Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 10:02 Í dag er 25. nóvember og því skammt í lok haustannar grunnskólabarna. Þrátt fyrir það er dóttir mín enn á biðlista eftir frístundaplássi í Reykjavík eins og fjölmörg önnur börn í borginni. Frá því ég flutti aftur til Reykjavíkur í Grafarvoginn, þá með ungabarn, hefur líf okkar fjölskyldunnar mótast af biðlistum Reykjavíkurborgar. Ég keyrði með bæði börnin mín í heilt ár í dagvistun vestur í bæ á meðan við biðum eftir leikskólaplássi, enda er hvergi lengri biðlisti á landinu. Og frá því þau hófu grunnskólagöngu hefur haustið hafist á biðlista eftir frístundaplássi. Bið sem er nú farin að teygja sig inn í hátíðirnar. Foreldrar ungra barna og börnin sjálf eru í gjörólíkri stöðu eftir sveitarfélögum. Í nágrannasveitarfélögunum Garðabæ, Kópavogi, Hafnarfirði og Seltjarnarnesi sem er stýrt af sjálfstæðismönnum bíða engin börn eftir frístundaplássi. Þar er að jafnaði verið að taka 12-15 mánaða börn inn á leikskóla, en meðaltalið er um 22 mánaða í Reykjavík. Örvænting foreldra í Reykjavík vegna þessara biðlista er öllum kunnug. Það er óskiljanlegt hvernig vandamálið virðist mun flóknara í Reykjavík en öðrum sveitarfélögum. Þjónusta við börn er þeim sem stýra Reykjavíkurborg um megn; Viðreisn, Samfylkingu, Framsókn og Pírötum. Foreldrar reykvískra barna þurfa að gera ráð fyrir að þurfa að brúa langt bil milli fæðingarorlofs og dagvistunar - mun lengur en aðrir. Grunnskólabörn í Reykjavík geta ekki treyst á að komast í rútínu á frístundaheimilum á haustin eftir rótleysi sumarfrísins. Það er óhætt að segja að það skjóti skökku við að sjá Viðreisn auglýsa núna: „Burt með biðlista barna“. Ekki síst þegar maður les smáa letrið og áttar sig á að flokkurinn á ekki við biðlistana sem hann hefði nú þegar getað eytt í Reykjavík. „Betra líf fyrir fjölskyldur“ Samfylkingarinnar og „B fyrir börn“ Framsóknar virðist sömuleiðis undanskilja mörg börn í Reykjavík. Við barnafólkið erum búin að fá okkur fullsödd af metnaðarleysi og lélegri forgangsröðun þeirra sem stýra Reykjavíkurborg. Ég hvet frambjóðendur þeirra til Alþingis, sem sitja reyndar margir hverjir nú þegar í borgarstjórn, til þess að einbeita sér að börnunum í Reykjavík sem mætt hafa afgangi undir þeirra stjórn. Tryggið börnum og fjölskyldufólki betri grunnþjónustu strax. – Burt með biðlista barnanna í Reykjavík! Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er 25. nóvember og því skammt í lok haustannar grunnskólabarna. Þrátt fyrir það er dóttir mín enn á biðlista eftir frístundaplássi í Reykjavík eins og fjölmörg önnur börn í borginni. Frá því ég flutti aftur til Reykjavíkur í Grafarvoginn, þá með ungabarn, hefur líf okkar fjölskyldunnar mótast af biðlistum Reykjavíkurborgar. Ég keyrði með bæði börnin mín í heilt ár í dagvistun vestur í bæ á meðan við biðum eftir leikskólaplássi, enda er hvergi lengri biðlisti á landinu. Og frá því þau hófu grunnskólagöngu hefur haustið hafist á biðlista eftir frístundaplássi. Bið sem er nú farin að teygja sig inn í hátíðirnar. Foreldrar ungra barna og börnin sjálf eru í gjörólíkri stöðu eftir sveitarfélögum. Í nágrannasveitarfélögunum Garðabæ, Kópavogi, Hafnarfirði og Seltjarnarnesi sem er stýrt af sjálfstæðismönnum bíða engin börn eftir frístundaplássi. Þar er að jafnaði verið að taka 12-15 mánaða börn inn á leikskóla, en meðaltalið er um 22 mánaða í Reykjavík. Örvænting foreldra í Reykjavík vegna þessara biðlista er öllum kunnug. Það er óskiljanlegt hvernig vandamálið virðist mun flóknara í Reykjavík en öðrum sveitarfélögum. Þjónusta við börn er þeim sem stýra Reykjavíkurborg um megn; Viðreisn, Samfylkingu, Framsókn og Pírötum. Foreldrar reykvískra barna þurfa að gera ráð fyrir að þurfa að brúa langt bil milli fæðingarorlofs og dagvistunar - mun lengur en aðrir. Grunnskólabörn í Reykjavík geta ekki treyst á að komast í rútínu á frístundaheimilum á haustin eftir rótleysi sumarfrísins. Það er óhætt að segja að það skjóti skökku við að sjá Viðreisn auglýsa núna: „Burt með biðlista barna“. Ekki síst þegar maður les smáa letrið og áttar sig á að flokkurinn á ekki við biðlistana sem hann hefði nú þegar getað eytt í Reykjavík. „Betra líf fyrir fjölskyldur“ Samfylkingarinnar og „B fyrir börn“ Framsóknar virðist sömuleiðis undanskilja mörg börn í Reykjavík. Við barnafólkið erum búin að fá okkur fullsödd af metnaðarleysi og lélegri forgangsröðun þeirra sem stýra Reykjavíkurborg. Ég hvet frambjóðendur þeirra til Alþingis, sem sitja reyndar margir hverjir nú þegar í borgarstjórn, til þess að einbeita sér að börnunum í Reykjavík sem mætt hafa afgangi undir þeirra stjórn. Tryggið börnum og fjölskyldufólki betri grunnþjónustu strax. – Burt með biðlista barnanna í Reykjavík! Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun