Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2024 12:02 Eldri borgarar þurfa að geta notið lífsgæða og búið á heimilum sínum sem allra lengst. Til þess þarf nauðsynlega þjónustu, þ.e. heimilishjálp og heimahjúkrun. Þegar eldri borgarar með vistunarmat flytja í hjúkrunarrými má biðtími eftir slíku rými ekki verða óhæfilega langur. Setja þarf reglur um hvað telst hæfilegur biðtími eftir hjúkrunarrými og halda verður áfram með kröftugri hætti en hingað til hefur verið gert við uppbyggingu hjúkrunarrýma. Átak til að reisa hjúkrunarheimili Skortur hefur verið á hjúkrunarrýmum á ýmsum stöðum á landinu. Sá skortur hefur skapað langa biðlista og yfirfulla spítala fyrir þá einstaklinga, sem eru of lasburða til að útskrifast heim til sín. Fylgja þarf áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma, sem staðið verður við. Það hefur afleiðingar annars staðar í heilbrigðiskerfinu með tilheyrandi kostnaði þegar útskrift aldraðra af sjúkrahúsum yfir í hjúkrunarrými tefst. Þetta mikilvæga atriði hefur verið klætt í dularbúning með því að tala um fráflæðisvanda í þessu sambandi. Framkvæmdasjóður aldraðra ekki nýttur sem skyldi Ríkið hefur ekki nýtt nógsamlega Framkvæmdasjóð aldraðra til þess sem hann var stofnaður til, þ.e. í uppbyggingu og viðhald hjúkrunarheimila, heldur látið verulegan hluta fjármuna sjóðsins renna til rekstrar. Þetta var aldrei tilgangur þess sjóðs, sem skattskyldir landsmenn á aldrinum 16 - 70 ára greiða nefskatt til. Skýrir þetta að hluta til þann skort sem fyrir er á hjúkrunarrýmum. Vanfjármagnaður rekstur Rekstrarvandi margra hjúkrunarheimila hefur lagst þungt á þá sem reka þau, eins og sjálfseignarstofnanir og sveitarfélög. Fram hefur komið að umtalsverða fjármuni vanti í daggjaldið sem ríkið greiðir svo heimilin geti uppfyllt lágmarksviðmið Landlæknisembættisins um mönnun á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarþyngd íbúa hjúkrunarheimila hefur aukist til muna á undanförnum áratug eða svo. Taka verður tillit til þessara þátta við ákvörðun um fjárveitingar í þessum málaflokki. Greina þarf þarfir og útgjöld Endurmeta þarf útgjöld til hjúkrunarheimila, stöðu þjónustunnar og mögulegar aðgerðir til að mæta hjúkrunarþörf aldraðra á öruggan og hagkvæman hátt. Markmiðið er að greiðslur ráðist af hjúkrunarþyngd hvort sem þjónustan er veitt í heimahúsum eða á hjúkrunarheimilum og verði óháðar því hvort þjónustuveitandinn er sveitarfélag, sjálfseignastofnun eða ríkið. Öll hjúkrunarþjónusta aldraðra þarf að miðast við þarfir íbúa. Mæta þarf auknum kröfum um aðbúnað Brýnt er að tekið verði á stöðunni í húsnæðismálum aldraðra, ekki síst að fjölga hjúkrunarrýmum. Öldruðum fjölgar hratt, m.a. í elsta hópnum, sem líklegastur er að þurfi á hjúkrunarrými að halda. Aðgerðir mega ekki dragast lengur. Það tekur tíma að byggja hvert hjúkrunarheimili. Einnig verður að taka mið af því að komandi kynslóðir eru ekki líklegar til að sætta sig við sömu gæði í aðbúnaði í hjúkrunarrýmum aldraðra og víða er boðið upp á núna. Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Eldri borgarar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Eldri borgarar þurfa að geta notið lífsgæða og búið á heimilum sínum sem allra lengst. Til þess þarf nauðsynlega þjónustu, þ.e. heimilishjálp og heimahjúkrun. Þegar eldri borgarar með vistunarmat flytja í hjúkrunarrými má biðtími eftir slíku rými ekki verða óhæfilega langur. Setja þarf reglur um hvað telst hæfilegur biðtími eftir hjúkrunarrými og halda verður áfram með kröftugri hætti en hingað til hefur verið gert við uppbyggingu hjúkrunarrýma. Átak til að reisa hjúkrunarheimili Skortur hefur verið á hjúkrunarrýmum á ýmsum stöðum á landinu. Sá skortur hefur skapað langa biðlista og yfirfulla spítala fyrir þá einstaklinga, sem eru of lasburða til að útskrifast heim til sín. Fylgja þarf áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma, sem staðið verður við. Það hefur afleiðingar annars staðar í heilbrigðiskerfinu með tilheyrandi kostnaði þegar útskrift aldraðra af sjúkrahúsum yfir í hjúkrunarrými tefst. Þetta mikilvæga atriði hefur verið klætt í dularbúning með því að tala um fráflæðisvanda í þessu sambandi. Framkvæmdasjóður aldraðra ekki nýttur sem skyldi Ríkið hefur ekki nýtt nógsamlega Framkvæmdasjóð aldraðra til þess sem hann var stofnaður til, þ.e. í uppbyggingu og viðhald hjúkrunarheimila, heldur látið verulegan hluta fjármuna sjóðsins renna til rekstrar. Þetta var aldrei tilgangur þess sjóðs, sem skattskyldir landsmenn á aldrinum 16 - 70 ára greiða nefskatt til. Skýrir þetta að hluta til þann skort sem fyrir er á hjúkrunarrýmum. Vanfjármagnaður rekstur Rekstrarvandi margra hjúkrunarheimila hefur lagst þungt á þá sem reka þau, eins og sjálfseignarstofnanir og sveitarfélög. Fram hefur komið að umtalsverða fjármuni vanti í daggjaldið sem ríkið greiðir svo heimilin geti uppfyllt lágmarksviðmið Landlæknisembættisins um mönnun á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarþyngd íbúa hjúkrunarheimila hefur aukist til muna á undanförnum áratug eða svo. Taka verður tillit til þessara þátta við ákvörðun um fjárveitingar í þessum málaflokki. Greina þarf þarfir og útgjöld Endurmeta þarf útgjöld til hjúkrunarheimila, stöðu þjónustunnar og mögulegar aðgerðir til að mæta hjúkrunarþörf aldraðra á öruggan og hagkvæman hátt. Markmiðið er að greiðslur ráðist af hjúkrunarþyngd hvort sem þjónustan er veitt í heimahúsum eða á hjúkrunarheimilum og verði óháðar því hvort þjónustuveitandinn er sveitarfélag, sjálfseignastofnun eða ríkið. Öll hjúkrunarþjónusta aldraðra þarf að miðast við þarfir íbúa. Mæta þarf auknum kröfum um aðbúnað Brýnt er að tekið verði á stöðunni í húsnæðismálum aldraðra, ekki síst að fjölga hjúkrunarrýmum. Öldruðum fjölgar hratt, m.a. í elsta hópnum, sem líklegastur er að þurfi á hjúkrunarrými að halda. Aðgerðir mega ekki dragast lengur. Það tekur tíma að byggja hvert hjúkrunarheimili. Einnig verður að taka mið af því að komandi kynslóðir eru ekki líklegar til að sætta sig við sömu gæði í aðbúnaði í hjúkrunarrýmum aldraðra og víða er boðið upp á núna. Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar