Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valur Páll Eiríksson skrifar 22. nóvember 2024 16:03 Craig Pedersen. Ísland. Körfubolti. Vísir/Sigurjón Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hlakkar til leiks Íslands við Ítalíu í undankeppni EM 2025 í Laugardalshöll í kvöld. Hann segir andann góðan í íslenska hópnum. „Ég finn strax að æfingarnar sem við tókum í sumar hjálpa til. Við erum snöggir að komast á sömu blaðsíðu, sem er yfirleitt staðan, en maður finnur að það er bæting hvað það varðar. Leikmennirnir eru snöggir að tengjast vel í spilamennskunni, liðsheildin er til staðar og andinn góður,“ segir Pedersen í samtali við Stöð 2 en íslenska liðið hefur ekki spilað leiki frá því í mars. Klippa: Strákarnir klárir í slaginn Martin Hermannsson tekur ekki þátt í leikjunum tveimur sem fram undan eru gegn Ítölum vegna meiðsla. Pedersen vonast til að aðrir stígi upp í hans fjarveru. „Við höfum reynt að gefa mönnum sem spila minna mínútur og bygja upp þeirra reynslu svo þeir séu klárir þegar svona lagað kemur upp. Ég held við séum með menn sem eru tilbúnir að stíga upp. Það væri gott að hafa Martin en með svona gerist og vonandi stíga þeir upp,“ segir Pedersen. Ítalía er með fjögur stig eftir sigra á Ungverjum og Tyrkjum í fyrstu tveimur leikjunum. Ísland eru með þrjú stig eftir sigur á þeim ungversku og naumt eins stigs tap fyrir Tyrkjum. Fram undan eru leikir heima og heiman við Ítali, sá fyrri í höllinni í kvöld og sá síðari ytra á mánudag. Pedersen segir að Ísland muni mæta tveimur mismunandi ítölskum liðum í leikjunum tveimur. „Manni skilst að EuroLeague leikmennirnir spili leikinn á Ítalíu. Þó við séum að spila við sama landið er eins og við séum að spila við tvö mismunandi lið. Þetta er því ekki alveg þetta klassíska einvígi heima og heiman. Þetta verður áhugavert. Við vonandi getum klárað okkar mál heima fyrir áður en við förum út,“ segir Pedersen. Ísland og Ítalía mætast klukkan 19:30 í kvöld og verður leiknum lýst beint á Vísi. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá að ofan. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Jón Axel Guðmundsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu eru í eldlínunni á næstu dögum þar sem þeir mæta Ítölum tvisvar sinnum á fjórum dögum í undankeppni EM. 22. nóvember 2024 07:30 Gafst upp á að læra frönskuna Styrmir Snær Þrastarson nýtur lífsins í atvinnumennskunni í Belgíu. Hann undirbýr sig ásamt landsliði Íslands fyrir komandi leiki við Ítalíu í undankeppni EM 2025. 21. nóvember 2024 16:46 Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ „Þetta reynir á hausinn“ segir Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur glímt við töluvert rót á nýjum stað í Grikklandi. Hann segir fínt að komast aðeins heim í kuldann á klakanum. 21. nóvember 2024 08:33 Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Fleiri fréttir Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Sjá meira
„Ég finn strax að æfingarnar sem við tókum í sumar hjálpa til. Við erum snöggir að komast á sömu blaðsíðu, sem er yfirleitt staðan, en maður finnur að það er bæting hvað það varðar. Leikmennirnir eru snöggir að tengjast vel í spilamennskunni, liðsheildin er til staðar og andinn góður,“ segir Pedersen í samtali við Stöð 2 en íslenska liðið hefur ekki spilað leiki frá því í mars. Klippa: Strákarnir klárir í slaginn Martin Hermannsson tekur ekki þátt í leikjunum tveimur sem fram undan eru gegn Ítölum vegna meiðsla. Pedersen vonast til að aðrir stígi upp í hans fjarveru. „Við höfum reynt að gefa mönnum sem spila minna mínútur og bygja upp þeirra reynslu svo þeir séu klárir þegar svona lagað kemur upp. Ég held við séum með menn sem eru tilbúnir að stíga upp. Það væri gott að hafa Martin en með svona gerist og vonandi stíga þeir upp,“ segir Pedersen. Ítalía er með fjögur stig eftir sigra á Ungverjum og Tyrkjum í fyrstu tveimur leikjunum. Ísland eru með þrjú stig eftir sigur á þeim ungversku og naumt eins stigs tap fyrir Tyrkjum. Fram undan eru leikir heima og heiman við Ítali, sá fyrri í höllinni í kvöld og sá síðari ytra á mánudag. Pedersen segir að Ísland muni mæta tveimur mismunandi ítölskum liðum í leikjunum tveimur. „Manni skilst að EuroLeague leikmennirnir spili leikinn á Ítalíu. Þó við séum að spila við sama landið er eins og við séum að spila við tvö mismunandi lið. Þetta er því ekki alveg þetta klassíska einvígi heima og heiman. Þetta verður áhugavert. Við vonandi getum klárað okkar mál heima fyrir áður en við förum út,“ segir Pedersen. Ísland og Ítalía mætast klukkan 19:30 í kvöld og verður leiknum lýst beint á Vísi. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá að ofan.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Jón Axel Guðmundsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu eru í eldlínunni á næstu dögum þar sem þeir mæta Ítölum tvisvar sinnum á fjórum dögum í undankeppni EM. 22. nóvember 2024 07:30 Gafst upp á að læra frönskuna Styrmir Snær Þrastarson nýtur lífsins í atvinnumennskunni í Belgíu. Hann undirbýr sig ásamt landsliði Íslands fyrir komandi leiki við Ítalíu í undankeppni EM 2025. 21. nóvember 2024 16:46 Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ „Þetta reynir á hausinn“ segir Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur glímt við töluvert rót á nýjum stað í Grikklandi. Hann segir fínt að komast aðeins heim í kuldann á klakanum. 21. nóvember 2024 08:33 Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Fleiri fréttir Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Sjá meira
„Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Jón Axel Guðmundsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu eru í eldlínunni á næstu dögum þar sem þeir mæta Ítölum tvisvar sinnum á fjórum dögum í undankeppni EM. 22. nóvember 2024 07:30
Gafst upp á að læra frönskuna Styrmir Snær Þrastarson nýtur lífsins í atvinnumennskunni í Belgíu. Hann undirbýr sig ásamt landsliði Íslands fyrir komandi leiki við Ítalíu í undankeppni EM 2025. 21. nóvember 2024 16:46
Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ „Þetta reynir á hausinn“ segir Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur glímt við töluvert rót á nýjum stað í Grikklandi. Hann segir fínt að komast aðeins heim í kuldann á klakanum. 21. nóvember 2024 08:33