Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 27. nóvember 2024 16:32 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, nýtur yfirburðatrausts hjá kjósendum til að leiða næstu ríkisstjórn sem forsætisráðherra. Þetta sýna kannanir. Til þess að það nái fram að ganga verður Samfylkingin að fá sterka kosningu á laugardaginn og verða stærsti flokkurinn að loknum kosningum. Við breyttum flokknum og unnum planið í samstarfi við fólkið í landinu Undir forystu Kristrúnar Frostadóttur höfum við breytt Samfylkingunni og farið aftur í kjarnann. Á grunni málefnavinnu, þar sem við opnuðum flokkinn, mættum við í kosningabaráttuna með metnaðarfulla stefnu og skýrt plan um það hvernig við munum stýra landinu, fáum við til þess umboð frá kjósendum í kosningunum á laugardaginn. Plan sem unnið var í samstarfi við fólkið í landinu. Kristrún Frostadóttir hefur á stuttum tíma breytt flokknum og sýnt með því að hún er tilbúin til þess að leiða breytingar við stjórn landsins. Glundroði Sjálfstæðisflokksins eða nýtt upphaf með Samfylkingunni? Það er komið að ögurstundu í íslensku samfélagi. Viljum við meira af sama hægra ruglinu undir forystu Sjálfstæðisflokksins þar sem hver ríkisstjórnin á fætur annarri springur af því Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stjórntækur, þar sem skattbyrðinni er velt af þeim ríkustu yfir á þau efnaminni og innviðaskuldin eykst frá ári til árs? Eða viljum við nýtt upphaf með Samfylkingunni? Samfylkingin er eini flokkurinn sem tryggir breytingar Samfylkingin er með nýja og trausta forystu og kannanir sýna að kjósendur treysta formanni flokksins best til þess að verða næsti forsætisráðherra. Við erum með plan um það hvernig við ætlum stýra landinu og við erum eini flokkurinn sem leggur alla áherslu á að byggja upp sterkari innviði. Við ætlum að; lækka kostnað heimila og fyrirtækja með því að ná tökum á efnahagsmálunum og negla niður vextina, laga heilbrigðiskerfið þar sem að allir fái fastan heimilislækni á næstu árum, standa með ungu fólki með bráðaaðgerðum á húsnæðismarkaði og tryggja örugga afkomu um ævina alla með með því að hækka lífeyri TR í takt við laun og með nýju fæðingarorlofskerfi. Nýtum tækifærið til breytinga Kæru kjósendur! Öll skynjum við að nú er sögulegt tækifæri til breytinga á Íslandi. Samfylkingin er tilbúin til verka. Nýtum tækifærið á laugardaginn og kjósum breytingar! Samfylkingin er flokkurinn sem tryggir breytingar. X-S á laugardaginn. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, kennari og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hafnarfjörður Suðvesturkjördæmi Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, nýtur yfirburðatrausts hjá kjósendum til að leiða næstu ríkisstjórn sem forsætisráðherra. Þetta sýna kannanir. Til þess að það nái fram að ganga verður Samfylkingin að fá sterka kosningu á laugardaginn og verða stærsti flokkurinn að loknum kosningum. Við breyttum flokknum og unnum planið í samstarfi við fólkið í landinu Undir forystu Kristrúnar Frostadóttur höfum við breytt Samfylkingunni og farið aftur í kjarnann. Á grunni málefnavinnu, þar sem við opnuðum flokkinn, mættum við í kosningabaráttuna með metnaðarfulla stefnu og skýrt plan um það hvernig við munum stýra landinu, fáum við til þess umboð frá kjósendum í kosningunum á laugardaginn. Plan sem unnið var í samstarfi við fólkið í landinu. Kristrún Frostadóttir hefur á stuttum tíma breytt flokknum og sýnt með því að hún er tilbúin til þess að leiða breytingar við stjórn landsins. Glundroði Sjálfstæðisflokksins eða nýtt upphaf með Samfylkingunni? Það er komið að ögurstundu í íslensku samfélagi. Viljum við meira af sama hægra ruglinu undir forystu Sjálfstæðisflokksins þar sem hver ríkisstjórnin á fætur annarri springur af því Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stjórntækur, þar sem skattbyrðinni er velt af þeim ríkustu yfir á þau efnaminni og innviðaskuldin eykst frá ári til árs? Eða viljum við nýtt upphaf með Samfylkingunni? Samfylkingin er eini flokkurinn sem tryggir breytingar Samfylkingin er með nýja og trausta forystu og kannanir sýna að kjósendur treysta formanni flokksins best til þess að verða næsti forsætisráðherra. Við erum með plan um það hvernig við ætlum stýra landinu og við erum eini flokkurinn sem leggur alla áherslu á að byggja upp sterkari innviði. Við ætlum að; lækka kostnað heimila og fyrirtækja með því að ná tökum á efnahagsmálunum og negla niður vextina, laga heilbrigðiskerfið þar sem að allir fái fastan heimilislækni á næstu árum, standa með ungu fólki með bráðaaðgerðum á húsnæðismarkaði og tryggja örugga afkomu um ævina alla með með því að hækka lífeyri TR í takt við laun og með nýju fæðingarorlofskerfi. Nýtum tækifærið til breytinga Kæru kjósendur! Öll skynjum við að nú er sögulegt tækifæri til breytinga á Íslandi. Samfylkingin er tilbúin til verka. Nýtum tækifærið á laugardaginn og kjósum breytingar! Samfylkingin er flokkurinn sem tryggir breytingar. X-S á laugardaginn. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, kennari og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar