Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 2. desember 2025 07:47 Á dögunum lagði Evrópusambandið verndartolla á iðnað frá EES-löndunum Íslandi og Noregi. Þjóðir sem eru ekki aðeins nánustu vinaþjóðir þeirra, heldur eru hluti af innri markaði sambandsins gegnum EES-samninginn. Tollar ESB voru yfirvofandi í 11 mánuði, u.þ.b. allan starfstíma ríkisstjórnarinnar. En þrátt fyrir tíðar heimsóknir til Brussel og útsýnisferðir um landið með helstu ráðamenn ESB, var þetta niðurstaðan. Aðgerðin er skýrt brot á EES-samningnum og við sjálfstæðismenn munum fylgja því fast á eftir að við sækjum rétt okkar gagnvart ESB. Óprúttnir stjórnmálamenn, sem voru þó í stafni þegar þessi ákvörðun skellur á okkur, hafa m.a. sakað stjórnarandstöðuna um að grafa undan EES-samningnum. Því finn ég mig knúna til að benda á hið augljósa. Á Íslandi er ríkisstjórn sem grefur undan EES-samningnum hvern dag sem hún situr. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur sett aðild að ESB aftur á dagskrá. Forsætisráðherra og helstu ráðamenn þjóðarinnar vilja að Ísland gangi í ESB. Og hvað verður um EES-samninginn ef sú vegferð verður farin? Embættismönnunum í Brussel er þetta fullljóst. Viðsemjendur þeirra eru stjórnmálamenn sem vilja segja upp EES-samningnum og ganga í ESB. Eins og fulltrúi ESB benti okkur Íslendingum á á fundi í Strasbourg á dögunum, hefur viðlíka framkoma ekki hent okkur allan samningstímann. Er tímasetningin þá tilviljun? Eftir að ESB beitti Ísland þessum órétti, hvatti ég til þess að utanríkisráðherra skrifaði ekki undir frekari samninga eða yfirlýsingar við ESB. Það væru röng skilaboð við þessar aðstæður. Hún tilkynnti svo um að undirritun varnarsamkomulags við ESB yrði frestað. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum velt því upp að við þurfum að hugsa vel og vandlega um næstu skref í EES-samstarfinu, umgjörðina um okkar mikilvægast viðskiptasamning. Þar skipta tímasetningar miklu máli. Vonandi getum við átt yfirvegað samtal um það á vettvangi stjórnmálanna, en það má öllum vera það fullljóst hverjir það eru sem vilja út úr EES. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir EES-samningurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum lagði Evrópusambandið verndartolla á iðnað frá EES-löndunum Íslandi og Noregi. Þjóðir sem eru ekki aðeins nánustu vinaþjóðir þeirra, heldur eru hluti af innri markaði sambandsins gegnum EES-samninginn. Tollar ESB voru yfirvofandi í 11 mánuði, u.þ.b. allan starfstíma ríkisstjórnarinnar. En þrátt fyrir tíðar heimsóknir til Brussel og útsýnisferðir um landið með helstu ráðamenn ESB, var þetta niðurstaðan. Aðgerðin er skýrt brot á EES-samningnum og við sjálfstæðismenn munum fylgja því fast á eftir að við sækjum rétt okkar gagnvart ESB. Óprúttnir stjórnmálamenn, sem voru þó í stafni þegar þessi ákvörðun skellur á okkur, hafa m.a. sakað stjórnarandstöðuna um að grafa undan EES-samningnum. Því finn ég mig knúna til að benda á hið augljósa. Á Íslandi er ríkisstjórn sem grefur undan EES-samningnum hvern dag sem hún situr. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur sett aðild að ESB aftur á dagskrá. Forsætisráðherra og helstu ráðamenn þjóðarinnar vilja að Ísland gangi í ESB. Og hvað verður um EES-samninginn ef sú vegferð verður farin? Embættismönnunum í Brussel er þetta fullljóst. Viðsemjendur þeirra eru stjórnmálamenn sem vilja segja upp EES-samningnum og ganga í ESB. Eins og fulltrúi ESB benti okkur Íslendingum á á fundi í Strasbourg á dögunum, hefur viðlíka framkoma ekki hent okkur allan samningstímann. Er tímasetningin þá tilviljun? Eftir að ESB beitti Ísland þessum órétti, hvatti ég til þess að utanríkisráðherra skrifaði ekki undir frekari samninga eða yfirlýsingar við ESB. Það væru röng skilaboð við þessar aðstæður. Hún tilkynnti svo um að undirritun varnarsamkomulags við ESB yrði frestað. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum velt því upp að við þurfum að hugsa vel og vandlega um næstu skref í EES-samstarfinu, umgjörðina um okkar mikilvægast viðskiptasamning. Þar skipta tímasetningar miklu máli. Vonandi getum við átt yfirvegað samtal um það á vettvangi stjórnmálanna, en það má öllum vera það fullljóst hverjir það eru sem vilja út úr EES. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun