Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar 22. nóvember 2024 07:15 Umhverfismál eru heilbrigðismál Heilbrigð náttúra er undirstaða afkomu okkar og velsældar líkt og verið hefur alla tíð. Umgengni okkar um náttúru og náttúruleg gæði þarf því ekki bara að vera góð, heldur líka á forsendum náttúrunnar sjálfrar, svo sem frekast er unnt. Andi laga um náttúruvernd býður okkur að gera það, nokkuð sem ég fullyrði hins vegar að við gerum ekki sem skyldi. Hugum aðeins að eignarhaldi á náttúrunni áður en lengra er haldið. Hver á og fyrir hvern er náttúran? Þegar við tölum um að varðveita tiltekin landsvæði fyrir komandi kynslóðir, þá felst mögulega í því tvíþættur misskilningur; að maður og náttúra séu tvennt og að náttúran sé til fyrir manninn. Maðurinn á ekki náttúruna og hún er ekki til fyrir hann umfram annað líf. Viðkvæman vef lífsins spinna margir og ekki síst smáar og örsmáar lífverur, sem við gjarnan köllum óæðri. Maðurinn eins og aðrar lífverur er hluti þessa flókna vefs, en er líka ábyrgur fyrir mestum skemmdum á honum og þannig veikasti hlekkurinn í keðju alls jarðlífsins. Það ætti að vera okkur hvati til að láta náttúruna ávallt njóta bæði vísindalegs vafa og vissu, sem í dag er ekki. Því til staðfestingar lengist stöðugt listinn yfir útdauðar lífverur af mannavöldum. Jörðin er sameiginlegt heimili alls lífs sem á henni lifir og maðurinn bara einn margra fjölskyldumeðlima. Heilsa fyrir allt og öll Allir þeir þættir sem áhrif hafa á heilsu fólks til góðs eða ills nefnast áhrifaþættir heilsu, sjá mynd á heimasíðu Landlæknis; https://island.is/heilsueflandi-samfelag/heimsmarkmidin Náttúrulegt umhverfi á mjög stóran hlut í þeirri mynd. Mun yngra er hugtakið One Health (Ein heilsa), sem felur í sér samþætta og sameinandi nálgun með það að markmiði að hámarka heilsu fólks, dýra og vistkerfa, þ.e. alls lífs á jörðinni og um leið sjálfrar jarðarinnar. Fólksfjölgun, fólksflótti og útþensla, m.a. og ekki síst vegna stríða og hnattrænnar hlýnunar hafa aukið snertifleti fólks þvert á heimsálfur, sem og á milli manna og villtra dýra og milli húsdýra og villtra dýra. Yfir 60% nýrra bráðra sýkinga í mönnum eru upprunnar í dýraríkinu. Þessi nálgun er því ekki bara rökrétt, heldur líka nauðsynleg til að koma í veg fyrir og undirbúa samfélög til að takast á við hnattrænar ógnir eins og t.d. Covid-19 nýverið. Við öll, þ.e. plöntur, menn og dýr, tilheyrum einni fjölskyldu og sameiginlegt heimili okkar er jörðin. Allir fjölskyldumeðlimir eiga í grunninn rétt til lífs og erfitt er að færa fyrir því rök að einn fjölskyldumeðlimur, maðurinn, eigi þann rétt umfram hina. Umhverfis- og náttúruverndarmál eru því sameiginlegt og brýnasta heilbrigðismál allra meðlima jarðarfjölskyldunnar. Friðun lífvera er megin reglan í lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og nýting er undantekning frá þeirri reglu. Hliðstæðan rétt þarf íslensk náttúra að öðlast að lögum. Höfundur er heimilislæknir og á sæti í Umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings fyrir VG og situr í stjórn hreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Heimisson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Umhverfismál Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Umhverfismál eru heilbrigðismál Heilbrigð náttúra er undirstaða afkomu okkar og velsældar líkt og verið hefur alla tíð. Umgengni okkar um náttúru og náttúruleg gæði þarf því ekki bara að vera góð, heldur líka á forsendum náttúrunnar sjálfrar, svo sem frekast er unnt. Andi laga um náttúruvernd býður okkur að gera það, nokkuð sem ég fullyrði hins vegar að við gerum ekki sem skyldi. Hugum aðeins að eignarhaldi á náttúrunni áður en lengra er haldið. Hver á og fyrir hvern er náttúran? Þegar við tölum um að varðveita tiltekin landsvæði fyrir komandi kynslóðir, þá felst mögulega í því tvíþættur misskilningur; að maður og náttúra séu tvennt og að náttúran sé til fyrir manninn. Maðurinn á ekki náttúruna og hún er ekki til fyrir hann umfram annað líf. Viðkvæman vef lífsins spinna margir og ekki síst smáar og örsmáar lífverur, sem við gjarnan köllum óæðri. Maðurinn eins og aðrar lífverur er hluti þessa flókna vefs, en er líka ábyrgur fyrir mestum skemmdum á honum og þannig veikasti hlekkurinn í keðju alls jarðlífsins. Það ætti að vera okkur hvati til að láta náttúruna ávallt njóta bæði vísindalegs vafa og vissu, sem í dag er ekki. Því til staðfestingar lengist stöðugt listinn yfir útdauðar lífverur af mannavöldum. Jörðin er sameiginlegt heimili alls lífs sem á henni lifir og maðurinn bara einn margra fjölskyldumeðlima. Heilsa fyrir allt og öll Allir þeir þættir sem áhrif hafa á heilsu fólks til góðs eða ills nefnast áhrifaþættir heilsu, sjá mynd á heimasíðu Landlæknis; https://island.is/heilsueflandi-samfelag/heimsmarkmidin Náttúrulegt umhverfi á mjög stóran hlut í þeirri mynd. Mun yngra er hugtakið One Health (Ein heilsa), sem felur í sér samþætta og sameinandi nálgun með það að markmiði að hámarka heilsu fólks, dýra og vistkerfa, þ.e. alls lífs á jörðinni og um leið sjálfrar jarðarinnar. Fólksfjölgun, fólksflótti og útþensla, m.a. og ekki síst vegna stríða og hnattrænnar hlýnunar hafa aukið snertifleti fólks þvert á heimsálfur, sem og á milli manna og villtra dýra og milli húsdýra og villtra dýra. Yfir 60% nýrra bráðra sýkinga í mönnum eru upprunnar í dýraríkinu. Þessi nálgun er því ekki bara rökrétt, heldur líka nauðsynleg til að koma í veg fyrir og undirbúa samfélög til að takast á við hnattrænar ógnir eins og t.d. Covid-19 nýverið. Við öll, þ.e. plöntur, menn og dýr, tilheyrum einni fjölskyldu og sameiginlegt heimili okkar er jörðin. Allir fjölskyldumeðlimir eiga í grunninn rétt til lífs og erfitt er að færa fyrir því rök að einn fjölskyldumeðlimur, maðurinn, eigi þann rétt umfram hina. Umhverfis- og náttúruverndarmál eru því sameiginlegt og brýnasta heilbrigðismál allra meðlima jarðarfjölskyldunnar. Friðun lífvera er megin reglan í lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og nýting er undantekning frá þeirri reglu. Hliðstæðan rétt þarf íslensk náttúra að öðlast að lögum. Höfundur er heimilislæknir og á sæti í Umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings fyrir VG og situr í stjórn hreyfingarinnar.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun