„Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. nóvember 2024 14:32 Tryggvi í baráttunni í leik Íslands við Tyrkland. Serhat Cagdas/Anadolu Agency via Getty Images Tryggvi Snær Hlinason er klár í slaginn fyrir leik Íslands við Ítalíu í undankeppni EuroBasket á næsta ári. Liðin mætast í Laugardalshöll í kvöld. Tryggvi leikur með liði Bilbao á Spáni en hann skipti til liðsins á síðasta ári frá Zaragoza. Hann nýtur sín vel í Baskalandi. „Það gengur ágætlega í deildinni til þessa. Við erum svo sem búnir að tapa nokkrum leikjum núna í röð en fyrir utan það er þetta bara gott. Bilbao er næs og liðið gott,“ segir Tryggvi og bætir við: „Það gengur vel, persónlega sérstaklega. Þetta hafi verið 3-4 leikir sem við höfum misst frá okkur. Leiki sem maður ætti að vinna en missum frá okkur í lokin. Það er leiðinlegt en ég treysti á að við höldum áfram að róa í sömu átt og vinnum fleiri leiki.“ Tryggvi verður með landsliðinu sem mætir Ítalíu í höllinni í kvöld. Strákarnir þekkja ágætlega til enda unnu þeir frækinn sigur á Ítölum í Ólafssal fyrir örfáum árum og svipað ítalskt lið sem mætir til leiks í kvöld. „Við vitum alveg hverju við eigum að búast við. En Ítalirnir að einhverju leyti þekkja okkur líka og við gerum ráð fyrir að þeir mæti brjálaðir hérna eftir síðasta leik hér heima,“ segir Tryggvi. Klippa: „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ísland er með þrjú stig eftir sigur á Ungverjum og naumt tap fyrir Tyrkjum ytra í fyrstu tveimur leikjum riðilsins í mars. Þrjú lið af fjórum fara á EM á næsta ári og Tryggvi segir tíma kominn til, enda Ísland verið nærri stórmótasæti síðustu ár, en ekki komist á lokamót frá 2017. „Það eru náttúrulega bara tveir leikir búnir og liðin á svipuðum stað. Þetta var mjög grátlegt þarna í Tyrklandi, að tapa svona stórum leik úti. Svona er bara körfuboltinn, þetta er bæði fallegt og leiðinlegt. En það er bara gott að spila aftur við Ítalina hérna heima,“ „Ég held það sé löngu kominn tími til að fara á EuroBasket. Ég held það séu sjö eða átta ár síðan við fórum síðast og það er löngu kominn tími til að fara aftur,“ segir Tryggvi. Viðtalið má sjá að ofan. Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint á Vísi. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir Gafst upp á að læra frönskuna Styrmir Snær Þrastarson nýtur lífsins í atvinnumennskunni í Belgíu. Hann undirbýr sig ásamt landsliði Íslands fyrir komandi leiki við Ítalíu í undankeppni EM 2025. 21. nóvember 2024 16:46 Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ „Þetta reynir á hausinn“ segir Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur glímt við töluvert rót á nýjum stað í Grikklandi. Hann segir fínt að komast aðeins heim í kuldann á klakanum. 21. nóvember 2024 08:33 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Tryggvi leikur með liði Bilbao á Spáni en hann skipti til liðsins á síðasta ári frá Zaragoza. Hann nýtur sín vel í Baskalandi. „Það gengur ágætlega í deildinni til þessa. Við erum svo sem búnir að tapa nokkrum leikjum núna í röð en fyrir utan það er þetta bara gott. Bilbao er næs og liðið gott,“ segir Tryggvi og bætir við: „Það gengur vel, persónlega sérstaklega. Þetta hafi verið 3-4 leikir sem við höfum misst frá okkur. Leiki sem maður ætti að vinna en missum frá okkur í lokin. Það er leiðinlegt en ég treysti á að við höldum áfram að róa í sömu átt og vinnum fleiri leiki.“ Tryggvi verður með landsliðinu sem mætir Ítalíu í höllinni í kvöld. Strákarnir þekkja ágætlega til enda unnu þeir frækinn sigur á Ítölum í Ólafssal fyrir örfáum árum og svipað ítalskt lið sem mætir til leiks í kvöld. „Við vitum alveg hverju við eigum að búast við. En Ítalirnir að einhverju leyti þekkja okkur líka og við gerum ráð fyrir að þeir mæti brjálaðir hérna eftir síðasta leik hér heima,“ segir Tryggvi. Klippa: „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ísland er með þrjú stig eftir sigur á Ungverjum og naumt tap fyrir Tyrkjum ytra í fyrstu tveimur leikjum riðilsins í mars. Þrjú lið af fjórum fara á EM á næsta ári og Tryggvi segir tíma kominn til, enda Ísland verið nærri stórmótasæti síðustu ár, en ekki komist á lokamót frá 2017. „Það eru náttúrulega bara tveir leikir búnir og liðin á svipuðum stað. Þetta var mjög grátlegt þarna í Tyrklandi, að tapa svona stórum leik úti. Svona er bara körfuboltinn, þetta er bæði fallegt og leiðinlegt. En það er bara gott að spila aftur við Ítalina hérna heima,“ „Ég held það sé löngu kominn tími til að fara á EuroBasket. Ég held það séu sjö eða átta ár síðan við fórum síðast og það er löngu kominn tími til að fara aftur,“ segir Tryggvi. Viðtalið má sjá að ofan. Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint á Vísi.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir Gafst upp á að læra frönskuna Styrmir Snær Þrastarson nýtur lífsins í atvinnumennskunni í Belgíu. Hann undirbýr sig ásamt landsliði Íslands fyrir komandi leiki við Ítalíu í undankeppni EM 2025. 21. nóvember 2024 16:46 Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ „Þetta reynir á hausinn“ segir Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur glímt við töluvert rót á nýjum stað í Grikklandi. Hann segir fínt að komast aðeins heim í kuldann á klakanum. 21. nóvember 2024 08:33 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Gafst upp á að læra frönskuna Styrmir Snær Þrastarson nýtur lífsins í atvinnumennskunni í Belgíu. Hann undirbýr sig ásamt landsliði Íslands fyrir komandi leiki við Ítalíu í undankeppni EM 2025. 21. nóvember 2024 16:46
Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ „Þetta reynir á hausinn“ segir Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur glímt við töluvert rót á nýjum stað í Grikklandi. Hann segir fínt að komast aðeins heim í kuldann á klakanum. 21. nóvember 2024 08:33
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn