Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar 23. nóvember 2024 19:02 Undarleg og óvænt atburðarás hófst á föstudaginn. Samtök kennara lýstu því yfir að þau væru til í að aflýsa verkföllum í þeim leikskólum sem lokaðir hafa verið síðustu vikur. Ljóst var að þetta boð átti sér stað þrátt fyrir að illa gangi við samningaborðið enda var á sama tíma tilkynnt að brátt hæfust verkföll í tíu leikskólum til viðbótar. Viðbrögð Sambands sveitarfélaga vöktu furðu mína. Talsmaður þess fullyrti að boð kennara væri mikil vanvirðing. Ég var enn að melta þau þegar tilkynning kom frá KÍ sem fær mig til að spyrja, í fullri einlægni og alvöru, hvort verið geti að Samband sveitarfélaga sé markvisst að reyna að spilla gerð samninga við kennara. Við munum öll þá undarlegu atburðarás sem átti sér stað síðasta vor þegar hluti stjórnar Sambandsins reyndi að koma í veg fyrir þátttöku þess í gerð kjarasamninga á almennum markaði. Af því urðu heilmiklir eftirmálar, reiði og gremja. Ýmislegt bendir til þess að eitthvað svipað sé í gangi nú. Samninganefnd Sambandsins hefur orðið uppvís að ótrúlega þversagnirkenndum málflutningi. Eftir að hafa dregið kennara alla leið fyrir Félagsdóm undir því yfirskini að kennarar hefðu engar kröfur sett fram kröfðust þau þess nýlega að kennarar sætu starfsfræðslu hjá stofnun sem sveitarfélögin eiga sjálf með þeim rökum að kröfur kennara um samanburðarhópa væru of einstrengingslegar. Í yfirlýsingu KÍ kemur fram að tilboð um frestun verkfalla komi í kjölfar tilboðs frá Sambandi sveitarfélaga um svipaða frestun. Sé rétt að samningafólk sveitarfélaga hafi sjálft átt frumkvæði að frestun verkfalla en bregðist við gagntilboði með því að brigsla forystu kennara um allskonar litrík óheilindi er ljóst að í kjaraviðræðum kennara er aðeins einn aðili að reyna að semja, hinn er að spilla. Það liggur nú fyrir að börnin í lokuðum leikskólum eiga þess kost að byrja aftur í skólunum sínum í næstu viku. Ef það gerist ekki er það vegna þess að kjörnir fulltrúar í stjórnum viðkomandi sveitarfélaga hafa kosið að beita börnunun fyrir sig. Fórna þeim fyrir fjöldann. Að öllum líkindum vegna þess að skólakerfið er orðið vígvöllur í eitraðri pólitík á sveitarstjórnarstiginu. Eitthvað segir mér að háheilaga fólkið, sem ekkert hefur þóst botna í því að verkfall svipti þessi börn skólunum sínum hingað til, muni nú skyndilega öðlast slíkan skilning. Flest af þessu fólki er nefnilega ekkert að berjast fyrir leikskólana. Kennarar, sem njóta bæði stuðnings foreldra og meirihluta þjóðarinnar, eru að berjast skólanna og barnanna vegna. Þess vegna munu þeir ekki gefast upp. Sama hvernig viðsemjandinn lætur. Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Undarleg og óvænt atburðarás hófst á föstudaginn. Samtök kennara lýstu því yfir að þau væru til í að aflýsa verkföllum í þeim leikskólum sem lokaðir hafa verið síðustu vikur. Ljóst var að þetta boð átti sér stað þrátt fyrir að illa gangi við samningaborðið enda var á sama tíma tilkynnt að brátt hæfust verkföll í tíu leikskólum til viðbótar. Viðbrögð Sambands sveitarfélaga vöktu furðu mína. Talsmaður þess fullyrti að boð kennara væri mikil vanvirðing. Ég var enn að melta þau þegar tilkynning kom frá KÍ sem fær mig til að spyrja, í fullri einlægni og alvöru, hvort verið geti að Samband sveitarfélaga sé markvisst að reyna að spilla gerð samninga við kennara. Við munum öll þá undarlegu atburðarás sem átti sér stað síðasta vor þegar hluti stjórnar Sambandsins reyndi að koma í veg fyrir þátttöku þess í gerð kjarasamninga á almennum markaði. Af því urðu heilmiklir eftirmálar, reiði og gremja. Ýmislegt bendir til þess að eitthvað svipað sé í gangi nú. Samninganefnd Sambandsins hefur orðið uppvís að ótrúlega þversagnirkenndum málflutningi. Eftir að hafa dregið kennara alla leið fyrir Félagsdóm undir því yfirskini að kennarar hefðu engar kröfur sett fram kröfðust þau þess nýlega að kennarar sætu starfsfræðslu hjá stofnun sem sveitarfélögin eiga sjálf með þeim rökum að kröfur kennara um samanburðarhópa væru of einstrengingslegar. Í yfirlýsingu KÍ kemur fram að tilboð um frestun verkfalla komi í kjölfar tilboðs frá Sambandi sveitarfélaga um svipaða frestun. Sé rétt að samningafólk sveitarfélaga hafi sjálft átt frumkvæði að frestun verkfalla en bregðist við gagntilboði með því að brigsla forystu kennara um allskonar litrík óheilindi er ljóst að í kjaraviðræðum kennara er aðeins einn aðili að reyna að semja, hinn er að spilla. Það liggur nú fyrir að börnin í lokuðum leikskólum eiga þess kost að byrja aftur í skólunum sínum í næstu viku. Ef það gerist ekki er það vegna þess að kjörnir fulltrúar í stjórnum viðkomandi sveitarfélaga hafa kosið að beita börnunun fyrir sig. Fórna þeim fyrir fjöldann. Að öllum líkindum vegna þess að skólakerfið er orðið vígvöllur í eitraðri pólitík á sveitarstjórnarstiginu. Eitthvað segir mér að háheilaga fólkið, sem ekkert hefur þóst botna í því að verkfall svipti þessi börn skólunum sínum hingað til, muni nú skyndilega öðlast slíkan skilning. Flest af þessu fólki er nefnilega ekkert að berjast fyrir leikskólana. Kennarar, sem njóta bæði stuðnings foreldra og meirihluta þjóðarinnar, eru að berjast skólanna og barnanna vegna. Þess vegna munu þeir ekki gefast upp. Sama hvernig viðsemjandinn lætur. Höfundur er kennari
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun