Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar 21. október 2025 08:01 Er skrift málið á tímum nútímatækni? Á að eyða dýrmætum kennslutíma í að kenna börnum að skrifa með skriffæri? Að láta þau skrifa sama bókstafinn aftur og aftur eða þar til þau geta skrifað hann alveg rétt og án umhugsunar? Er ekki skynsamlegra að kenna þeim strax á lyklaborð um leið og við kennum þeim að lesa og sleppa þessu veseni? Tenging skriftar, lesturs og ritunarfærni Svarið kann að koma á óvart en nýjar rannsóknir sýna að góð skriftarkunnátta hefur ótvírætt gildi fyrir nám á mörgum sviðum enn í dag. Þær hafa til dæmis sýnt fram á að börnum gengur betur að læra bókstafina ef lögð er áhersla á að þau nái góðum tökum á að skrifa þá um leið og þeir eru lagðir inn. Skriftarkennsla er því mikilvægur liður í farsælu lestrarnámi. Það að skrifa orð með skriffæri hjálpar börnum einnig að muna hvernig á að stafsetja rétt þar sem hugur og hönd eru virkjuð með nokkuð flóknum hætti á sama tíma. Börn sem búa yfir góðri skriftarkunnáttu eru líka betri og fljótari að semja texta og textinn þeirra verður oft lengri, ítarlegri og áhugaverðari því sjálf aðgerðin, að skrifa, íþyngir ekki minni barnsins. Framtíðarfærni: Frá blýanti til lyklaborðs Rúsínan í pylsuendanum er svo sú að börn sem hafa náð góðum tökum á lestri og skrift eru fljótari á ná tökum á lyklaborðinu sem er mjög mikilvæg færni fyrir nemendur á efri stigum grunnskólans og í framhaldsnámi. Það þarf því að kenna og þjálfa skrift fyrst eða þar til hún er orðinn áreynslulaus og svo notkun á lyklaborði þar til innslátturinn er orðinn alveg sjálfvirkur. Hvort tveggja þjónar sama tilgangi: Að gera börnum kleift að miðla eigin hugmyndum og þekkingu á árangursríkan hátt. Tíma í kennslu og þjálfun skriftar og notkunar lyklaborðs er því mjög vel varið. Við þetta má bæta að rannsóknir sýna að glósutaka með skriffæri er árangursríkari þar sem hún krefst virkar hlustunar og umhugsunar um aðal- og aukaatriði, því ekki er hægt að skrifa allt niður sem kennarinn segir. Loks hefur tilkoma gervigreindarinnar gert það að verkum að nemendur á efri skólastigum eru oftar en ekki látnir taka próf skriflega svo hægt sé að sannreyna raunverulega þekkingu á viðfangsefnum í námi, jafnvel kunnáttu í kóðun. Heildstætt námsefni fyrir skriftarkennslu Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hefur nú hafið útgáfu á heildastæðu skriftarnámsefni þar sem lögð hefur verið rík áhersla á að sjá kennurum fyrir nægu efni og björgum svo þeir geti einbeitt sér að gæðum skriftarkennslunnar. Til viðbótar við hefðbundið námsefni og kennsluleiðbeiningar geta kennarar sótt ýmis verkfæri á Skriftarvefinn en þar er til dæmis ítarleg umfjöllun um námsmat í skrift og hin frábæra Skriftarsmiðja. Hún gerir kennurum kleift að útbúa einstaklingsmiðað þjálfunarefni í skrift ef nemendur þurfa að æfa betur stafdrátt einstakra bók- og tölustafa eða tengingar. Eru kennarar hvattir til að kíkja á efnið því skrift er málið! Höfundur er sérfræðingur á sviði málþróska og læsis hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Er skrift málið á tímum nútímatækni? Á að eyða dýrmætum kennslutíma í að kenna börnum að skrifa með skriffæri? Að láta þau skrifa sama bókstafinn aftur og aftur eða þar til þau geta skrifað hann alveg rétt og án umhugsunar? Er ekki skynsamlegra að kenna þeim strax á lyklaborð um leið og við kennum þeim að lesa og sleppa þessu veseni? Tenging skriftar, lesturs og ritunarfærni Svarið kann að koma á óvart en nýjar rannsóknir sýna að góð skriftarkunnátta hefur ótvírætt gildi fyrir nám á mörgum sviðum enn í dag. Þær hafa til dæmis sýnt fram á að börnum gengur betur að læra bókstafina ef lögð er áhersla á að þau nái góðum tökum á að skrifa þá um leið og þeir eru lagðir inn. Skriftarkennsla er því mikilvægur liður í farsælu lestrarnámi. Það að skrifa orð með skriffæri hjálpar börnum einnig að muna hvernig á að stafsetja rétt þar sem hugur og hönd eru virkjuð með nokkuð flóknum hætti á sama tíma. Börn sem búa yfir góðri skriftarkunnáttu eru líka betri og fljótari að semja texta og textinn þeirra verður oft lengri, ítarlegri og áhugaverðari því sjálf aðgerðin, að skrifa, íþyngir ekki minni barnsins. Framtíðarfærni: Frá blýanti til lyklaborðs Rúsínan í pylsuendanum er svo sú að börn sem hafa náð góðum tökum á lestri og skrift eru fljótari á ná tökum á lyklaborðinu sem er mjög mikilvæg færni fyrir nemendur á efri stigum grunnskólans og í framhaldsnámi. Það þarf því að kenna og þjálfa skrift fyrst eða þar til hún er orðinn áreynslulaus og svo notkun á lyklaborði þar til innslátturinn er orðinn alveg sjálfvirkur. Hvort tveggja þjónar sama tilgangi: Að gera börnum kleift að miðla eigin hugmyndum og þekkingu á árangursríkan hátt. Tíma í kennslu og þjálfun skriftar og notkunar lyklaborðs er því mjög vel varið. Við þetta má bæta að rannsóknir sýna að glósutaka með skriffæri er árangursríkari þar sem hún krefst virkar hlustunar og umhugsunar um aðal- og aukaatriði, því ekki er hægt að skrifa allt niður sem kennarinn segir. Loks hefur tilkoma gervigreindarinnar gert það að verkum að nemendur á efri skólastigum eru oftar en ekki látnir taka próf skriflega svo hægt sé að sannreyna raunverulega þekkingu á viðfangsefnum í námi, jafnvel kunnáttu í kóðun. Heildstætt námsefni fyrir skriftarkennslu Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hefur nú hafið útgáfu á heildastæðu skriftarnámsefni þar sem lögð hefur verið rík áhersla á að sjá kennurum fyrir nægu efni og björgum svo þeir geti einbeitt sér að gæðum skriftarkennslunnar. Til viðbótar við hefðbundið námsefni og kennsluleiðbeiningar geta kennarar sótt ýmis verkfæri á Skriftarvefinn en þar er til dæmis ítarleg umfjöllun um námsmat í skrift og hin frábæra Skriftarsmiðja. Hún gerir kennurum kleift að útbúa einstaklingsmiðað þjálfunarefni í skrift ef nemendur þurfa að æfa betur stafdrátt einstakra bók- og tölustafa eða tengingar. Eru kennarar hvattir til að kíkja á efnið því skrift er málið! Höfundur er sérfræðingur á sviði málþróska og læsis hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun