Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar 23. nóvember 2024 09:01 Raforka er sú tegund orku sem kemur upp í huga flestra þegar orku ber á góma. Annars konar orka fær minna pláss, bæði í huga hvers og eins og í almennri umræðu. Þann 9. október síðastliðinn sló Nesjavallavirkjun út og í kjölfarið var sundlaugum höfuðborgarsvæðisins lokað. Það þarf því ekki að líta lengra aftur en þessar örfáu vikur til að rifja upp skort á annarskonar orku en raforku. Hér er ég auðvitað að tala um varmaorku, eða það sem flest okkar kalla einfaldlega heita vatnið í daglegu tali. Heita vatnið er eitthvað sem við hugsum ekki endilega um sem orku og er það sennilegast vegna þess að flest erum við einfaldlega vön því að geta skrúfað frá krananum eða hækkað í ofninum og heitt vatn flæðir. Sama gildir um rafmagnið, það er bara þarna þegar stungið er í samband. Varminn í heita vatninu okkar er ástæðan fyrir því, a.m.k. við sem erum á heitum svæðum þar sem jarðhiti er nýttur til húshitunar, hugsum okkur ekki tvisvar um þegar við kyndum heimilið upp í meira en 20°C til þess eins að geta spásserað um á stuttermabol um hávetur. Það er ekki sjálfgefið að heita vatnið komi úr krananum þegar skrúfað er frá. Mörg átta sig ekki á því að það krefst mikillar vinnu að finna heitt vatn, bora eftir því og loks veita því til íbúa og atvinnulífs. Orka náttúrunnar hefur frá stofnun fyrirtækisins árið 2014 sinnt þessu hlutverki. Fyrirtækið á og rekur tvær stærstu jarðvarmavirkjanir landsins sem báðar eru staðsettar í Henglinum, Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun, en samanlagt framleiða þær um 55 milljónir tonna af heitu vatni á ári hverju. Fyrirtækið framleiðir þar með þriðjung af öllu heitu vatni sem framleitt er á landinu. Orka náttúrunnar framleiðir líka raforku en jarðvarmavirkjanirnar okkar í Henglinum framleiða um 3,5 TWst af raforku á ári samhliða heita vatninu. Ofan á þetta á félagið vatnsaflsvirkjun í Andakílsá sem framleiðir um 0,03 TWst á ári. Þetta gerir okkur að næst stærsta raforkuframleiðanda landsins en þessar virkjanir framleiða um 17% af allri raforku landsins. Í raforkunni er Landsvirkjun auðvitað stærst með um 73% af framleiðslunni en HS Orka er þriðja stærst með um 7% framleiðslunnar. Mörg höfum við heyrt söguna af því hvernig hitaveitan bjargaði Reykjavík úr olíukreppu og drulluskýi með því að virkja jarðhitann og koma af stað hitaveitu. Þetta er að sjálfsögðu rétt en leiða má líkur að því að ef við hefðum ekki farið í hitaveituvæðinguna værum við flest, ef ekki öll, með rafhitun, líkt og á svokölluðum köldum svæðum víða um land (þ.e. svæði sem ekki eru með beina hitaveitu). Ef við lítum á framleiðslu Orku náttúrunnar á heitu vatni má ætla að til að svara sömu varmaþörf með rafhitun þyrfti að framleiða um 3,1 TWst af raforku á hverju ári, í ofanálag við alla aðra framleiðslu. Þetta er um þrefalt það rafmagn sem öll heimili landsins nota á ári. Það mætti því ætla að rafmagnsreikningar okkar, a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu, væru töluvert hærri, húsin kaldari og sundlaugarnar færri ef ekki væri fyrir auðlindina okkar í Henglinum. Það er því ljóst að Orka náttúrunnar gegnir lykilhlutverki í orkuöflun og tryggir stórum hluta landsmanna aðgang að þeirri orku sem svo mörg okkar taka sem sjálfsögðum hlut, bæði heitu vatni og rafmagni. Þess vegna er Orka náttúrunnar ómissandi hluti af þeim lífsgæðum sem við erum vön og verða vonandi óbreytt fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er sérfræðingur í Orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Raforka er sú tegund orku sem kemur upp í huga flestra þegar orku ber á góma. Annars konar orka fær minna pláss, bæði í huga hvers og eins og í almennri umræðu. Þann 9. október síðastliðinn sló Nesjavallavirkjun út og í kjölfarið var sundlaugum höfuðborgarsvæðisins lokað. Það þarf því ekki að líta lengra aftur en þessar örfáu vikur til að rifja upp skort á annarskonar orku en raforku. Hér er ég auðvitað að tala um varmaorku, eða það sem flest okkar kalla einfaldlega heita vatnið í daglegu tali. Heita vatnið er eitthvað sem við hugsum ekki endilega um sem orku og er það sennilegast vegna þess að flest erum við einfaldlega vön því að geta skrúfað frá krananum eða hækkað í ofninum og heitt vatn flæðir. Sama gildir um rafmagnið, það er bara þarna þegar stungið er í samband. Varminn í heita vatninu okkar er ástæðan fyrir því, a.m.k. við sem erum á heitum svæðum þar sem jarðhiti er nýttur til húshitunar, hugsum okkur ekki tvisvar um þegar við kyndum heimilið upp í meira en 20°C til þess eins að geta spásserað um á stuttermabol um hávetur. Það er ekki sjálfgefið að heita vatnið komi úr krananum þegar skrúfað er frá. Mörg átta sig ekki á því að það krefst mikillar vinnu að finna heitt vatn, bora eftir því og loks veita því til íbúa og atvinnulífs. Orka náttúrunnar hefur frá stofnun fyrirtækisins árið 2014 sinnt þessu hlutverki. Fyrirtækið á og rekur tvær stærstu jarðvarmavirkjanir landsins sem báðar eru staðsettar í Henglinum, Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun, en samanlagt framleiða þær um 55 milljónir tonna af heitu vatni á ári hverju. Fyrirtækið framleiðir þar með þriðjung af öllu heitu vatni sem framleitt er á landinu. Orka náttúrunnar framleiðir líka raforku en jarðvarmavirkjanirnar okkar í Henglinum framleiða um 3,5 TWst af raforku á ári samhliða heita vatninu. Ofan á þetta á félagið vatnsaflsvirkjun í Andakílsá sem framleiðir um 0,03 TWst á ári. Þetta gerir okkur að næst stærsta raforkuframleiðanda landsins en þessar virkjanir framleiða um 17% af allri raforku landsins. Í raforkunni er Landsvirkjun auðvitað stærst með um 73% af framleiðslunni en HS Orka er þriðja stærst með um 7% framleiðslunnar. Mörg höfum við heyrt söguna af því hvernig hitaveitan bjargaði Reykjavík úr olíukreppu og drulluskýi með því að virkja jarðhitann og koma af stað hitaveitu. Þetta er að sjálfsögðu rétt en leiða má líkur að því að ef við hefðum ekki farið í hitaveituvæðinguna værum við flest, ef ekki öll, með rafhitun, líkt og á svokölluðum köldum svæðum víða um land (þ.e. svæði sem ekki eru með beina hitaveitu). Ef við lítum á framleiðslu Orku náttúrunnar á heitu vatni má ætla að til að svara sömu varmaþörf með rafhitun þyrfti að framleiða um 3,1 TWst af raforku á hverju ári, í ofanálag við alla aðra framleiðslu. Þetta er um þrefalt það rafmagn sem öll heimili landsins nota á ári. Það mætti því ætla að rafmagnsreikningar okkar, a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu, væru töluvert hærri, húsin kaldari og sundlaugarnar færri ef ekki væri fyrir auðlindina okkar í Henglinum. Það er því ljóst að Orka náttúrunnar gegnir lykilhlutverki í orkuöflun og tryggir stórum hluta landsmanna aðgang að þeirri orku sem svo mörg okkar taka sem sjálfsögðum hlut, bæði heitu vatni og rafmagni. Þess vegna er Orka náttúrunnar ómissandi hluti af þeim lífsgæðum sem við erum vön og verða vonandi óbreytt fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er sérfræðingur í Orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun