eftirfarandi verkefni á næstu fjórum árum: Innleiðing þjónustutryggingar: Við ætlum að útrýma biðlistum eftir greiningu og þjónustu. Þjónustutrygging mun tryggja að hámarksbiðtími barns verði skilgreindur. Ef opinberir aðilar uppfylla ekki tímamörkin verður fjölskyldum boðin þjónusta hjá einkaaðilum. Með þessu tryggjum við að ekkert barn þurfi að bíða óhóflega lengi . Námsárangur í fremstu röð: Með innleiðingu nýs námsmats í grunnskólum munum við fá öflugri tæki í hendurnar til að styðja með markvissum hætti við námsárungur barna á Íslandi. Gjaldfrjáls námsgögn fyrir öll skólastig: Við munum tryggja að börn hafi jafnan aðgang að námsgögnum á öllum skólastigum. Gjaldfrjálst nám eru mannréttindi. Frístundalög: Með nýjum lögum verður réttur barna til þátttöku í frístundastarfi tryggður, óháð búsetu eða efnahag fjölskyldunnar. Aukin áhersla á snemmtækan stuðning: Við munum halda áfram að styrkja innleiðingu farsældarlaganna til að tryggja að hver fjölskylda fái þjónustu sem miðast við þarfir þeirra á hverjum tíma. Lengjum fæðingarorlof í 18 mánuði og hækka lágmarksgreiðslur: Undirritaður var félagsmálaráðherra þegar fæðingarorlofið var lengt í 12 mánuði úr 9 og næsta skref er að lengja það í 18 til að tryggja foreldrum tíma með börnunum sínum. Þá verður að hækka lágmarksgreiðslur til foreldra. Hverjum treystið þið? Á undanförnum árum höfum við í Framsókn lagt grunn að samfélagi þar sem börn og fjölskyldur þeirra njóta forgangs. Verkin tala sínu máli. En verkefninu er langt frá því að vera lokið. Við erum í miðri á í risavöxnum breytingum á öllu því er snýr að börnunum okkar. Markmiðið er skýrt: Að skapa samfélag þar sem öll börn fá sömu tækifæri til þátttöku í samfélaginu, öryggis og farsældar. Verkefnið er ekki bundið við eitt kjörtímabil. Það krefst staðfestu og framtíðarsýnar. Við í Framsókn erum staðráðin í að halda áfram á þessari vegferð. Ég treysti á ykkur! Kæru kjósendur! Á þessu kjörtímabili höfum við gert ýmis mikilvæg verkefni að veruleika. En það sem skiptir enn meira máli núna er allt það sem við eigum enn eftir að hrinda í framkvæmd. Til að þær hugmyndir og áherslur verði að veruleika þarf ég á ykkar stuðningi að halda. Ég er í pólitík af hugsjón og hef unnið af heilindum að því að ná árangri í störfum mínum sem ráðherra. Nú legg ég mín verk í ykkar dóm og treysti á stuðning ykkar á kjördag. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Hann skipar 1. sæti á framboðslista Framsóknar í Reykjavík norður.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar