Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar 25. nóvember 2024 12:50 Undanfarna áratugi hafa framfarir á sviði lækninga verið gríðarlegar. Sjúkdómar sem áður voru nánast dauðadómur eru meðhöndlaðir í dag og batalíkur hafa stóraukist. Lyfjameðmerðir eiga m.a. þarna stóran þátt og sjúklingar finna að batalíkur aukast sem er stór þáttur í baráttunni við að fást við alvarleg veikindi. Þessum framförum fylgir meiri umsýsla sem kallar á betri aðbúnað fyrir lækna, sjúklinga og aðstandendur. Er þá ekki rétt að dæla meiri fjármunum inní kerfið? Virtur læknir segir, ef við setjum eingöngu meira fjármagn í heilbrigðikerfið, breytast hlutirnir lítið til batnaðar. Heilbrigðiskerfið sjálft þarf að endurskipuleggja frá grunni, á þann hátt nýtast peningarnir betur og þjónustan við sjúklinga verður markvissari og árangur vænlegri. Öll þekkjum við langa biðlista eftir t.d. liðskipta aðgerðum, fíknimeðferðum og viðtölum við lækna á heilsugæslustöðum, svo eitthvað sé nefnt. Þessi ,,biðlistamenning“ er ekki bara tilkomin vegna skorts á fjármagni heldur líka vegna flókins skipulags líkt og áður segir. Einnig hefur pólitíksk sýn ráðherra undanfarinna ára flækt hlutina og aukið kostnað við t.d. liðskiptaaðgerðir um meira en helming í mörgum tillfellum. Sá málaflokkur heilbrigðisþjónustu sem ég hef mest fjallað um á mínum þingmanns ferli eru meðferðir fíknisjúkdóma. Þar hafa biðlistar staðið í stað eða aukist undanfarinn áratug. Á þeim biðlistum eru 700-800 einstaklingar. Margir deyja vegna af völdum sjúkdómsins á þeim biðlista. Vegna þessarar sorglegu staðreyndar veltir maður fyrir sér hvert er verðmætamat á eintakling sem er veikur fíkill að betla sér mat eða í innbrotum til að fjármagna eigin neyslu, eða einstaklingur sem er kominn á sjúkrahús vegna afleiðinga langvarandi áfengis eða annara fíkniefnaneyslu? Hvert er verðmætamat á einsakling sem kominn er frá neyslu fíkniefna og heilsan það góð að sá hinn sami er kominn í vinnu sjálum sér og sinni fjölskyldu til framdráttar? Útreikningar sýna að aukinn aðgangur að meðferðum og heilbrigðisþjónustu almennt stóreykur ,,verðmætagildi“ sjúklings á batavegi, bæði efnahagslega, heilsufarslega og þjóðfélagslega. Heilbrigð sál í hraustum líkama er ómetanleg! Áfram Ísland! Höfundur er varaþingmaður og frambjóðandi fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Undanfarna áratugi hafa framfarir á sviði lækninga verið gríðarlegar. Sjúkdómar sem áður voru nánast dauðadómur eru meðhöndlaðir í dag og batalíkur hafa stóraukist. Lyfjameðmerðir eiga m.a. þarna stóran þátt og sjúklingar finna að batalíkur aukast sem er stór þáttur í baráttunni við að fást við alvarleg veikindi. Þessum framförum fylgir meiri umsýsla sem kallar á betri aðbúnað fyrir lækna, sjúklinga og aðstandendur. Er þá ekki rétt að dæla meiri fjármunum inní kerfið? Virtur læknir segir, ef við setjum eingöngu meira fjármagn í heilbrigðikerfið, breytast hlutirnir lítið til batnaðar. Heilbrigðiskerfið sjálft þarf að endurskipuleggja frá grunni, á þann hátt nýtast peningarnir betur og þjónustan við sjúklinga verður markvissari og árangur vænlegri. Öll þekkjum við langa biðlista eftir t.d. liðskipta aðgerðum, fíknimeðferðum og viðtölum við lækna á heilsugæslustöðum, svo eitthvað sé nefnt. Þessi ,,biðlistamenning“ er ekki bara tilkomin vegna skorts á fjármagni heldur líka vegna flókins skipulags líkt og áður segir. Einnig hefur pólitíksk sýn ráðherra undanfarinna ára flækt hlutina og aukið kostnað við t.d. liðskiptaaðgerðir um meira en helming í mörgum tillfellum. Sá málaflokkur heilbrigðisþjónustu sem ég hef mest fjallað um á mínum þingmanns ferli eru meðferðir fíknisjúkdóma. Þar hafa biðlistar staðið í stað eða aukist undanfarinn áratug. Á þeim biðlistum eru 700-800 einstaklingar. Margir deyja vegna af völdum sjúkdómsins á þeim biðlista. Vegna þessarar sorglegu staðreyndar veltir maður fyrir sér hvert er verðmætamat á eintakling sem er veikur fíkill að betla sér mat eða í innbrotum til að fjármagna eigin neyslu, eða einstaklingur sem er kominn á sjúkrahús vegna afleiðinga langvarandi áfengis eða annara fíkniefnaneyslu? Hvert er verðmætamat á einsakling sem kominn er frá neyslu fíkniefna og heilsan það góð að sá hinn sami er kominn í vinnu sjálum sér og sinni fjölskyldu til framdráttar? Útreikningar sýna að aukinn aðgangur að meðferðum og heilbrigðisþjónustu almennt stóreykur ,,verðmætagildi“ sjúklings á batavegi, bæði efnahagslega, heilsufarslega og þjóðfélagslega. Heilbrigð sál í hraustum líkama er ómetanleg! Áfram Ísland! Höfundur er varaþingmaður og frambjóðandi fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar