Á degi barnsins Ásmundur Einar Daðason skrifar 20. nóvember 2024 14:03 Í dag höldum við upp á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sáttmálans sem gjörbreytti skilningi okkar á réttindum barna. Þessi áfangi er mikilvægur tímapunktur til að horfa í baksýnisspegilinn og leggja mat á þá áfanga sem hafa náðst, en einnig nauðsynleg brýning til okkar allra um að halda áfram á vegferðinni að skapa betra samfélag fyrir öll börn. Réttindi barna gerð að veruleika Á undanförnum árum höfum við stigið stór skref fyrir börn og fjölskyldur á Íslandi. Lög um farsæld barna, sem tóku gildi árið 2022, marka tímamót í því hvernig þjónusta við börn er skipulögð og framkvæmd. Með lögunum er tryggt að öll börn með stuðningsþarfir fái sérstakan tengilið sem styður við þau og fjölskyldur þeirra með einstaklingsmiðaðri og samþættri þjónustu. Við höfum lengt fæðingarorlof úr níu mánuðum í tólf og hækkað hámarksgreiðslur. Ég er einstaklega stoltur af þessum áfanga sem styður foreldra í því að sinna því allra mikilvægasta í lífinu. Jafnframt leggur þessi breyting sitt af mörkum til að jafna stöðu foreldra á vinnumarkaði og stuðlar þannig að auknu jafnrétti í íslensku samfélagi. Eins höfum við gert gjaldfrjálsar skólamáltíðir að veruleika fyrir grunnskólabörn, sem er annað mikilvægt skref í átt að jafnræði. Á sviði menntunar höfum við lagt sérstaka áherslu á að styrkja grunnstoðir skólastarfs um land allt og tryggja að skólaþjónusta sé jöfn og samræmd óháð búsetu. Með því að fjölga verkfærum og stuðningi sem skólasamfélagið getur nýtt sér og innleiða samræmt matskerfi námsárangurs höfum við skapað traustari umgjörð fyrir menntun barna og ungmenna. Nýtt samræmt verklag fyrir menntun barna með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn tryggir börnum jöfn tækifæri til náms og félagslegrar þátttöku. Auk þess höfum við aukið aðgengi að verknámi um allt land, sem opnar nýjar dyr fyrir fjölbreyttari námsleiðir. Framkvæmdir til að bæta aðstöðu í framhaldsskólum víða um land, þar á meðal í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Verkmenntaskólanum á Akureyri, marka tímamót í starfsnámi. Þessar umbætur eru ekki aðeins fjárfesting í menntakerfinu heldur einnig í framtíð ungs fólks og samfélagsins alls. Geðheilbrigði ungmenna hefur verið stórt mál á kjörtímabilinu. Með stuðningi við úrræði á borð við Bergið Headspace hefur geðheilbrigðisþjónusta verið efld, með áherslu á snemmtæk inngrip. Að auki hefur sérstök ráðgjöf verið sett á laggirnar fyrir börn og ungmenni sem eiga foreldra með geðrænan vanda, með það að markmiði að draga úr líkum á að áföll í fjölskyldum hafi langvarandi áhrif. Verkefnið Samvinna eftir skilnað býður nú upp á stafrænt námsefni sem hjálpar foreldrum að setja þarfir barna í forgrunn við breytingar á fjölskylduaðstæðum. Þar að auki er unnið er að innleiðingu námskeiðanna Tengjumst í leik í samstarfi við leik- og grunnskóla, með það að marki að styðja foreldra í uppeldishlutverki sínu. Árangur sem við getum verið stolt af Það er ljóst að réttindi barna og málefni sem þeim tengjast krefjast langtímasýnar, víðtækra lausna og aðgerða sem taka á flóknum áskorunum. Þess vegna er ánægjulegt að sjá að niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2024, gefa skýrar vísbendingar um að stefna og aðgerðir síðustu ára séu þegar að skila árangri. Ný gögn sýna að 90% barna lýsa heilsu sinni sem mjög góðri, og lífsánægja barna hefur aukist úr 74% árið 2018 í 81% árið 2022. Tíðni eineltis hefur minnkað verulega, sérstaklega í 10. bekk, þar sem hlutfall barna sem segjast upplifa einelti er nú 4%. Í skólum segjast meir en 85% barna líða vel, og 90% þeirra telja mikilvægt að leggja sig fram í námi. Þá eru slagsmál meðal ungmenna á undanhaldi, og hnífaburður meðal barna í þeim tilgangi að nota sem vopn mælist 0,7%. Áfram veginn Barnasáttmálinn kennir okkur að samfélög sem leggja áherslu á réttindi barna séu samfélög sem uppskera ríkulega. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra – barna, foreldra, fagfólks og stjórnvalda, að tryggja að réttindi barna séu ekki aðeins orð á blaði heldur hluti af daglegu lífi. Við erum komin vel af stað á þeirri vegferð, en eigum enn verk að vinna. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag höldum við upp á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sáttmálans sem gjörbreytti skilningi okkar á réttindum barna. Þessi áfangi er mikilvægur tímapunktur til að horfa í baksýnisspegilinn og leggja mat á þá áfanga sem hafa náðst, en einnig nauðsynleg brýning til okkar allra um að halda áfram á vegferðinni að skapa betra samfélag fyrir öll börn. Réttindi barna gerð að veruleika Á undanförnum árum höfum við stigið stór skref fyrir börn og fjölskyldur á Íslandi. Lög um farsæld barna, sem tóku gildi árið 2022, marka tímamót í því hvernig þjónusta við börn er skipulögð og framkvæmd. Með lögunum er tryggt að öll börn með stuðningsþarfir fái sérstakan tengilið sem styður við þau og fjölskyldur þeirra með einstaklingsmiðaðri og samþættri þjónustu. Við höfum lengt fæðingarorlof úr níu mánuðum í tólf og hækkað hámarksgreiðslur. Ég er einstaklega stoltur af þessum áfanga sem styður foreldra í því að sinna því allra mikilvægasta í lífinu. Jafnframt leggur þessi breyting sitt af mörkum til að jafna stöðu foreldra á vinnumarkaði og stuðlar þannig að auknu jafnrétti í íslensku samfélagi. Eins höfum við gert gjaldfrjálsar skólamáltíðir að veruleika fyrir grunnskólabörn, sem er annað mikilvægt skref í átt að jafnræði. Á sviði menntunar höfum við lagt sérstaka áherslu á að styrkja grunnstoðir skólastarfs um land allt og tryggja að skólaþjónusta sé jöfn og samræmd óháð búsetu. Með því að fjölga verkfærum og stuðningi sem skólasamfélagið getur nýtt sér og innleiða samræmt matskerfi námsárangurs höfum við skapað traustari umgjörð fyrir menntun barna og ungmenna. Nýtt samræmt verklag fyrir menntun barna með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn tryggir börnum jöfn tækifæri til náms og félagslegrar þátttöku. Auk þess höfum við aukið aðgengi að verknámi um allt land, sem opnar nýjar dyr fyrir fjölbreyttari námsleiðir. Framkvæmdir til að bæta aðstöðu í framhaldsskólum víða um land, þar á meðal í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Verkmenntaskólanum á Akureyri, marka tímamót í starfsnámi. Þessar umbætur eru ekki aðeins fjárfesting í menntakerfinu heldur einnig í framtíð ungs fólks og samfélagsins alls. Geðheilbrigði ungmenna hefur verið stórt mál á kjörtímabilinu. Með stuðningi við úrræði á borð við Bergið Headspace hefur geðheilbrigðisþjónusta verið efld, með áherslu á snemmtæk inngrip. Að auki hefur sérstök ráðgjöf verið sett á laggirnar fyrir börn og ungmenni sem eiga foreldra með geðrænan vanda, með það að markmiði að draga úr líkum á að áföll í fjölskyldum hafi langvarandi áhrif. Verkefnið Samvinna eftir skilnað býður nú upp á stafrænt námsefni sem hjálpar foreldrum að setja þarfir barna í forgrunn við breytingar á fjölskylduaðstæðum. Þar að auki er unnið er að innleiðingu námskeiðanna Tengjumst í leik í samstarfi við leik- og grunnskóla, með það að marki að styðja foreldra í uppeldishlutverki sínu. Árangur sem við getum verið stolt af Það er ljóst að réttindi barna og málefni sem þeim tengjast krefjast langtímasýnar, víðtækra lausna og aðgerða sem taka á flóknum áskorunum. Þess vegna er ánægjulegt að sjá að niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2024, gefa skýrar vísbendingar um að stefna og aðgerðir síðustu ára séu þegar að skila árangri. Ný gögn sýna að 90% barna lýsa heilsu sinni sem mjög góðri, og lífsánægja barna hefur aukist úr 74% árið 2018 í 81% árið 2022. Tíðni eineltis hefur minnkað verulega, sérstaklega í 10. bekk, þar sem hlutfall barna sem segjast upplifa einelti er nú 4%. Í skólum segjast meir en 85% barna líða vel, og 90% þeirra telja mikilvægt að leggja sig fram í námi. Þá eru slagsmál meðal ungmenna á undanhaldi, og hnífaburður meðal barna í þeim tilgangi að nota sem vopn mælist 0,7%. Áfram veginn Barnasáttmálinn kennir okkur að samfélög sem leggja áherslu á réttindi barna séu samfélög sem uppskera ríkulega. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra – barna, foreldra, fagfólks og stjórnvalda, að tryggja að réttindi barna séu ekki aðeins orð á blaði heldur hluti af daglegu lífi. Við erum komin vel af stað á þeirri vegferð, en eigum enn verk að vinna. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar