Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 09:32 Baldur Ragnarsson er aðstoðarþjálfari íslenska körfuboltalandsliðsins áamt því að vera aðalþjálfari Stjörnunnar. Vísir/Jón Gautur Landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen hrósaði Baldri Ragnarssyni mjög mikið fyrir sitt framlag eftir sigurinn óvænta á Ítalíu í undankeppni EM í körfubolta í gær. Það voru margar hetjur hjá íslenska landsliðinu í þessum magnaða sigri og þeir voru heldur ekki allir inn á vellinum. Eftir 24 stiga tap á heimavelli þá þurfti eitthvað risastórt til að koma Ítölum úr jafnvægi nú þegar þeir voru komnir á heimavöll og búnir að endurheimta Euroleague stjörnurnar sínar. Íslenska vörnin í upphafi leiks sló þá ítölsku það rækilega utan undir að þeir voru hálfvankaðir út leikinn. Íslensku strákarnir héldu síðan út, stóðust öll áhlaup ítalska liðsins og fögnuðu einum stærsta sigrinum í sögu íslenska körfuboltalandsliðsins. Eftir leik kom í ljós að varnarleikurinn var hugmynd og útfærsla aðstoðarþjálfarans Baldurs Ragnarssonar sem lagði mikla og góða vinnu í að lesa Ítalina og koma þeim úr jafnvægi. Íslenska liðið breytti um leikskipulag og vörn frá því í skellinum í Laugardalshöllinni. Það þarf ekki annað en að skoða stöðuna eftir tíu mínútna leik til að átta sig á áhrifum þessara breytinga. Íslenska liðið vann fyrsta leikhlutann 22-9 og hélt stórstjörnuliðu Ítala undir tíu stigum á fyrstu tíu mínútum leiksins sem er magnaður árangur á útivelli. Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, passaði líka upp á það eftir leik að Baldur fengið hrósið sem hann átti svo sannarlega skilið. „Aðstoðarþjálfarinn Baldur á risastóran þátt í þessum sigri. Hann setti upp alla vörnina okkar og það var sú vörn sem gaf tóninn í leiknum og upp úr henni fengum við mikið af okkar stigum í fyrri hálfleiknum,“ sagði Craig Pedersen í viðtali við Gunnar Birgisson í útsendingu RÚV. „Þetta var stórkostleg leikgreining og þjálfun hjá honum,“ sagði Craig. Kanadamaðurinn á einnig hrós skilið fyrir að vekja athygli á mikilvægu framlagi aðstoðarmannsins síns. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Það voru margir sem lögðu þung lóð á vogarskálarnar í 74-81 útisigri Íslands í undankeppni Eurobasket 2025 fyrr í kvöld. Elvar Már Friðriksson lagði mjög þung lóð til en hann skoraði 15 stig og gaf átta stoðsendingar og tók stjórn á leiknum á ögurstundu. 25. nóvember 2024 22:38 Kristinn: Við vorum geggjaðir Kristinn Pálsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins í fræknum sigri Íslands í undankeppni Eurobasket 2025. Kristinn skoraði 22 stig og voru flest, ef ekki öll, stigin mikilvægustu stig leiksins. Leikurinn endaði 74-81 og Ísland komið í lykilstöðu um að komast upp úr riðlinum. 25. nóvember 2024 22:17 Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Ísland steig risa stórt skref í áttina að Eurobasket 2025 með því að vinna Ítalíu á útivelli í kvöld. Strákarnir leiddu nánast allan leikinn sem vannst 74-81. 25. nóvember 2024 18:47 Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira
Það voru margar hetjur hjá íslenska landsliðinu í þessum magnaða sigri og þeir voru heldur ekki allir inn á vellinum. Eftir 24 stiga tap á heimavelli þá þurfti eitthvað risastórt til að koma Ítölum úr jafnvægi nú þegar þeir voru komnir á heimavöll og búnir að endurheimta Euroleague stjörnurnar sínar. Íslenska vörnin í upphafi leiks sló þá ítölsku það rækilega utan undir að þeir voru hálfvankaðir út leikinn. Íslensku strákarnir héldu síðan út, stóðust öll áhlaup ítalska liðsins og fögnuðu einum stærsta sigrinum í sögu íslenska körfuboltalandsliðsins. Eftir leik kom í ljós að varnarleikurinn var hugmynd og útfærsla aðstoðarþjálfarans Baldurs Ragnarssonar sem lagði mikla og góða vinnu í að lesa Ítalina og koma þeim úr jafnvægi. Íslenska liðið breytti um leikskipulag og vörn frá því í skellinum í Laugardalshöllinni. Það þarf ekki annað en að skoða stöðuna eftir tíu mínútna leik til að átta sig á áhrifum þessara breytinga. Íslenska liðið vann fyrsta leikhlutann 22-9 og hélt stórstjörnuliðu Ítala undir tíu stigum á fyrstu tíu mínútum leiksins sem er magnaður árangur á útivelli. Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, passaði líka upp á það eftir leik að Baldur fengið hrósið sem hann átti svo sannarlega skilið. „Aðstoðarþjálfarinn Baldur á risastóran þátt í þessum sigri. Hann setti upp alla vörnina okkar og það var sú vörn sem gaf tóninn í leiknum og upp úr henni fengum við mikið af okkar stigum í fyrri hálfleiknum,“ sagði Craig Pedersen í viðtali við Gunnar Birgisson í útsendingu RÚV. „Þetta var stórkostleg leikgreining og þjálfun hjá honum,“ sagði Craig. Kanadamaðurinn á einnig hrós skilið fyrir að vekja athygli á mikilvægu framlagi aðstoðarmannsins síns.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Það voru margir sem lögðu þung lóð á vogarskálarnar í 74-81 útisigri Íslands í undankeppni Eurobasket 2025 fyrr í kvöld. Elvar Már Friðriksson lagði mjög þung lóð til en hann skoraði 15 stig og gaf átta stoðsendingar og tók stjórn á leiknum á ögurstundu. 25. nóvember 2024 22:38 Kristinn: Við vorum geggjaðir Kristinn Pálsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins í fræknum sigri Íslands í undankeppni Eurobasket 2025. Kristinn skoraði 22 stig og voru flest, ef ekki öll, stigin mikilvægustu stig leiksins. Leikurinn endaði 74-81 og Ísland komið í lykilstöðu um að komast upp úr riðlinum. 25. nóvember 2024 22:17 Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Ísland steig risa stórt skref í áttina að Eurobasket 2025 með því að vinna Ítalíu á útivelli í kvöld. Strákarnir leiddu nánast allan leikinn sem vannst 74-81. 25. nóvember 2024 18:47 Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira
Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Það voru margir sem lögðu þung lóð á vogarskálarnar í 74-81 útisigri Íslands í undankeppni Eurobasket 2025 fyrr í kvöld. Elvar Már Friðriksson lagði mjög þung lóð til en hann skoraði 15 stig og gaf átta stoðsendingar og tók stjórn á leiknum á ögurstundu. 25. nóvember 2024 22:38
Kristinn: Við vorum geggjaðir Kristinn Pálsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins í fræknum sigri Íslands í undankeppni Eurobasket 2025. Kristinn skoraði 22 stig og voru flest, ef ekki öll, stigin mikilvægustu stig leiksins. Leikurinn endaði 74-81 og Ísland komið í lykilstöðu um að komast upp úr riðlinum. 25. nóvember 2024 22:17
Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Ísland steig risa stórt skref í áttina að Eurobasket 2025 með því að vinna Ítalíu á útivelli í kvöld. Strákarnir leiddu nánast allan leikinn sem vannst 74-81. 25. nóvember 2024 18:47