Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar 1. desember 2025 11:33 Forsætisráðherra var gestur í Sprengisandi á liðnum sunnudegi þar sem hún lét að því liggja, með beinum og óbeinum hætti, að ferðaþjónustan væri ekki lengur sú atvinnugrein sem Íslendingar ættu að byggja framtíð sína á. Af orðræðu hennar mátti ráða að ferðaþjónustan væri nær eins konar samfélagsmein, haldið uppi með almannafé, og að réttara væri að beina kröftum þjóðarinnar að nýsköpun, lyfjaframleiðslu og hugbúnaði þar sem laun væru hærri og „alvöru verðmæti“ yrðu til. Þessi tónn er ekki nýr. Hann endurspeglar viðhorf sem lengi hafa heyrst úr röðum Samfylkingarinnar. Það sem vekur athygli er hins vegar að þessi málflutningur er endurtekinn aftur og aftur þrátt fyrir að staðreyndirnar segi annað. Ferðaþjónustan er ekki dragbítur á íslenskt efnahagslíf, heldur ein af meginstoðum þess. Þrátt fyrir að hluti starfa teljist almenn þjónustustörf eru meðallaun í greininni langt yfir lágmarkslaunum, og störfin eru fjölbreytt, sérhæfð og dreifð víða um landið. Þúsundir fjölskyldna byggja afkomu sína á ferðaþjónustu, ekki bara af hugsjón, heldur vegna þess að hún skapar raunveruleg verðmæti og raunverulegar tekjur. Ferðaþjónustan er jafnframt stærsta atvinnugreinin í Reykjavík. Það er því nánast með ólíkindum að sá stjórnmálaflokkur sem hefur stýrt borginni áratugum saman skuli leggja sig fram um að gera lítið úr þeirri atvinnugrein sem heldur uppi stærstum hluta atvinnulífs borgarinnar. Á sama tíma er kallað eftir því að horfa til „annarra greina fyrir hámenntað fólk“ eins og ferðaþjónusta og nýsköpun geti ekki farið saman. Slík annaðhvort–eða hugsun er bæði gamaldags og hættuleg. Samhliða er óþarfi að fórna einni sterkustu tekjugrein þjóðarinnar. Fullyrðingar um að ferðaþjónustan hafi hamlað vexti annarra atvinnugreina standast heldur enga skoðun. Þvert á móti hefur hún verið drifkraftur í vexti fjölda annarra greina: samgangna, byggingariðnaðar, verslunar, veitingareksturs, fjármála- og tækniþjónustu. Á landsbyggðinni er ferðaþjónustan víða forsenda byggðar og grunnþjónustu, hvort sem um ræðir verslanir, eldsneytisstöðvar, samgöngur eða veitingarekstur. Án ferðamanna væri þessi þjónusta víða einfaldlega ekki til staðar. Þá stenst heldur ekki sú fullyrðing að ferðaþjónustan hafi sogað til sín erlent vinnuafl umfram aðrar atvinnugreinar. Tölur sýna að byggingariðnaður, ýmis iðnaðarstörf, umönnun og heilbrigðisþjónusta hafa til dæmis laðað að sér ekki síður og oft meira erlent vinnuafl en ferðaþjónustan. Ferðaþjónustan hefur hins vegar gert eitt sem engar aðrar atvinnugreinar hafa gert í sama mæli: hún hefur fjölgað neytendum og þar með skattgreiðendum á Íslandi stórlega. Að meðaltali eru um 40.000 erlendir ferðamenn á landinu á hverjum degi allt árið sem samsvarar íbúafjölda í stóru sveitafélagi á íslenskan mælikvarða. Þetta fólk greiðir virðisaukaskatt, eldsneytisskatta, gistináttaskatt og fjölmörg önnur gjöld í gegnum daglega neyslu. Þetta eru rauntekjur sem renna beint í ríkissjóð, en teljast ekki alltaf með þegar stjórnvöld tala um „skattspor ferðaþjónustunnar“. Ferðaþjónustan byggir á því sem Ísland á dýrmætast: náttúru, menningu, sögu og orðspori þjóðarinnar. Hún laðar að skattgreiðendur án þess að þeir fái aðgang að velferðarkerfi, heilbrigðisþjónustu eða innviðum til langs tíma. Ríkið innheimtir skattana, en ber aðeins takmarkaðan kostnað. Engin önnur atvinnugrein skilar slíkri samsetningu tekna með jafn litlum beinum skuldbindingum. Þá má ekki gleyma grundvallarmun á ferðaþjónustu og mörgum þeim útflutningsgreinum sem forsætisráðherra virðist telja „betri kost“. Ferðaþjónustan er staðbundin. Hún fer ekki úr landi. Hægt er að loka verksmiðju. Hægt er að flytja hugbúnaðarteymi milli landa. Eignarhald á hátæknifyrirtækjum helst ekki endilega hérlendis. Það hefur sagan margoft sýnt, meðal annars á sviði lyfjaframleiðslu og matvælatækni. En ekki er hægt að flytja Gullfoss, Geysir, Jökulsárlón eða norðurljósin. Að tala niður ferðaþjónustuna ber því ekki merki um framsýni, frekar um skammsýni. Hún er ekki fullkomin, hún þarfnast stöðugrar uppbyggingar og skynsamlegrar stýringar, en hún er og getur verið áfram ein sterkasta undirstaða íslensks efnahagslífs. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðaþjónusta Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra var gestur í Sprengisandi á liðnum sunnudegi þar sem hún lét að því liggja, með beinum og óbeinum hætti, að ferðaþjónustan væri ekki lengur sú atvinnugrein sem Íslendingar ættu að byggja framtíð sína á. Af orðræðu hennar mátti ráða að ferðaþjónustan væri nær eins konar samfélagsmein, haldið uppi með almannafé, og að réttara væri að beina kröftum þjóðarinnar að nýsköpun, lyfjaframleiðslu og hugbúnaði þar sem laun væru hærri og „alvöru verðmæti“ yrðu til. Þessi tónn er ekki nýr. Hann endurspeglar viðhorf sem lengi hafa heyrst úr röðum Samfylkingarinnar. Það sem vekur athygli er hins vegar að þessi málflutningur er endurtekinn aftur og aftur þrátt fyrir að staðreyndirnar segi annað. Ferðaþjónustan er ekki dragbítur á íslenskt efnahagslíf, heldur ein af meginstoðum þess. Þrátt fyrir að hluti starfa teljist almenn þjónustustörf eru meðallaun í greininni langt yfir lágmarkslaunum, og störfin eru fjölbreytt, sérhæfð og dreifð víða um landið. Þúsundir fjölskyldna byggja afkomu sína á ferðaþjónustu, ekki bara af hugsjón, heldur vegna þess að hún skapar raunveruleg verðmæti og raunverulegar tekjur. Ferðaþjónustan er jafnframt stærsta atvinnugreinin í Reykjavík. Það er því nánast með ólíkindum að sá stjórnmálaflokkur sem hefur stýrt borginni áratugum saman skuli leggja sig fram um að gera lítið úr þeirri atvinnugrein sem heldur uppi stærstum hluta atvinnulífs borgarinnar. Á sama tíma er kallað eftir því að horfa til „annarra greina fyrir hámenntað fólk“ eins og ferðaþjónusta og nýsköpun geti ekki farið saman. Slík annaðhvort–eða hugsun er bæði gamaldags og hættuleg. Samhliða er óþarfi að fórna einni sterkustu tekjugrein þjóðarinnar. Fullyrðingar um að ferðaþjónustan hafi hamlað vexti annarra atvinnugreina standast heldur enga skoðun. Þvert á móti hefur hún verið drifkraftur í vexti fjölda annarra greina: samgangna, byggingariðnaðar, verslunar, veitingareksturs, fjármála- og tækniþjónustu. Á landsbyggðinni er ferðaþjónustan víða forsenda byggðar og grunnþjónustu, hvort sem um ræðir verslanir, eldsneytisstöðvar, samgöngur eða veitingarekstur. Án ferðamanna væri þessi þjónusta víða einfaldlega ekki til staðar. Þá stenst heldur ekki sú fullyrðing að ferðaþjónustan hafi sogað til sín erlent vinnuafl umfram aðrar atvinnugreinar. Tölur sýna að byggingariðnaður, ýmis iðnaðarstörf, umönnun og heilbrigðisþjónusta hafa til dæmis laðað að sér ekki síður og oft meira erlent vinnuafl en ferðaþjónustan. Ferðaþjónustan hefur hins vegar gert eitt sem engar aðrar atvinnugreinar hafa gert í sama mæli: hún hefur fjölgað neytendum og þar með skattgreiðendum á Íslandi stórlega. Að meðaltali eru um 40.000 erlendir ferðamenn á landinu á hverjum degi allt árið sem samsvarar íbúafjölda í stóru sveitafélagi á íslenskan mælikvarða. Þetta fólk greiðir virðisaukaskatt, eldsneytisskatta, gistináttaskatt og fjölmörg önnur gjöld í gegnum daglega neyslu. Þetta eru rauntekjur sem renna beint í ríkissjóð, en teljast ekki alltaf með þegar stjórnvöld tala um „skattspor ferðaþjónustunnar“. Ferðaþjónustan byggir á því sem Ísland á dýrmætast: náttúru, menningu, sögu og orðspori þjóðarinnar. Hún laðar að skattgreiðendur án þess að þeir fái aðgang að velferðarkerfi, heilbrigðisþjónustu eða innviðum til langs tíma. Ríkið innheimtir skattana, en ber aðeins takmarkaðan kostnað. Engin önnur atvinnugrein skilar slíkri samsetningu tekna með jafn litlum beinum skuldbindingum. Þá má ekki gleyma grundvallarmun á ferðaþjónustu og mörgum þeim útflutningsgreinum sem forsætisráðherra virðist telja „betri kost“. Ferðaþjónustan er staðbundin. Hún fer ekki úr landi. Hægt er að loka verksmiðju. Hægt er að flytja hugbúnaðarteymi milli landa. Eignarhald á hátæknifyrirtækjum helst ekki endilega hérlendis. Það hefur sagan margoft sýnt, meðal annars á sviði lyfjaframleiðslu og matvælatækni. En ekki er hægt að flytja Gullfoss, Geysir, Jökulsárlón eða norðurljósin. Að tala niður ferðaþjónustuna ber því ekki merki um framsýni, frekar um skammsýni. Hún er ekki fullkomin, hún þarfnast stöðugrar uppbyggingar og skynsamlegrar stýringar, en hún er og getur verið áfram ein sterkasta undirstaða íslensks efnahagslífs. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun