„Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. nóvember 2024 08:03 Lárus Jónsson hefur marga fjöruna sopið sem þjálfari Þórs Þorlákshafnar. Vísir/Diego „Myndi líta á það eins og að vera kennari. Það hefur alltaf verið pælingin hjá mér. Hvernig get ég miðlað upplýsingum á sem bestan hátt til minna leikmanna,“ segir Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar í Bónus-deild karla í körfubolta aðspurður hvað það er fyrir honum að vera þjálfari. Lárus var viðmælandi í öðrum þættinum af hlaðvarpinu Berjast. Um er að ræða hlaðvarp þar sem rætt er við þjálfara í hinum og þessum íþróttum. Hlaðvarpinu stýra þeir Arnar Guðjónsson, fyrrverandi þjálfari Stjörnunnar í Bónus-deild karla og kvenna, og Hilmar Árni Halldórsson, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar. Arnar Guðjónsson og Hilmar Árni á góðri stundu.Berjast.is „Getur verið mjög mismunandi eftir leikmönnum, ekkert endilega eftir því hvort þeir séu ungir eða reynslumiklir. Sumir eru mjög fljótir að meðtaka upplýsingar. Sumir hlusta bara eiginlega aldrei á þig,“ segir Lárus þegar umræðan snýr að leikmönnum og hvernig sumir virðast engan veginn meðtaka upplýsingar á meðan aðrir eru eins og svampur sem sýgur allt í sig. „Mannkynið lærir í gegnum sögur“ „Hvernig getur þú lært að selja liðinu þínu – kannski ekki gott orð að selja eitthvað – en láta þá kaupa einhver atriði sem þú ert að hamra á. Þeir verða að hafa áhuga á því, ef þeir hafa ekki áhuga á því þá skiptir engu máli hvort taktíkin sé frábær, það (sem þú lagðir upp) mun ekki virka í leiknum eftir.“ „Mannkynið lærir í gegnum sögur, ef þú nærð að tengja við einhverjar sögur þá tengja leikmennirnir betur og þá er þetta miklu áhrifameira.“ Leikmenn ákveða hvaða orð einkenna liðið „Við byrjum tímabilið eiginlega alltaf eins. Setjumst saman niður og ákveðum fyrir hvað við viljum standa fyrir. Þá eru það leikmennirnir sem skrifa niður einhver orð, við komum okkur saman um þrjú til fimm orð fyrir tímabilið og þeir segja fyrir hvað þessi orð standa hjá sér.“ „Svo förum við yfir hvað þau standa fyrir hjá liðinu líkamlega, taktískt, andlega, innan vallar og utan vallar. Það er kannski það sem við erum að hamra á yfir allt tímabilið.“ „Árið sem við urðum Íslandsmeistarar er kannski árið sem við fórum dýpst í þetta. Vorum búnir að finna í þessu sjálfir og svo kom Heiðar frá Hugarþjálfun eftir áramót og fór dýpra í þetta með liðinu.“ „Getur notað orðin inn í þjálfuninni. Svo til að fara aðeins dýpra, tengjast hlutverk leikmannana orðunum. Höfum alltaf unnið með hlutverk leikmanna, þeir eru að ákveða hlutverkin fyrir sig.“ Lárus fór yfir víðan völl, ræddi það þegar hann var látinn fara frá Breiðabliki og svo tímabilið þegar Þór fór alla leið og varð Íslandsmeistari vorið 2021. „Þetta var Covid-ár svo ég væri ekki til í það aftur,“ sagði Lárus aðspurður hvort hann væri alltaf að reyna leika þetta tímabil eftir. „Þegar við unnum titilinn hitti ég Loga Gunnarsson og hann sagði mér að njóta í botn því maður veit aldrei hvenær maður vinnur aftur. Ég bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir. Þú heldur að þú sért betri en þú ert, sem þjálfari ferðu að trúa öllu sem er sagt um þig. Þið vitið hvernig þetta er, þegar maður vinnur er allt rétt sem maður segir og þegar maður tapar er ekkert rétt. Bæði er náttúrulega kolrangt.“ „Það er rosalega oft verið að tala um þetta ár. Alveg eins og þegar ég kom í Þorlákshöfn þá var þetta alltaf „Við vinnum aldrei Tindastól, við vinnum aldrei þegar við förum norður.“ Það skiptir engu máli, það er bara nýtt ár og við getum alveg farið á Akureyri og unnið körfuboltaleik.“ „Auðvitað tölum við oft um þetta ár, þessa miklu samheldni og að við viljum búa til sömu blönduna. Reyna að finna þetta en það er ekki hægt, lið eru ekki þannig.“ Á vefsíðunni Berjast.is má finna þættina fjóra sem eru komnir út og þar má einnig sjá hvað er á döfinni. Næsti viðmælandi þeirra Arnars og Hilmars Árna er Pavel Ermolinskij, margfaldur Íslandsmeistari með KR og Val, Íslandsmeistari sem þjálfari með Tindastól og nú sérfræðingur Stöðvar 2 Sport. Körfubolti Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjá meira
Lárus var viðmælandi í öðrum þættinum af hlaðvarpinu Berjast. Um er að ræða hlaðvarp þar sem rætt er við þjálfara í hinum og þessum íþróttum. Hlaðvarpinu stýra þeir Arnar Guðjónsson, fyrrverandi þjálfari Stjörnunnar í Bónus-deild karla og kvenna, og Hilmar Árni Halldórsson, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar. Arnar Guðjónsson og Hilmar Árni á góðri stundu.Berjast.is „Getur verið mjög mismunandi eftir leikmönnum, ekkert endilega eftir því hvort þeir séu ungir eða reynslumiklir. Sumir eru mjög fljótir að meðtaka upplýsingar. Sumir hlusta bara eiginlega aldrei á þig,“ segir Lárus þegar umræðan snýr að leikmönnum og hvernig sumir virðast engan veginn meðtaka upplýsingar á meðan aðrir eru eins og svampur sem sýgur allt í sig. „Mannkynið lærir í gegnum sögur“ „Hvernig getur þú lært að selja liðinu þínu – kannski ekki gott orð að selja eitthvað – en láta þá kaupa einhver atriði sem þú ert að hamra á. Þeir verða að hafa áhuga á því, ef þeir hafa ekki áhuga á því þá skiptir engu máli hvort taktíkin sé frábær, það (sem þú lagðir upp) mun ekki virka í leiknum eftir.“ „Mannkynið lærir í gegnum sögur, ef þú nærð að tengja við einhverjar sögur þá tengja leikmennirnir betur og þá er þetta miklu áhrifameira.“ Leikmenn ákveða hvaða orð einkenna liðið „Við byrjum tímabilið eiginlega alltaf eins. Setjumst saman niður og ákveðum fyrir hvað við viljum standa fyrir. Þá eru það leikmennirnir sem skrifa niður einhver orð, við komum okkur saman um þrjú til fimm orð fyrir tímabilið og þeir segja fyrir hvað þessi orð standa hjá sér.“ „Svo förum við yfir hvað þau standa fyrir hjá liðinu líkamlega, taktískt, andlega, innan vallar og utan vallar. Það er kannski það sem við erum að hamra á yfir allt tímabilið.“ „Árið sem við urðum Íslandsmeistarar er kannski árið sem við fórum dýpst í þetta. Vorum búnir að finna í þessu sjálfir og svo kom Heiðar frá Hugarþjálfun eftir áramót og fór dýpra í þetta með liðinu.“ „Getur notað orðin inn í þjálfuninni. Svo til að fara aðeins dýpra, tengjast hlutverk leikmannana orðunum. Höfum alltaf unnið með hlutverk leikmanna, þeir eru að ákveða hlutverkin fyrir sig.“ Lárus fór yfir víðan völl, ræddi það þegar hann var látinn fara frá Breiðabliki og svo tímabilið þegar Þór fór alla leið og varð Íslandsmeistari vorið 2021. „Þetta var Covid-ár svo ég væri ekki til í það aftur,“ sagði Lárus aðspurður hvort hann væri alltaf að reyna leika þetta tímabil eftir. „Þegar við unnum titilinn hitti ég Loga Gunnarsson og hann sagði mér að njóta í botn því maður veit aldrei hvenær maður vinnur aftur. Ég bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir. Þú heldur að þú sért betri en þú ert, sem þjálfari ferðu að trúa öllu sem er sagt um þig. Þið vitið hvernig þetta er, þegar maður vinnur er allt rétt sem maður segir og þegar maður tapar er ekkert rétt. Bæði er náttúrulega kolrangt.“ „Það er rosalega oft verið að tala um þetta ár. Alveg eins og þegar ég kom í Þorlákshöfn þá var þetta alltaf „Við vinnum aldrei Tindastól, við vinnum aldrei þegar við förum norður.“ Það skiptir engu máli, það er bara nýtt ár og við getum alveg farið á Akureyri og unnið körfuboltaleik.“ „Auðvitað tölum við oft um þetta ár, þessa miklu samheldni og að við viljum búa til sömu blönduna. Reyna að finna þetta en það er ekki hægt, lið eru ekki þannig.“ Á vefsíðunni Berjast.is má finna þættina fjóra sem eru komnir út og þar má einnig sjá hvað er á döfinni. Næsti viðmælandi þeirra Arnars og Hilmars Árna er Pavel Ermolinskij, margfaldur Íslandsmeistari með KR og Val, Íslandsmeistari sem þjálfari með Tindastól og nú sérfræðingur Stöðvar 2 Sport.
Körfubolti Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti